Miðvikudagur 31.08.2011 - 15:51 - Lokað fyrir ummæli

Viljum við lifa í búri?

Viljum við búa í landi þar sem gjafir erlendis frá eru tollaðar nái þær tíu þúsund króna verðmæti?  Þar sem bréf frá tollinum er undanfari bókar sem þú kaupir á netinu og biður um sönnun á verði?  Viljum við búa í landi þar sem Jón Bjarnason og Bjarni Harðarsson ráða því hvað þú borðar?  Viljum við lifa í landi þar sem bara innlendir braskarar fá að kaupa jarðir? Viljum við lifa í landi þar sem þarf að sækja skriflega um gjaldeyri og skila afganginum þegar þú  kemur heim? Viljum við lifa í Austur Evrópu nútímans? Viljum við lifa í búri?  Ég held ekki.  Að minnsta kosti vil ég það ekki?  Samt fer ég ekki, en það er bara af því að ég er orðinn of gamall og á mörg börn og marga hesta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Vel mælt.

    Nei, þetta viljum við ekki!

    Ánægjulegt að vera þér loks sammála.

    Ber annars ríkisstjórn Samfylkingar og VG enga ábyrgð á þessu austur-evrópska ástandi þar sem allt er bannað og valdníðslan er svo algjör?

    Nei, sennilega ekki.

    Auðvitað sjálfsagt að styðja þetta fólk, Jón Bjarna, Svandísi og alla hina snillingana.

    Nema hvað.

    Velferðin sjálf er í húfi.

    Og ekki má nú gleyma fæðuörygginu.

  • Ríkisstjórnin hefur staðið sig nokkuð vel og efnahagsástandið í landinu er nokkuð heilbrigt að verða. Hættan er að ál-brjáæðið bíði handan hornsins. Íslendingar ættu að leggja öflugan rafmagnsstreng til Evrópu og þá þagnar ál-kórinn vegna þess að þá verður ekki lengur í boði orka á 30% verði miðað við næslægsta verð til stótiðju í Evrópu. Ég tek undir með þér varðandi landbúnaðarráðherrann, hann heldur ekki máli.Bændadekrinu verður að linna. Ekkert er óeðlilegt við tímabundin gjaldeyrishöft í ljósi gjaldþrots landsins og lítilfjörlegs gjaldmiðls. Er einhver ásæða til að trúa trúboðum Sjálfstæðisflokksins núna? Það á ekki að skipta máli frá hvaða landi kapítalistinn kemur en það þarf heldur ekki að beygja sig og bugta fyrir fjármagninu.

  • Sigurður Sigurðsson

    Sammála

Höfundur