Föstudagur 20.01.2012 - 15:01 - Lokað fyrir ummæli

Bjarni Ben. tapar umræðunni!

Ég horfi með hryllingi til elliáranna og eftir daginn ákveðinn í að fresta þeim sem lengst. Ég ákvað nefnilega að horfa á umræðuna um tillögu Bjarna Benediktssonar slïkt horf mun vera helsta iðja ellibelgja. Þó uppgötvar maður ýmislegt: Árni Þór er betri en maður hélt. Þór Saari er beittasti hnífurinn í skúffunni. Karlar leika aðalhlutverkið á Alþingi. Gunnar Bragi ætti að vera í Sjálfstæðisflokknum. Ólöf Nordal talaði með hrokafullum hætti til Lúðvíks Geirssonar og hefur ekki efni á því og….þetta mál á ekkert erindi inn á Alþingi.  Kaupi ég ekki rök Atla Gíslasonar að enn og aftur þurfi hann og samþingsmenn hans að fara að velta við öllum steinum eins og hann orðar það. Menn verða bilaðir ef þeir setja sêr ekki mörk í steinaveltingi.  Og það stenst ekki skoðun, eins og umræðan er að leiða í ljós að, Alþingi sé að skipta sér af ferli þessa máls.  Það er og á að vera úr þess höndum.

Og frávísunartillaga er ágæt. Um hana verða ekki greidd atkvæði fyrr en eftir ítarlega 1. umræðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Ólafur Adolfsson

    Það sem er svo skemmtilegt, (og það hef ég sjálfur gert oftar en ég vil kannast við) þegar menn af ástríðu taka eingöngu afstöðu til mála og málefna út frá því í hvaða liði þeir eru, þá verða þeir þegar tíminn líður fullkomlega meðvitaðir um að þeir hafi gert sig að algjörum fíflum. Þeir sem taka sig alvarlega læra af slíkum mistökum en því miður ekki alls ekki allir.

  • Halldór Halldórsson

    Réttlætið sigraði að lokum 31 – 29! Málið fær nú að koma fyrir nefnd sem að vísu er yfirgengilega þung af „ranglætis“-fólki. Ætli það verði svæft?

  • Baldur Kristjánsson

    Slakaðu nú á Halldór minn!

  • Pétur Páll

    Varstu að horfa á þetta ruglað? Þór Saari beittasti hnífurinn í skúffunni! Mér fannst Þór vera lang, lang minnst gáfulegur í þessari umræðu, eins og hann er oftast og Árni Þór, sjálfumglaður gróðapungur úr SPRON æfintýrinu, hann á að skammast sín og segja af sér á hverjum degi. Ekki upplifði ég hroka hjá Ólöfu nema síður sé – en við verðum ekki sammála um neitt sýnist mér og það er allt í lagi.

Höfundur