Þriðjudagur 17.01.2012 - 18:03 - Lokað fyrir ummæli

Ævilangt óuppgerður Geir!

 

Var að lesa Ögmund. Sammála honum í því að vafasamt hafi verið að draga Geir einan fyrir Landsdóm. Ósammála því að Alþingi eigi að draga ákæruna til baka. Úr því sem komið er er bara ein leið fær: Að Landsdómur, sem er úrvalshópur lögspekinga, leggi  dóm á það hvort um ásetningafbrot eða andvaraleysi var að ræða.  Skeri úr um  sekt eða sýknu.  Dragi Alþingi ákæruna til baka verður vafinn veganesti okkar. Hrunið verður ómeðhöndlað mein í þjóðarlíkamanum og Geir. H. Haarde lifandi draugur í samfêlagi sínu.  Ævilangt óuppgerður Geir.

Þeir einu sem hagnast verða þeir sem lögðu vandræðin sem leiddu til hrunsins upp fyrir Geir og komu í þokkabót  í veg fyrir það að hann reyndi að greiða úr þeim hvað þá meir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Algerlega sammála þessu.

  • M Bjarnason

    = Zombie á útlensku

  • Ögmundur sýnir okkur hvernig hægt er að verða að ómerkilegur froðusnakkur !

    Einu sinn i var þessi Ögmundur talin til einhverra verka, annara en að ganga í lið með hrunverjum í sjálfstæðisflokknum !

    Munið bara að hrækja þegar þið mætið þessum Ögmundi !!!

  • Þessi afstaða, að það sé óréttlátt að stefna Geir einum, lýsir skilningsleysi á inntaki málsins. Landsdómur er ekki hefðbundinn glæpamannadómstóll eins margir virðast álíta. Landsdómi má rétt eins líkja við sjópróf. Þegar alvarlegur atburður gerist úti á sjó er það rannsakað fyrir dómi þar sem skipstjórinn og aðrir sem að málinu koma eru kallaðir til upplýsinga og ábyrgðar. Komist er að því hvort skipstjórinn eða aðrir hafi gert mistök eða sýnt af sér vanrækslu. Þjóðarskútan strandaði og það er afar mikilvægt að öllum hliðum þess máls sé velt upp fyrir Landsdómi. Þjóðin á heimtingu á því og aðeins þannig getur hún dregið skynsamlegan lærdóm af hruninu, framtíðarinnar vegna. Geir var forsætisráðherra þegar efnahagshrunið átti sér stað. Hann kemur fyrir Landsdóm sem „skipstjóri“ aðrir verða kallaðir fyrir réttinn eins og þurfa þykir.

Höfundur