Miðvikudagur 25.01.2012 - 21:26 - Lokað fyrir ummæli

Íslenskir heilar eflast í ESB þátttöku!

Vegna samskipta við útlönd hafa framfarir orðið á Íslandi.  Þangað sækja menn menntun, reynslu, yfirsýn, læra vinnubrögð. Helstu nútímaleiðir eru háskólanám, tímabundnar atvinnuferðir og ferðir á ráðstefnur, þátttaka í nefndum og ráðum einkum í stjórnsýslu og vísindum. Þúsundir Íslendinga  öðlast nýja reynslu, ný sjónarhorn og kannski fyrst og síðast fá tímabundið nauðsynlega fjarlægð á land sitt og þjóð, kynnast fólki, mynda sambönd. Þáttaka í viðfangsefnum á vettvangi EES og ESB er kærkomin viðbót fyrir bæði einstaklinga og þjóð.

Sagt hafa mêr Eistar að ekki sé sístur ávinningur þjóðar þeirrar af þátttöku í ESB hversu duglegir Þeir hafa verið að taka  þátt í starfi ESB, bæði í nefndum og því að sækja um auglýst störf. Þarna hafa opnast miklir möguleikar fyrir einstaklinga og skilar sér inn í þjóðfélag Eista með margvíslegum hætti. Það sama gildir um erlenda samvinnu Íslendinga á vettvangi ESB og annarsstaðar. Að tala hana niður sæmir ekki.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Mig langar að bæta við grein þína þá hugsun, að tilgangur stofnunar Evrópusamstarfsins er að Evrópa haldi friðinn innan landamæra aðildarríkjanna og helst utan þeirra líka.

    Þegar maður býr í borg sem skartar yfir þúsund ára gömlum byggingum, sem enn eru í notkun sem íbúðarhús og samkomuhús og sér nýrri byggingar þar sem eldri hafa verið eyðilagðar í stríði, lærir maður að meta friðsamleg samskipti þjóða. Jafnvel þótt þau kosti einhverja peninga.

    Ég kifa á því að ekkert sé dýrara í þessum heimi en stríð og styrjaldarekstur. Næstdýrast er að búa svo um hnútana, að ekki sé ráðist á mann. Fyrir það fé má byggja ansi mikið og reka margt uppbyggilegt.

    Landinn gleymir þessu stundum, enda hefur hann aldrei byggt fyrir lengri tíma en 30 ár.

  • Jésús hvað esb-sinnar eru orðnir langleiddir í áróðrinum, enda fokið í öll skjól hjá þeim.

    Þetta kallast víst að berja hausnum í steininn. Og svo þegar fólk segir þessu liði að troða þessum áróðri þá trompast þeir eins og lítil börn.

    Sorglegt lið, svo ekki sé meira sagt.

    ..og Carlos, gott mál, friður í Evrópu. Kemur okkar sjálfstæði ekkert við, við höfum aldrei haft her eða staðið í stríðsrekstri. Rökin fyrir aðilda að herlausu landi að esb til að stoppa stríð er enn ein heimsku-perla þessa áróðurs.

  • Og Baldur, þú ert á Eyjunni þannig að þú getur tekið þetta væl þitt um blogg til hugarhægðar og ánægju og troðið því líka.

  • Baldur Kistjánsson

    Palli minn. Þú ert óheflaður en ert ekki með neinn hatursáróður gegn síðuhöfundi. Vertu velkominn. kv., baldur

Höfundur