Mánudagur 30.01.2012 - 09:34 - Lokað fyrir ummæli

Tekið undir með Lilju!

Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur.  Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu.  Réttlætinu er áfátt.  Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%.  Rök þeirra  sem þetta mæla eru sanngirnisrök.  Þessi aðgerð þarf ekki síst að ná til þeirra  sem fjárfestu af skynsemi í eigin íbúðarhúsnæði og hafa staðið í skilum. Og ræningjana þarf að elta uppi og gera þá að betri mönnum.  Það á ekki að líða það að þeir flækist um á lúxsusbílum og búi í glæsivillum.  Það er hins vegar gott í öllu fólki.  Þeir gætu orðið góðir bakarar og slökkviliðsmenn (með fullri virðingu fyrir þeim stéttum) svo vísað sé í Kardimommubæinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Pétur postuli

    Guð hjálpi þér Pétur Páll og taktu nú postullegri kveðju um að örvilnast ekki.
    Gjör nú héðan í frá rétt og þol ei órétt
    og virtu það að allir vildu Lilju kveðið hafa … þá örvilnan af þeim bráði.

  • Pétur postuli

    Bið ég svo séra Baldur um að færa Pétri Páli, sem frú Jóhönnu, Nýja Testamenti
    sem leiðarljós til Nýja Íslands,
    svo þau sem villuráfandi sauðir megi komast úr sinni holtaþoku og mýrarljósum.

  • Hermann Ólafsson

    Daginn!
    Oftast er ég nú sammála þér Baldur, en ekki núna!

    Vera má að meira tilefni sé nú en við fyrri verðbólguskot að fara í einhverskonar skuldaniðurfærslu,- eða öllu heldur skulatilfærslu. En „ræningjarnir“ sem þú nefnir, þ.e. þeir sem hafa tekið yfir hugsanlegan eignahlut fólks í íbúðarhúsnæði, eru ekki einhverjir útrásarvíkingar, allavega ekki í mínu tilfelli, heldur Lífeyrissjóðurinn minn og íbúðarlánasjóðurinn (minn!).

    Ég tel mig hinsvegar ekki eiga neinn sérsstakan rétt á skuldaniðurfærslu gagnvart þessum sjóður, þeir lánuðu mér gegn því að ég myndi taka á mig verðbólguskot framtíðarinnar og það hef ég gert nú sem fyrr.

    Meðan við kjósum yfir okkur þetta krónu-hagkerfi, og þá stjórnmálaflokka sem því halda til streytu, þá verðum við einfaldlega að taka á okkur gallana við kerfið líka, ekki bara kostina. Ég veit líka að á næstu árum mun íbúðaverð hækka talsvert einfaldlega vegna þess að byggingakostnaður er mun meiri en íbúðaverð gefur tilefni til, og þá munu margir fá talsverðan hluta að eignahlut sínum til baka.

    Ps. svo vitum við báðir hver endanlega lausnin við gengisfellingum og verðbólguskotum framtíðarinnar er.

Höfundur