Fimmtudagur 26.01.2012 - 11:37 - Lokað fyrir ummæli

Meinfýsi, illgirni og hatur vaknar upp!

Það er furðulegt þetta hatur, meinfýsi og illgirni sem vaknar upp í mönnum slysist maður til að mæla ESB bót.  Þessi umræða framkallar það versta í fólki sama hvort um er að ræða svokallaða háttsetta stjórnmálamenn eða illa skrifandi unglinga.  Þetta er furðulegt í ljósi þess að hver einasta þjóð sem þar hefur inn gengið telur hag sínum betur borgið en ella enda er ESB fyrst og fremst bandalag utanum frjáls viðskipti en hefur einnig einbeitt sér að málum sem þjóðríkin hafa áhuga á í orði en síður á borði eins og mannréttindum (FRA) og réttindum neytenda.  Nú er svo að leiðirnar eru aðeins tvær sem hinn raunverulegi samtími bíður upp á.  Að vera innan bandalagsins með réttindum og skyldum sem því fylgja eða standa utan þess og beygja sig að samþykktum þess en vera áhrifalaus um þær. Þriðja leiðin er að vísu til að gefa lítið fyrir umhverfi sitt og fara ekki að leikreglum sem þar ríkja en við ættum að líta í eigin barm og skoða hvort við viljum eyða lífi okkar og barna okkar í slíkan barning og þá afhverju?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Ákvað þessi palli að stíga fram fyrir skjöldu og láta fyrirsögn pistilsins rætast á versta mögulega máta eða er hann kannski bara svona illilega truflaður á geði? Nú mun ég auðvitað fá gusu úr einhverju graftarkýlinu sem hann hefur á sálinni, en það verður bara að hafa það.

  • Baldur Kristjánsson

    Palli. Þú ættir að slaka á og skrifa svo undir fullu nafni. Þú yrðir marktækur maður fyrir vikið og væntanlega kurteisari. Kv. Baldur

  • Þú gætir náttúrlega tekið upp þá ritstjórnarstefnu, Baldur, sem Harpa Hreinsdóttir tók upp í hitamáli sem hún skrifar um þessa dagana. Það er að fleygja öllum ummælum fólks sem gerir ekki grein fyrir sér.

  • Baldur Kristjánsson

    Það er náttúrulega rétt. Mér bara leiðist umstangið jafnmikið og mér leiðist ókurteist fólk! Kv.

Höfundur