Mánudagur 25.07.2011 - 10:13 - Lokað fyrir ummæli

Tjáningafrelsi án skilyrða er marklaust!

Í tillögum stjórnlagaráðs sakna ég banns við hatursáróðri/ræðum.  Heimild til slíks á að vera í stjórnarskrá. Einnig þarf heimild til að banna félagasamtök sem hafa kynþáttahatur/ofbeldi á stefnuskrá sinni og vefsíður sem leyfa slíkt.  Þar þarf þverþjóðlegt samstarf.  Banna á prentun og útgáfu á efni sem elur á kynþáttahatri/ofbeldi.  Í þessum efnum ættum við að ganga í smiðju til Þjóðverja.  Nýjustu hörmulegir atburðir í Noregi ættu að verða til þess að menn litu til ráðlegginga Evróðuráðsins, í mynd ECRI, í þessum efnum.

Annars votta ég Norðmönnum mína dýpstu samúð og sendi vinum mínum þar sérstakar samúðarkveðjur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Þegar leiðtogi samtaka segir eitthvað eins og:

    ‎“Hver er framtíð kristni? Hvað um niðja okkar, börn okkar og afkomendur? Hver verður þeirra trú? Mun Islam leggja álfuna undir sig? Kristni hopar í Evrópu. Fyrir Islam og fyrir guðleysi og tómhyggju. Hvað þarf til að snúa þeirri þróun við? Eða er okkur alveg sama? Ég vona ekki.“

    Ætti þá að banna samtökin? Sekta leiðtogann?

    Ég skil ekki hvar mörkin liggja.

  • Neðsta línan átti að standa sér.

    „Ætti þá að banna samtökin? Sekta leiðtogann?Ég skil ekki hvar mörkin liggja.“

  • Teljist thessi ræda auka líkur á ad muslimar yrdu ofsóttir thá myndi hún teljast hatursræda. Thessi myndi nú ekki falla undir thad. Thad thyrfti ad gefa betur í. Bkv. baldur

  • Julian Isaacs

    Quis custodiet ipsos custodes? you Baldur?

Höfundur