Miðvikudagur 01.02.2012 - 17:17 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórn hristir af sér hrakspár!

Ríkisstjórnin á víst afmæli í dag. Hún er um margt merkileg. Hún
tekur við versta búi síðan í kreppu millistríðsáranna. Hún hefur  mátt búa við ósvífnasta umtal allra tíma. Hún er með fleirri útundansérhlaupara  en nokkur önnur ríkisstjórn. Hún kaupir sér ekki vinsældir með ábyrgðarleysi.  Hún er  að meirihluta til skipuð konum.  Forsætisráðherran er kona og það er í fyrsta skipti hér á landi.  Og það sem merilegast er:  Ríkisstjórnin er að hrista af sér allar hraksspár  og er að ná mjög góðum árangri. Er að standa sig mjög vel.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Hrekkjalómur

    Þetta er athyglisverð umræða. Það væri reyndar athyglisvert að vita hvernig önnur ríkisstjórn hefði glímt við endurreisn eftir hrun. Núverandi stjórn vinnur einna helst úr hlutum sem fyrri ríkisstjórn kom á, svosem gjaldeyrishöftum, samstarfi við AGS og Icesave samningum. Gjaldmiðill okkar er ónýtur sem þýðir að það koma engir fjárfestar inn í landið á meðan svo er – hér er fjöldi fjárfesta fastur á bak við gjaldeyrishöft. Stórframkvæmdir segja sumir. Já, einmitt! Það er einmitt það sem okkur vantar núna. Samninga um stórframkvæmdir þar sem við yrðum að gefa orkuna til að ná þokkalegum samningi.
    Held það sé nær að vinna úr stöðunni hér heima við áður en við gefum frá okkur Gulleggin.

    Hrekkjalómur

  • Pétur postuli

    Takk fyrir hlýleg orð í minn garð frá ríkisstarfsmanninum og safnaðar fé-hirðinum.

Höfundur