Fimmtudagur 26.01.2012 - 11:37 - Lokað fyrir ummæli

Meinfýsi, illgirni og hatur vaknar upp!

Það er furðulegt þetta hatur, meinfýsi og illgirni sem vaknar upp í mönnum slysist maður til að mæla ESB bót.  Þessi umræða framkallar það versta í fólki sama hvort um er að ræða svokallaða háttsetta stjórnmálamenn eða illa skrifandi unglinga.  Þetta er furðulegt í ljósi þess að hver einasta þjóð sem þar hefur inn gengið telur hag sínum betur borgið en ella enda er ESB fyrst og fremst bandalag utanum frjáls viðskipti en hefur einnig einbeitt sér að málum sem þjóðríkin hafa áhuga á í orði en síður á borði eins og mannréttindum (FRA) og réttindum neytenda.  Nú er svo að leiðirnar eru aðeins tvær sem hinn raunverulegi samtími bíður upp á.  Að vera innan bandalagsins með réttindum og skyldum sem því fylgja eða standa utan þess og beygja sig að samþykktum þess en vera áhrifalaus um þær. Þriðja leiðin er að vísu til að gefa lítið fyrir umhverfi sitt og fara ekki að leikreglum sem þar ríkja en við ættum að líta í eigin barm og skoða hvort við viljum eyða lífi okkar og barna okkar í slíkan barning og þá afhverju?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Segið mér fyrst af hverju þið viljið endilega vita hvað ég heiti. Hverju breytir það fyrir ykkur?

    Og aldrei mun ég slaka á á móti trúarofstækisáróðri sem vill koma Íslandi undir erlend yfirráð í nafni einhverjar ESB-trúarkreddu. Ófáar kynslóðir Íslendinga þorðu vart að dreyma um sjálfstæði, aðrar börðust fyrir því. Nú viljið þið fleygja því öllu út um gluggann. Megi skömm ykkar verða ævarandi.

  • Baldur Kristjánsson

    Vegna þess Palli að þá yrðir þú kurteisari og þar með marktækari! Gangi þér allt í haginn. Kv. B

  • Kurteisari? Mér sýnist nú það þurfa að löðrunga sumt fólk upp úr dáinu sem það liggur í, og kurteisi skiptir því mig engu máli. Það hefur líka lengi talist íslenskur siður að rífa kjaft þegar það á við, en þið eruð auðvitað með óbeit á öllu sem heitir íslenskt, þið esbingar.

    Marktækari? Svona eins og að segja að heilastarfsemi sé betri í esb-sinnum?
    Og ég skrifa ekki ummæli fyrir þig eða aðra esbinga, heldur hitt fólkið sem hefur ekki áttað sig á lygaáróðrinum sem tugginn er ofan í það af prosac-pakkinu sem þið eruð. Ég hef gefið upp alla von um að ykkur sé viðbjargandi. Það er meiri séns að lið eins og þú skráir sig úr þjóðkirkjunni en að skipta um skoðun á hinu háheilaga esb. Þannig að þú getur tekið allt væl um marktæki og troðið því líka.

    Vonandi hef ég skýrt mína afstöðu nægilega til að hún skiljist, en ég held ekki í mér andanum með fólk eins og þig.

  • Baldur Kristjánsson

    Málflutningur þinn er næstum því í lagi nema auðvitað vantar nafnið þannig að þess vegna gæti þetta bara verið raus úr tölvu. Kv. B

Höfundur