Miðvikudagur 25.01.2012 - 21:26 - Lokað fyrir ummæli

Íslenskir heilar eflast í ESB þátttöku!

Vegna samskipta við útlönd hafa framfarir orðið á Íslandi.  Þangað sækja menn menntun, reynslu, yfirsýn, læra vinnubrögð. Helstu nútímaleiðir eru háskólanám, tímabundnar atvinnuferðir og ferðir á ráðstefnur, þátttaka í nefndum og ráðum einkum í stjórnsýslu og vísindum. Þúsundir Íslendinga  öðlast nýja reynslu, ný sjónarhorn og kannski fyrst og síðast fá tímabundið nauðsynlega fjarlægð á land sitt og þjóð, kynnast fólki, mynda sambönd. Þáttaka í viðfangsefnum á vettvangi EES og ESB er kærkomin viðbót fyrir bæði einstaklinga og þjóð.

Sagt hafa mêr Eistar að ekki sé sístur ávinningur þjóðar þeirrar af þátttöku í ESB hversu duglegir Þeir hafa verið að taka  þátt í starfi ESB, bæði í nefndum og því að sækja um auglýst störf. Þarna hafa opnast miklir möguleikar fyrir einstaklinga og skilar sér inn í þjóðfélag Eista með margvíslegum hætti. Það sama gildir um erlenda samvinnu Íslendinga á vettvangi ESB og annarsstaðar. Að tala hana niður sæmir ekki.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Halldór Halldórsson

    Eftir að hafa heyrt/séð prédikun Baldurs Kristjánssonar um að leið ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms væri þjóðinni sams konar leiðarljós eins og gafst þeim sem voru í sjávarháska í gegnum brimskaflinn fyrir utan Strandarkirkju; kemur manni lítt á óvart! Ég verð þó að viðurkenna að það kom mér í opna skjöldu að Baldur fer nú beina leið í „alhæfingar“ á borð við þetta! Eftir að hafa lesið töluvert um sögu síðustu aldar finnst mér „Íslenskir heilar eflast í ESB þátttöku!“ vera beint úr bókum Hitlers!

  • Baldur Kristjánsson

    Þakka þér fyrir notalegt innlegg Halldór minn. Þú ert greinilega yndislegur maður!

  • Baldur Kristjánsson

    En samt svolítið hvimeiður hatari!

  • Baldur Kristjánsson

    Hvernig fyndist þér Halldór ef þú bloggaðir þér til hugahægðar og ánægju ef það kæmi alltaf einhver maður sem þú þekkir ekki neitt og er þér óvinsamlegur og er með atvinnróg og annað skítlegt í þinn garð sífellt. Fyndist þér það gaman eða ertu sykkópati sem ekki getur sett þig í spor annarra. Ánægja mín yfir því að hafa sett saman pistil hvefur eins og dögg fyrir sólu þegarvég sé þessa rætni þína í minn garð og við tekur leiði. Ertu ánàgður með það? Á ég að òska þér tilhamingju?
    Annað. Upplifir þú bloggið þannig að þú eigir að sitja um menn á þeirra eigin vefsvæði og þú eigir að leitast við að gera lítið úr þeim?
    Ég vinsamlega bið þig að koma ekki oftar inn á mína síðu. Velja þér önnur viðfangsefni. Kv. Baldur
    P.s. Því ég vil ekki loka síðunni minni fyrir athugasemdum eins og margir hafa orðið að gera einmitt út af mönnum eins og þér.
    Ps. Og þetta með prédikunina. Þú greilega hefur ekki tök á blæbrigðum málsins, líkingum og öðru slíku.

Höfundur