Föstudagur 20.01.2012 - 15:01 - Lokað fyrir ummæli

Bjarni Ben. tapar umræðunni!

Ég horfi með hryllingi til elliáranna og eftir daginn ákveðinn í að fresta þeim sem lengst. Ég ákvað nefnilega að horfa á umræðuna um tillögu Bjarna Benediktssonar slïkt horf mun vera helsta iðja ellibelgja. Þó uppgötvar maður ýmislegt: Árni Þór er betri en maður hélt. Þór Saari er beittasti hnífurinn í skúffunni. Karlar leika aðalhlutverkið á Alþingi. Gunnar Bragi ætti að vera í Sjálfstæðisflokknum. Ólöf Nordal talaði með hrokafullum hætti til Lúðvíks Geirssonar og hefur ekki efni á því og….þetta mál á ekkert erindi inn á Alþingi.  Kaupi ég ekki rök Atla Gíslasonar að enn og aftur þurfi hann og samþingsmenn hans að fara að velta við öllum steinum eins og hann orðar það. Menn verða bilaðir ef þeir setja sêr ekki mörk í steinaveltingi.  Og það stenst ekki skoðun, eins og umræðan er að leiða í ljós að, Alþingi sé að skipta sér af ferli þessa máls.  Það er og á að vera úr þess höndum.

Og frávísunartillaga er ágæt. Um hana verða ekki greidd atkvæði fyrr en eftir ítarlega 1. umræðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Ég kaupi þetta ekki kæri Baldur. Ákæran á hendur Geir er ekki uppgjör á hruninu !

    Menn geta skammast sín að halda það að það verði 1000 x betra Ísland ef Geir verður sakfelldur ?

    Þetta er algjörlega ógeðfellt að hálfu flestra samfylkingarmanna að voga sér að draga hann einan fyrir landsdóm í upphafi en það kom ekki til greina að þeirra ráðherrar færu þangað eða hvað þeir eru fljótir að „gleyma“ eða þykjast ekki muna að ÞIÐ ERUÐ PARTUR AF PROGRAMMET OG HLUTI AF HRUNSTJÓRNINNI- SKAMMIST YKKAR, HÍFIÐ UPPUM YKKUR BUXURNAR OG KOMIÐ LANDINU UPPÚR ÞESSU BÖLÆÐI SEM ER Í GANGI HÉRNA.

    Áfram Ísland 😉

  • Baldur Kristjánsson

    Pétur Páll! Þennan tón kann ég við. Kv. Baldur

  • Jón Halldór

    Sammála Baldri. Er samt hugsi yfir að það er þetta mál sem heitast brennur á Sjálfstæðisflokknum í dag. Lítt dulbúnar hótanir um pólitísk réttarhöld yfir Jóhönnu og Steingrími eru afar áhugavert innlegg.

Höfundur