Sunnudagur 05.03.2017 - 16:47 - Lokað fyrir ummæli

Meira um ECRI

Í ECRI er einn fulltrúi frá hverju ríki Evrópráðsins. Þeir eiga að hafa þekkingu á málaflokknum og vera kunnir af því að vera siðferðilega ábyrgir menn í sínum löndum. Undirritaður var skipaður í ECRI af íslenkum stjórnvöldum 1997 og hefur verið endurskipaður tvisvar síðan og hafa komið að því ráðherrar ýmissa flokka eftir að hafa kannað ytra hvernig fulltrúanum gangi. Eftir skipun eiga fulltrúar að vera sjálfstæðir. Undirritaður hefur verið virkur innan nefndarinnar, varaforseti í sex ár, í stjórn hennar eitthvað lengur, leitt nefndir um sérstakar ráðleggingar til aðildarríkja sem nefndin hefur gefið út og verið í fjórtán sendinefndum til ríkja og þar með beinan þátt þátt í að semja 14 skýrslur. Í nefndinni er nú mikið af alþjóða lögfræðingum, hàskólaprófessorum, umboðsmönnum minnihlutahópa en einnig blaðamenn, félagsfræðingar og fôlk án sērstaks bakgrunns. Starfsmenn ráðuneyta og slíkir mega ekki vera, ákvæði sett til að auka sjálfstæði ECRI. Þegar undirritaður var skipaður var hann nýkominn frá framhalsnámi í Harvad og hélt á Mastersgráðu í Siðfræði ( frá Harvard divinity school). Starfsmenn nefndarinnar sex til níu talsins eru flestir fjöltyngdir alþjóða lögfræðingar eða fólk með hliðstæða menntun, ákaflega hæft lið sem gaman er að vinna með.

Segja má að ráðherrar Evrópuráðsins hafi sett þessa nefnd upp til þess að hafa eftirlit með eigin ríkjum, sjá það besta út í löggjöf, vara við fordómafullum tihneigingum í rīkjum, reyna að efla það sem vel er gert. Á þessum aldarfjórðungi sem nefndin hefur starfað hefur löggjöf og starfsaðferðum fleygt fram á þessu sviði og samræmst ekki síst fyrir tilstuðlan nefndarinnar. Fyrir nokktum árum var ECRI einnig falið að taka á málefnum er snerta LGBT manneskjur (lesbian, gay, bisexual and transgender) og hefur gert svo í síauknum mæli.

Skýrslur ECRI hafa með tímanum unnið sér sess innan Evrópuráðsins sem einstaklega vandaðar og vel unnar skýrslur. ECRI er nefnd sett upp af Ráðherranefnd Evrópuráðsins 1993 með því markmiði að vinna gegn rasisma, skorti á umburðarlyndi, múslimafóbíu, gyðingaandúð, útlendingahræðslu o.s.fr. í ríkjum Evrópuráðsins sem eru 47. ECRI hefur farið ýmsar leiðir í þessari viðleitni sinni þær helstar þó að gefa út stefnumarkandi leiðbeiningar um það hvernig best sé að haga löggjöf og stjórnsýslu í málefnum er snerta minnihlutahópa svo og að gera skýrslur um hvert land á fjögurra til fimm ára fresti. Þessar skýrslur eru unnar upp úr gífurlegu magni af heimildum. Tveir/ þrír frá ECRI fara til viðkomandi lands og ræða jöfnum höndum við ýmsa fulltrúa stjórnvalda og fulltrúa minnihlutahópa, blaðamenn, háskólaprófessora, rithöfunda og alltaf leigubílstjóra. þessir fundir geta hæglega orðið þrjátíu til fimmtíu. Skýrslan er svo rökrædd af allri nefndinni, sîðan send stjórnvöldum til gagnrýni, þýdd og gerð opinber og eru þá gjarnan liðnir sex mànuðir frá samþykkt.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur