Laugardagur 28.01.2012 - 17:37 - Lokað fyrir ummæli

Hálfguðinn Ólafur- þorir enginn í hann?

 

Hvernig víkur því við að engin sæmilega hæf manneskja stígur fram í sviðsljósið, lýsir því yfir með þeim hætti að eftir verði  tekið að hún ætli að verða forseti Íslands.  Núverandi forseti hafi beðist undan því að vera áfram, hafi skilað eftirminnilegri forsetatíð og nú sé kominn tími fyrir nýja hugsun, nýja nálgun, nýja manneskju.  Í staðinn högum við okkur eins og Ólafur sé hálfguð en ekki bara klár persóna og þeir sem í íslensku samélagi hafa  gerst málaliðar fjarstöðu við heiminn, málsvarar krónunnar, tollamúra og hrunsafneitarar hafa í hópum farið niður á hnén og grátbeðið guðinn að vera áfram og fara þar samhnjáa gamlir framsóknarjálkar með þann fyndnasta í broddi fylkingar, sanntrúaðir frjálshyggjumenn einnig með þann fyndnasta í fararbroddi og  ófyndnir forystumenn sósíalista í landinu bláa upp úr miðjum síðasta áratug.

Getur verið að andverðleikasamfélagið hafi ekki framleitt í bunkum hæfileikaríkt fólk uppfullt af verðskuldugu sjálfstrausti sem gæti augljóslega tekið við eða hefur samfélagið tjaldað yfir slïkt fôlk og lyft upp á stökkpallana hæfilega getumiklu og þar með hættulitlu fólki?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Haukur Kristinsson

    Nordal, Eldjárn, Hafstein, Schram, Arnalds, Stephensen, Sivertsen, Blöndal…….halló, getum við ekki bara fengið einhvern Jón Jónsson?

  • Reynir Ingibjartsson

    Það gafst nú vel með Eldjárn

  • Guðmundur Þórarinsson

    Einar Karl, við höfum enga töfralausn á því.

    Sá sem við neyðumst til þess að kjósa verður að vera Homo Sapiens ekki satt?

    Við gætum allteins sagt að við þyrftum syndlausan mann í þetta embætti, veistu um einn slíkann?

    Hmmm….kosturinn við algert einveldi væri náttúrulega sá að við ættum mun auðveldara með að finna okkur blóraböggul ef eitthvað færi úrskeiðis hjá okkur. Þyrftum þá að reka þann varnagla við í stjórnarskránni að við mættum dæma hann til dauða ef hann misstigi sig eitthvað að ráði, það yrði fljótafgreiddara en að kjafta hann í hel.

    Svo værum við auðvitað laus við uppihaldið á restinni af liðinu, engir embættismenn og sligað stjórnkerfi, bara kóngurinn okkar og nýr IBM til að reikna fyrir hann helstu ákvarðanir.

    Eða þurfa kannski allir bara að fara að sjá að lífið snýst um að vera til fyrir aðra, ekki bara að bóna bossann sinn.

    Þá dettur mér bara einn í hug, það er Jesús Kristur.

Höfundur