Þriðjudagur 17.01.2012 - 18:03 - Lokað fyrir ummæli

Ævilangt óuppgerður Geir!

 

Var að lesa Ögmund. Sammála honum í því að vafasamt hafi verið að draga Geir einan fyrir Landsdóm. Ósammála því að Alþingi eigi að draga ákæruna til baka. Úr því sem komið er er bara ein leið fær: Að Landsdómur, sem er úrvalshópur lögspekinga, leggi  dóm á það hvort um ásetningafbrot eða andvaraleysi var að ræða.  Skeri úr um  sekt eða sýknu.  Dragi Alþingi ákæruna til baka verður vafinn veganesti okkar. Hrunið verður ómeðhöndlað mein í þjóðarlíkamanum og Geir. H. Haarde lifandi draugur í samfêlagi sínu.  Ævilangt óuppgerður Geir.

Þeir einu sem hagnast verða þeir sem lögðu vandræðin sem leiddu til hrunsins upp fyrir Geir og komu í þokkabót  í veg fyrir það að hann reyndi að greiða úr þeim hvað þá meir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Vigfús Magnússon

    Tek undir hvert orð Péturs.

    Skil raunar ekki hvers vegna Geir vill forðast að fá niðurstöðu í mál sitt. Hann talar um póitísk réttarhöld. Er Landsdómur pólitískur í hans augum?

  • Sigmar Þormar

    Virkilega flott hjá þér Baldur. Ég veðja nú á draugaveröld 21.aldar. Ekkert Landsdómsmál. Það tekur enginn á sig ábyrgð, kóað er með allskonar rugli. Við komumst fljótt upp úr fjármálakreppunni en seint út úr kreppu íslensks hugarfars.

Höfundur