Laugardagur 21.01.2012 - 12:09 - Lokað fyrir ummæli

Skeyta hvorki um skömm né heiður

 Ef íslendingar hefðu næma réttlætiskennd eða væru menn réttlætis hefðu þeir kært úrslit leiksins gegn Slóvenum og ef þeirri kæru hefði verið verið vísað frá hefðu þeir átt að bjóða Norðmönnum sætið í milliriðli.  Með þeim hætti hefðu Íslendingar komið fram sem alvöruþjóð, sýnt af sér óvænta reisn.Vissulega voru það Slóvenar sem svindluðu á lokamínútum leiks og við, í hita leiksins, gátum ekki annað en klárað leikinn  af fullum krafti. Þeir sem skeyta hvorki um skömm og heiður munu segja að ekki sé að vita að hefðum náð þessum úrsltum hvort sem var en innst inni vitum við að það var harla ólíklegt. Eftir stendur að við högnuðust á svindli Slóvena og við ættum ekki að taka  út þann hagnað.

 

Svo borgar heiðarleiki sig. Hagnaðurinn felst í aukinni virðingu

.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Leikreglurnar bjóða upp á svona poker. Óþarfa umræða.

  • Þú misskilur þetta Baldur.

    Þetta snýst um að ná hagstæðum úrslitum. Yfirburðir Slóvena voru slíkir að þeir gátu náð þeim úrslitum sem þeir vildu á heiðarlegan hátt. Það væri hins vegar óheiðarlegt ef við hefðum af þeim stigin og kæmum Norðmönnum (sem við unnum) að með plotti að hætti íslenskra stjórnmálamanna.

  • Auðvitað er aumt að komast svona áfram…

    En svona þegar pirringurinn er runnin af þá er einfaldlega ekkert að kæra því engar reglur voru brotnar og það er einfaldlega ekki í boði að gefa eftir sæti í milliriðli.. jafnvel þó vilji væri fyrir hendi þá er það ekki hægt.

    En vandamálið er ekki klemma Slóvena – sem varla var hægt að ætlast til að gerðu sjálfum sér óleik – heldur reglur keppninnar.

    Þessar reglur þarf að laga fyrir næsta mót.

  • Ekkert svindl hér, thetta má og er mjög taktízkt.

Höfundur