Við Teitur Atlason skrifuðum þessa grein í Fréttablaðið og ég birti hana hér af því að ekki er vanþörf á að agitera fyrir því að okkar góðu eiginleikar endurspeglist í viðmóti okkar gagnvart flóttamönnum í veröldinni og öðrum sem eiga undir högg að sækja. Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu […]
Vanvirtasti hópurinn meðal minnihluta í Evrópu er Róma fólkið. Róma er stærsti minnihlutinn innan Evrópu og er á bilinu 10-12 miljón manns. Sjálfir áætla þeir þó að þeir séu miklu fleiri. Í nýjum rannsóknum sem kynntar eru á heimasíðu mannréttindaarms Evrópusambandsins (FRA Fundamental Rights Agency) og gerðar voru í ellefu Evrópusambandslöndum kemur í ljós að […]
Í sandstormi á Skeiðarársandi og Mýrdalssandi. Stund milli stríða í sjoppum. Tvisvar komu menn upp að mér með gamalkunnugt blik í auga. Hann var flottur forsetinn á Bylgjunni í morgun. Gamli Ólafur kominn aftur. Sá lét ÞÁ heyra það. Sennilega veit minn gamli tutor hvað hann er að gera. En mér finnst að vinstrið ætti […]
Kominn tími til að fækka ráðuneytum og endurskipuleggja innviði stjórnarráðsins. Svo einkennilega sem það hljómar þá þandist báknið út á tímum hægri stjórna. Nú bregður svo við að barist er af krafti gegn breytingum. Að hluta til er þetta sama fólkið og barðist gegn því að kvöldfréttir yrðu færðar til og móast gegn öllum breytingum […]
Selfyssingar hyggjast segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands, sameiginlegri skólaskrifstofu fjórðungsins staðsett á Selfossi. Undanfarna áratugi hefur Selfoss verið að byggjast upp sem höfuðstaður Suðurlands og notið þar miðlægrar staðsetningar sinnar. Þar eru flestar stofnanir sem þjóna öllum fjórðungnum svo sem sjúkrahús, lögregla, vegagerð já og samtök sveitarfélaga og skólaskrifstofa. Er þá fátt eitt talið. […]
Það er undarlegt að vitibornir þingmenn láti etja sér út í málþóf. Þeir sem tóku þátt í málþófinu tóku það að sér að verða andlit hins vonlausa Alþingis, andlit vondra vinnubragða, andlit þeirra sem eru úr takti við tímann. Málþófsandlit. Menn gera kannski sitthvað fyrir forystu flokka sinna með von um ávinning síðar en það er […]
Þegar ég lít til baka virðist mér að Viðreisnarstjórnin (1959-1971) hafi verið ein besta ríkisstjórn lýðvelisins. Hún valdi samningaleið til þess að binda enda á deilur við Breta. Hún opnaði landið með þátttöku í Fríverslunarsamtökum Evrópu. Stjórnarandstaðan Framsókn og Alþýðubandalag börðust með oddi og egg gegn opnun landsins og friðsamlegum lausnum á deilumálum. Sennilega hefur […]
Ef frétt sjónvarpsins um flóttabörnin sem dæmd voru í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilrïkjum er rétt ættu Íslendingar að skammast sín. Um meðferð á flóttabörnum eru í gildi sáttmálar og íslensk stjórnvöld hafa fengið í hendur leiðbeiningar um meðferð slíkra mála þar sem aðstæður barnisins eru í forgrunni. Íslensk stjórnvöld hafa einnig, minnir mig, […]
Nú virðist ekki ljóst hvort setja eigi 15 ára flóttamenn í fangelsi. Forstjóri Barnaverndarstofu telur það óásættanlegt. Auðvitað er það óásættanlegt. Hafi einhverjum embættismanni eða dômara dottið annað í hug þá er um að ræða óásættanlega heimsku. Annars þurfa Íslendingar ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Evrópuþjóðir hafa í sameiningu komið sér saman […]
Íslendingar áttu að vera í hópi þeirra þjóða er vildu efla Mannréttindadómstól Evrópu á árunum fyrir hrun en voru það ekki. Íslendingar hefðu átt að vera í hópi þeirra þjóða sem vildu einfalda málsmeðferð stólsins en voru það ekki og lögðust þar á sveif með Rússum. Ég skil málin þannig að hægri sinnuð íslensk stjórnvöld […]