Laugardagur 02.07.2011 - 11:52 - Lokað fyrir ummæli

Láta lofta um mygluna!

Málið er að svona lítil eining drepur sjálfa sig ef hún beinir ekki sjónum sínum út á við og sér sjálfa sig í samhengi við hinn stóra heim.  Umræðan verður eins og mygla í vaskafati.  Og í hverri félagseiningu ná þeir yfirhöndinni sem dýrka félagseininguna mest í orði.  Þeir ná yfirhöndinni sem sjá óvini hennar í hverju horni.  þeir sem eru á botni vaskafatsins verða ráðandi.  Þess vegna verða stjórnmálaflokkar ónýt fyrirbrigði og litlar þjóðir mega vara sig.  þess vegna þyrftum við Íslendingar að slétta vaskafatið, hleypa nýjum andgustum inn og láta lofta um mygluna.

Athugasemdir má gera á facebook

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur