Mánudagur 30.01.2012 - 09:34 - Lokað fyrir ummæli

Tekið undir með Lilju!

Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur.  Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu.  Réttlætinu er áfátt.  Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%.  Rök þeirra  sem þetta mæla eru sanngirnisrök.  Þessi aðgerð þarf ekki síst að ná til þeirra  sem fjárfestu af skynsemi í eigin íbúðarhúsnæði og hafa staðið í skilum. Og ræningjana þarf að elta uppi og gera þá að betri mönnum.  Það á ekki að líða það að þeir flækist um á lúxsusbílum og búi í glæsivillum.  Það er hins vegar gott í öllu fólki.  Þeir gætu orðið góðir bakarar og slökkviliðsmenn (með fullri virðingu fyrir þeim stéttum) svo vísað sé í Kardimommubæinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Pétur postuli

    Menn sem þekkja til mannréttindabaráttu
    og nálgast hlutina á siðrænan hátt
    hljóta og geta ekki annað en tekið undir

    með Lilju.

    Það sjá allir sanngjarnir og réttlátir menn.

Höfundur