Fimmtudagur 30.06.2011 - 10:39 - Lokað fyrir ummæli

Berlínarmaraþon 2006

Í Berlín þegar Marþonhlaup var þar fyrir nokkrum árum.  Fjarlægur djúpur niður færðist nær, stöðugt sterkari. Datt í hug að ,,nazhyrningarnir“ væru að koma.  Óræður glampi í augunum á fólki sem þyrptist að.  Loks kom hjörðin.  Fyllti breiðgötuna, endalaus straumur sveittra léttklæddra karla og kvenna á öllum aldri. Magnað magnificient upp á að horfa, heilan hálftíma, þrjú korter hefur það staðið, tugir þúsunda renna hjá. Síðan fjarlægist niðurinn og ég stend eftir í sömu sporum í gjörbreyttri mynd. Heimurinn hafði farið hjá, tíminn liðið.  Og ég leit niður á fúla fætur mina og sparkaði í stein.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur