Laugardagur 21.01.2012 - 12:09 - Lokað fyrir ummæli

Skeyta hvorki um skömm né heiður

 Ef íslendingar hefðu næma réttlætiskennd eða væru menn réttlætis hefðu þeir kært úrslit leiksins gegn Slóvenum og ef þeirri kæru hefði verið verið vísað frá hefðu þeir átt að bjóða Norðmönnum sætið í milliriðli.  Með þeim hætti hefðu Íslendingar komið fram sem alvöruþjóð, sýnt af sér óvænta reisn.Vissulega voru það Slóvenar sem svindluðu á lokamínútum leiks og við, í hita leiksins, gátum ekki annað en klárað leikinn  af fullum krafti. Þeir sem skeyta hvorki um skömm og heiður munu segja að ekki sé að vita að hefðum náð þessum úrsltum hvort sem var en innst inni vitum við að það var harla ólíklegt. Eftir stendur að við högnuðust á svindli Slóvena og við ættum ekki að taka  út þann hagnað.

 

Svo borgar heiðarleiki sig. Hagnaðurinn felst í aukinni virðingu

.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Ómar Kristjánsson

    þetta með heiðarleikann og hvort hann borgi sig, að þá er eg helst á því að heiðarleiki borgi sig yfirleitt á svo löngum tíma að fólk tekur oft ekki eftir því. Langtímahagsmunir. Mannshugurinn er í nútímanum svo bundinn við skammtíma. Þ.e. ef það gerist ekki á 5 mínútum – þá er það ekki til eða einskis virði.

    Auk þess skapar þetta vont karma.

    En með leikinn þarna, að þá var það þannig sýndist manni, að talað var við beinlínis leikmenn íslands í leikhléinu 1 mín. fyrirleikslok Íslendingum var sagt að Slóvenar ætluðu að hleypa þeim innúr horninu. Svo fer íslendingur innúr horninu, slóvenski markmaðurinn stóð eins og spýta – heyrðu! Íslendingum tókst að klúðra því! Skat beint í markmanninn. Markmaðurinn neyddist til að verja útí teyginn þar sem einhver nóði boltanum og tókst að koma honum á markið. Ekki fyrða þó munnvik slóvenska markvarðarinns hafi náð út að eyrum.

  • Ingvar Brynjólfsson

    En þurfa þá ekki Íslendingar að segja sig frá keppninni allri og handbolta yfirleitt? Regluverkið er og var þekkt, og ef menn vilja ekki fara að reglum, eftir á, vegna þess að réttlætiskennd er misboðið, er að verða vandlifað sýnist mér.
    Eins leyfi ég mér að spyrja hví hægt er að setja svo marga undir einn hatt, vegna aðgerðaleysis svo fárra. Eða hverra var að kæra úrslitin, og hví eru allir íslendingar þeirra sök seldir?
    Og má þá ekki með sömu rökum halda því fram að norska landsliðið ætti ekki að fá að halda áfram í riðlakeppnina því Norðmenn hafa sagt að þeir hefðu brugðist við eins og Slóvenar ef væru í sömu sporum.

  • Þetta er spurning ef þú stendur fyrir framan markið og veist að ef þú skorar mark þá tapar þú á því, eða ef þú ert í marki og veist að ef þú verð þá tapar þú á þvíþ Er ekki mnálið að fá fram sem hagstæðust úrslit fyrir sitt lið og á meðan það er þá er erfitt að banna það eða refsa fyrir það og hver ætlar að sanna þenna og hver á að ákveð hvort menn eiogi að verja eða skora mörk eða ekki

  • Alveg rétt, þetta var svindl og ég tek undir að Ísland ætti amk að gera athugasmed. Íslenska liðið á ekki erindi í framhaldið, vegna þess að liðið stenst ekki samkeppnina að þessu sinni. Sóknin er í lagi en vörn og markvarsla ekki. Ísland heim.

Höfundur