Laugardagur 28.01.2012 - 17:37 - Lokað fyrir ummæli

Hálfguðinn Ólafur- þorir enginn í hann?

 

Hvernig víkur því við að engin sæmilega hæf manneskja stígur fram í sviðsljósið, lýsir því yfir með þeim hætti að eftir verði  tekið að hún ætli að verða forseti Íslands.  Núverandi forseti hafi beðist undan því að vera áfram, hafi skilað eftirminnilegri forsetatíð og nú sé kominn tími fyrir nýja hugsun, nýja nálgun, nýja manneskju.  Í staðinn högum við okkur eins og Ólafur sé hálfguð en ekki bara klár persóna og þeir sem í íslensku samélagi hafa  gerst málaliðar fjarstöðu við heiminn, málsvarar krónunnar, tollamúra og hrunsafneitarar hafa í hópum farið niður á hnén og grátbeðið guðinn að vera áfram og fara þar samhnjáa gamlir framsóknarjálkar með þann fyndnasta í broddi fylkingar, sanntrúaðir frjálshyggjumenn einnig með þann fyndnasta í fararbroddi og  ófyndnir forystumenn sósíalista í landinu bláa upp úr miðjum síðasta áratug.

Getur verið að andverðleikasamfélagið hafi ekki framleitt í bunkum hæfileikaríkt fólk uppfullt af verðskuldugu sjálfstrausti sem gæti augljóslega tekið við eða hefur samfélagið tjaldað yfir slïkt fôlk og lyft upp á stökkpallana hæfilega getumiklu og þar með hættulitlu fólki?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Sigurður Pálsson

    Þér er frjálst að bjóða þig fram krafta þína Baldur, ef þú þorir

  • Baldur Kristjánsson

    Þú værir betri!

  • Guðmundur Þórarinsson segir:

    ég myndi vilja sjá eftirmann hans á svipuðum nótum, bara mikið, mikið grimmari í því að framfylgja þeirri stefnu Ólafs að vera öryggisventill fyrir þjóðina gagnvart spilltum og hrokafullum embættismönnum og ráðherrum.

    Spurning hvort að við ættum ekki bara að leyfa Ólafi að tilnefna arftaka sinn með þessum formerkjum fyrir þjóðina.

    Nokkuð sérstakt að sjá menn stinga upp á EINVELDI í þessari umræðu. Kannski getum við breytt lýðveldinu í konungsríki og krýnt Ólaf sem konung yfir Íslandi??

    Ég spyr, hvaða töfralausn höfum við til að ekki kjósist í valdameira forsetaembætti en við höfum haft spilltur og hrokafullur einstaklingur?

  • Reynir Ingibjartsson

    Hvað er Salvör Nordal að hugsa?

Höfundur