Laugardagur 04.03.2017 - 14:07 - Lokað fyrir ummæli

Um ECRI

Vegna misvísandi ummæla um ECRI ( Nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum o.fl. ) tel ég rétt, sem innanbúðarmanni, að gefa nokkrar upplýsingar sem munu birtast í þessari og næstu færslum)

Skýrslur ECRI hafa með tímanum unnið sér sess innan Evrópuráðsins sem einstaklega vandaðar og vel unnar skýrslur. ECRI er nefnd sett upp af Ráðherranefnd Evrópuráðsins 1993 með því markmiði að vinna gegn rasisma, skorti á umburðarlyndi, múslimafóbíu, gyðingaandúð, útlendingahræðslu o.s.fr. í ríkjum Evrópuráðsins sem eru 47. ECRI hefur farið ýmsar leiðir í þessari viðleitni sinni þær helstar þó að gefa út stefnumarkandi leiðbeiningar um það hvernig best sé að haga löggjöf og stjórnsýslu í málefnum er snerta minnihlutahópa svo og að gera skýrslur um hvert land á fjögurra til fimm ára fresti. Þessar skýrslur eru unnar upp úr gífurlegu magni af heimildum. Tveir/ þrír frá ECRI fara til viðkomandi lands og ræða jöfnum höndum við ýmsa fulltrúa stjórnvalda og fulltrúa minnihlutahópa, blaðamenn, háskólaprófessora, rithöfunda og alltaf leigubílstjóra. þessir fundir geta hæglega orðið þrjátíu til fimmtíu. Skýrslan er svo rökrædd af allri nefndinni, sîðan send stjórnvöldum til gagnrýni, þýdd og gerð opinber og eru þá gjarnan liðnir sex mànuðir frá samþykkt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur