Miðvikudagur 06.07.2011 - 10:30 - Lokað fyrir ummæli

Ekki þegja yfir kynferðislegu ofbeldi!

Líf Hjördísar Sveinbjörnsdóttur sem andaðist 1. Júlí 2009 var bæði harmsaga og gleðisaga.  Harmsaga vegna ömurlegra aðstæðna í æsku sem leiddu til andláts föður hennar og sárrar fátæktar móður með stóran barnahóp og svo vegna misþyrmingar sem hún varð fyrir og leiddi til þess að hún varð alltaf sem stórt barn.  Gleðisaga vegna þess að til er gott fólk – á Blesastöðum á Skeiðum er einkarekið heimili sem Ingibjörg Jóhannsdóttir stofnaði. Í skjóli Ingibjargar og fjölskyldu hennar naut Hjördís einstakrar elsku og átti hamingjurík efri ár.   Hún var líka einstaklega skemmtileg og góð manneskja.

Fátæktinni í Reykjavík millistríðsáranna skulum við ekki gleyma. Hún átti rætur sínar í bágum efnahag þjóðar en einnig ömurlegri misskiptingu. Lýsing  Haraldar Sveinbjörnssonar bróður Hjördísar er átakanleg: ,,ekknastyrkurinn dugði ekki fyrir mat og hún var að reyna að vinna úti frá börnunum, þurfti þá að skilja þá eftir ein og fá lánað hjá kaupmönnum.  Húsnæðið var kalt, aðeins hiti frá kolaeldavél í eldhúsinu, herbergin ísköld. Útikamar eins og um alla Reykjavík.  Vatnssalernin voru komin það var bara engin viðleitni hjá mönnum að innleiða þau.“

Í þessari Reykjavík fátæktar og framtaksleysis þreifst margt sem við eigum að vita um. Misnorkun á börnum og fullorðnum, mannshvörf algeng, drykkja mikil.  Fátæktin í Reykjavík þessara ára var eiginlega ólýsanleg.  Ekkjur mjög margar vegna sjóslysa. Unga konu veit ég um sem gat bara lesið við skímu af útliljósi við glugga. Fólk þekki ég sem svalt heilu hungri.  Feður sem komu grátandi heim eftir að hafa beðið í röð niðrá á kaja klukkustundum saman í frostkulda eftri uppskipun og sendir heim. Fátæktin var miklu meiri en t.d. á Höfn þar sem ég þekki vel til.  Á litlum stöðum voru úrræðin til sjálfsbjargar meiri, samhjálpin sennilega ríkari.

Í minningarorðum er leitast við að draga fram lífshlaup manneskjunnar og aðstæður hennar og staldra við atburði er varpa ljósi á líf viðkomandi. Ekki er þagað yfir kynferðislegu ofbeldi eða öðru ofbeldi allt í samráði við aðstandendur þó.  Ofbeldi sem leiðir til dauða eða varanlegrar fötlunar má þó aldrei liggja í þagnargildi.  Ég bara vona að allir eða nær allir séu sammála mér um það.

Athugasemdir á facebook takk.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Sæll Baldur. Þar sem þú álítur að ég misskilji málið en ég hef engin rök séð fyrir þeirri skoðun enn, bið ég þig að útskýra nánar í hverju sá misskilningur liggur. Ég varpa þessum spurningum fram hér: http://www.norn.is/sapuopera/2011/07/eg_misskildi_sera_baldur.html

    Þórður, það gætir ákveðinnar tilhneigingar til að kalla það athyglissýki þegar fólk hefur sterkar skoðanir. Er ekki öllu líklegra að sr. Baldur sé ósáttur við þöggun kirkjunnar og sé að reyna að bæta úr því og lappa upp á ímynd kirkjunnar í leiðinni? Mér finnst það nú öllu trúlegra en að hann sé á einhverju egóflippi en aðferðin finnst mér í meira lagi vafasöm.

  • Hvað vita þeir sem hrækja hér hvað þessa konu langaði að segja en þorði ekki í lifanda lífi? Hvað vita þeir hvað fór henni og prestinum á milli í trúnaði? Ég met trúnað Baldurs við þessa, mér allsendis ókunna konu, meira en trúnað við þá sem vilja hrækja að sárum minningum hennar.

Höfundur