Færslur fyrir janúar, 2012

Þriðjudagur 17.01 2012 - 11:46

Formaður Framsóknar og gegnsæið!

Það skrifast sennilega  á bernsku formanns Framsóknarflokksins þegar hann heldur því fram (á þingfundi) að leyndarhyggja og ógegnsæi hafi aldrei verið eins mikil og í tíð núverandi ríkisstjórnar.  Sá sem heldur slíku fram hefur ekki lifað lengi eða ekki fylgst mikið með.  Greinilega nývaknaður og skal honum virt það til vorkunnar.  Leyndarhyggja, ógagnsæi og þöggun hefur […]

Fimmtudagur 12.01 2012 - 08:23

Vesæl ríkisstjórn?

Ég var einu sinni samferða Vilhjálmi Egilssyni í flugvél og þetta virtist hógvær og geðugur maður og það er hann örugglega prívat og persónulega.  Þessi sami maður er í fjölmiðlum fastagestur sem fulltrúi atvinurekanda og satt að segja ofbýður mér talsmátinn þegar hann velur lýsingarorð þeirri ríkisstjórn sem hann er að semja við og hefur […]

Mánudagur 09.01 2012 - 14:02

Jón Ísleifsson

Það er eitthvað  að í kirkju sem lætur annað eins viðgangast og það sem átti sér stað norður í Árnesi og við urðum vitni að í heimildarmyndinni Jón og séra Jón í sjónvarpinu í gær.  Jón Ísleifsson, höfðuðersóna myndarinnar er ljúfur drengur með góða og mikla eðliskosti.  Hann er hins vegar augljóslega haldinn einhverju afbrigði […]

Sunnudagur 01.01 2012 - 18:04

Zero tolerance

Knattspyrnuspekingar fimbulfamba um að ýmislegt sé nú sagt í boltanum og að viss orð séu nú bara vinsamleg í Urugvaí. Nú síðast Eggert kexsali í messunni. Samkvæmt skýrslu enska knattspyrnusambandsins, sem m.a. Kallaði til urugaiska fræðimenn leikur enginn vafi á neikvæðri merkingu orða Zuares. Og mörkin liggja við núllið. Bretinn veit hvað hann er að […]

Sunnudagur 01.01 2012 - 14:02

Ólafur undir sama þak og Jimmy Carter og Bill Clinton!

Ólafur Ragnar ætlar ekki bara að hætta. Hann ætlar að ganga inn undir sama þak og Jimmy Carter, Al Gore, Bill Clinton, Vigdís Finnbogadóttir og fleiri stórmenni. Verða frægur og öflugur fyrrverandi sem lætur sig varða stærstu hagsmunamál mannkyns. Það fólk sem ég nefndi er allt orðið stærra en embættið sem það gegndi og Ólafur […]

Höfundur