Föstudagur 01.07.2011 - 16:58 - Lokað fyrir ummæli

Tillögur stjórnlagaráðs of ítarlegar?

Það sem ég óttast við tillögur Stjórnlagaráðs er að þær verði of háleitar, ítarlegar og flóknar.  Það verði of mikið af út af fyrir sig dýrmætum útfærslum sem efasemdarmenn munu hengja hatt sinn á.  Menn verða að gæta að list hins mögulega í þessum efnum sem öðrum.  Sterk öfl  í þessu samfélagi munu berjast grimmt gegn því að nokkrum sköpuðum hlut verði breytt.  Starf stjórnlagaráðs er einn anginn af eilífri baráttu um völd og hagsmuni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur