Fimmtudagur 12.01.2012 - 08:23 - Lokað fyrir ummæli

Vesæl ríkisstjórn?

Ég var einu sinni samferða Vilhjálmi Egilssyni í flugvél og þetta virtist hógvær og geðugur maður og það er hann örugglega prívat og persónulega.  Þessi sami maður er í fjölmiðlum fastagestur sem fulltrúi atvinurekanda og satt að segja ofbýður mér talsmátinn þegar hann velur lýsingarorð þeirri ríkisstjórn sem hann er að semja við og hefur dregið okkur upp út drulludýkinu sem samherjar hans og hugsjónabræður sökktu okkur í.  Vesæla ríkisstjórnin er nýjasta heitið yfir þessa ríkisstjórn sem ber höfuð og herðar yfir þá stjórnir sem hann hefur ætíð kosið, valið, dýrkað og dáð.  Það er  athugunar virði hvort ekki ætti að setja ,,bíp“ á svona talsmáta líkt og gert er þegar ,,fuck“ er notað á virðulegum sjónvarpsstöðvum. Raunar gefur samloka hans Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ honum lítið eftir, jafndramatískur á stundum og mættu báðir muna hvað þeir voru kurteisir hér fyrrum. Báðir mættu þessir menn minnast þess í mælsku sinni að þeir taka þátt í því að móta orðaheim og lífsskilning barna sem fullorðinna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Birgir, þú hlýtur að vera stoltur af að vera sam-stuðningsmaður LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins svo ég tali nú ekki um viðskiptaráðs? En hvað ætli þessir aðilar hafi átt stóran hluta af þeim ósköðum sem ollu hruninu?

  • Ég get nú eiginlega ekki tekið undir þetta hjá þér. Mér finnst þetta frekar kurteislega orðað þegar verið er að tala um að svíkja loforð. (Því hefur ekki verið mótmælt.) Ekki ókurteisara en orðalag þitt um fyrri ríkisstjórn og hennar verk. En takk fyrir margan góðan pistilinn!

  • Sjallar halda að þeir séu að fara að vinna næstu kosningar! Þeir munu fá einn jafn fastan á kjammann og þessi Vesæla ríkisstjórn.

  • Villi „alls staðar“ undirstrikar hversu miklir pilsfaldakapítalistar umbjóðendur hans eru. Hann talar síellt um að það vanti fjárfestingar og það sé ríkisstjórninni að kenna. Ég hélt að atvinnurekendur ættu að standa fyrir fjárfestingum, nóg er af fjármagninu í landinu bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Hvar er frumkvæðið Villi?

Höfundur