Mánudagur 04.07.2011 - 08:43 - Lokað fyrir ummæli

Örugglega Litháísk? Algjörlega!

Hugur okkar ætti svo sannarlega að vera hjá stúlkunni sem leyndi meðgöngu sinni og bar út barnið sitt.  Minnir svo sannarlega á fátækt og vonleysi fyrri alda á Íslandi –örvæntingafull stúlka sem setur hlutina ekki í rétt samhengi og sér ekki hvernig hún getur alið upp barn og fótað sig ein í nýju landi.  Var hún ekki örugglega Litháísk? Eða frá Litháen? Jú, segir fréttastjórinn; það skiptir máli við skilning á fréttinni, bætir hann við.  Voru Eiríkur rauði og Leifur heppni ekki örugglega Norskir, hugsar hann?  Þeir höfðu bara dvalist hér um skamma hríð á ferð sinni frá Noregi vestur um haf a.m.k. kallinn.  Munum það næst hugsar hann.  Það er lykilatriði þegar við segjum næst frá fundi Ameríku.

Í fyrsta lagi:  Skipti það máli a.m.k. fyrsta daginn hvort að stúlkan var úr Vestmannaeyjum eða frá Litháen?

Í öðru lagi: Það skiptir máli þegar fréttamenn fara að velta fyrir sér ástæðum (ef það er viðeigandi).  En er þá ekki kominn tími til að tala um Litháískan Íslending eða eitthvað í þeim dúr?

Í þriðja lagi:  Fyrir þann heimska: Það má vera útlenskt ef það er óþægilegt. Annars íslenskt.

Birtist líka á facebook. Má gera athugasemdir þar.

Berist fréttastjórum sama hvaðan þeir eru.

Undirritaður er einn af sérfræðingum Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og kynþáttamisrétti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur