Miðvikudagur 27.07.2011 - 11:39 - Lokað fyrir ummæli

Kynþáttafordómar í Evrópu!

Vek athygli á ársskýrslu ECRI sem kom í júní í endanlegu formi og kom í hendur mínar nýlega. ECRI er sú stofnun Evrópuráðsins sem fæst við kynþáttafordóma í ríkjum Evrópuráðsins sem eru 47 að tölu.  Ég hvet stjórnmálamenn og blaðamenn til thess að kynna sér efni skýrslunnar og brjótast út úr þeirri feimni sem ríkir um mál þessi hér á landi. Hiklaust ætti að berjast betur í skólum landsins gegn því að kynþáttafordómar fái óáreittir að ganga á milli kynslóða.  Þeir eru ekki meðfæddir.  Slóð að skýrslunni er http://www.coe.int/t/dghl/monitoring/ecri/activities/Annual_Reports/Annual%20Report%202010.pdfð.

Hér er brot úr samantekt:

 ,,Racism and intolerance are becoming rooted in European societies as the economic crisis gives strength to extremist messages, warns Europe’s leading anti-racist body today.

,,The European Commission against Racism and Intolerance (ECRI), which monitors the situation in each of the Council of Europe 47 member States, in its latest annual report says that racism is no longer limited to the fringes of society and that mainstream politicians are increasingly using xenophobic and anti-Muslim arguments and calling referenda targeting non-citizens and religious minorities. „Legal means alone do not seem sufficient to counter this trend. More needs to be done,“ the report states.

The report – which examines the main trends in 2010 in the field of racism, racial discrimination, xenophobia, antisemitism and intolerance in Europe – picks out „deplorable events“ marking the beginning and end of the year which involved „the victimisation of migrants from Sub-Saharan Africa“ and „inter-ethnic clashes fomented by ultranationalists“. It calls on law enforcement authorities to take resolute action against racially motivated crime.

It welcomes the fact that the vast majority of states now criminalise hate speech, but says that authorities need to apply the laws more rigourously and make potential victims better aware of their rights. It also encourages „a vigorous debate of the underlying issues“.

It highlights the growing wave of anti-Gypsyism, „one of the most acute problems facing Europe today“, welcoming moves to create better conditions for the Roma communities.

The report also warns that attacks on multiculturalism could lead to fragmented societies and calls on Governments to up their efforts to promote intercultural dialogue: „The answer to the current debate on multiculturalism is strict adherence to a common set of principles, including non-discrimination and tolerance,“ the report states.

ECRI’s Chair, Nils Muiznieks, backed up the report with a call to Governments to act now to turn the tide of racism. „ECRI’s investigations in all European countries are showing a worrying pattern of rising racism. Governments need to be aware of the threat, work to strengthen laws and institutions against discrimination and give a clear message that xenophobia can never be tolerated in modern society.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • „Hann er með lausn á vinnuaflesskorti þegar þið verðið búnir að reka alla innfletjendur/muslima úr evrópu með tilheyrandi voðaverkum.“

    Flott hjá þér Ómar. Gott innlegg í upplýsta umræðu. Gaggalagó! Þið eruð rasistar! Gaggalagó! Ætlið að drepa alla múslima! Gaggalagó! Nasistar! Gaggalagó! Zíonistar! Gaggalagó! Gaggalagó!

  • Það mun bara leiða til enn heiftúðgri átaka ef ritskoða á gagnrýni í Islam sem kynþáttahatur. Það er verið að gagnrýna að stjórnvöld í evrópu horfi fram hjá því hverjir aðlagast ekki nútíma evrópskum hugmyndum. Það eru múslimar sem skéra sig úr. Eftir því sem þeim fjölgar er þetta meira áberandi. Auðvitað er rasismi enn til staðar í evrópu og eitthvað geta raddir blandast í þessum kór enda eru lönd evrópu á afar misjöfu stigi umræðunnar. Vinstri menn hafa brugðist því þeir telja að múslimar séu gagnrýnendur kapítalismans einsog þeir. Vinstri menn telja að múslimar séu að leita til upprunans, einfaldari lífshátta, meira í sátt við náttúruna og telja því lítið gagnrýnivert þó konur séu markaðar forneskjulegum siðum sem samræmast ekki nútíma vestrænum viðhorfum. Ástæðan er einföld. Konur í kapítalismanum eru markaðar honum. Því sé um jafnvont að ræða og því eigi að umbera það. Vinstri menn skammast sín fyrir trúarbrögð síns eigin heimshluta og sækja því í austræna dulspeki eða lífreglur frekar eða sleppa trúmálum alveg. Múslimum fylja Sharíalög sem eru þeim æðri en lög innfæddra. Það er engin skipulögð krítikk við þessu af hálfu vinstrisins. Þetta gerir að verkum að vinstrið hefur ekkert hugmyndafræðilegt viðnám þegar kemur að því að verja hverskonar lífsviðhorf þegar á reynir. Allt er jafn gott. Vinstrið vill ekki móðga spámanninn en finnst ekkert að því að spauga með kirkjuna og dýrlinga og krist. Mér finnst heldur ekkert að því að spauga en mér finnst óttinn við gagnrýni á múhameð vera ótti og ekkert annað. Það er ekki umburðarlyndi og ekki jafnræði hugmynda. Kannski er þetta ekki mögulegt og hægrið hefur þarna undirtökin í umræðunni og vill ekki láta kúga sig enda af hverju? Vinstrið hagar sér einsog það sé að verja eilíf sannindi en með því að banna erfiða umræðu og beita þöggun með lagavaldi er undanfari mikilla átaka. Það verður að leyfa fólki að ræða málin hispurslaust og taka stöðuna útfrá því. Það verður ekki hjá því komist.

  • Löngum hefur þótt góður siður, þegar komið er til annarra í heimsókn eða til dvalar, að taka fullt tillit til þeirra, sem fyrir eru, og ætla sér ekki að raska eða umturna högum þeirra með nærveru sinni. Það er þegar þessa tillitssemi og háttsemi skortir sem aðkomufólk sætir gagnrýni – og hún er ekki þeim sem fyrir eru að kenna.

  • One World Order!!!! No Europe!!!!

    Evrópuþjóðirnar eru í „Evrópubandalaginu“, ein menning gegn annarri, ofurtollar á verslun við Afríkuríki og aðra „óæskilega“, en ekkert sín á milli við „sína líka“. Hugtakið Evrópumaður er fáránlegt, rasískt og úrelt. Alvöru heimsborgarar geta um leið ekki verið „Evrópumenn“, það er úreltur „white mans club“ frá Suðurríkjunum. Það er annars gaman að athuga hvernig hugmyndin „Evrópumaður“ þróaðist með svipuðum hætti og „hvítur maður“ í USA, sem þýðir einfaldlega „ekki svartur“ og „ekki Indjáni“, hugmynd sem varð til þegar þúsundir Íra og Þjóðverja hentu fortíð sinni í ruslið til að gangast við ímynduðum hóp manna „hvítum“.

Höfundur