Þar sem of fáir sjá hið sögufræga og vel skrifaða blað Morgunblaðið set ég grein sem ég fékk birta þar einnig hér. ,,Innan Evrópuráðsins er nefnd ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) sem aðildarrríki Evrópuráðsins settu á laggirnar fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar í þeim tilgangi að halda vakandi baráttunni gegn kynþáttafordómum Nefndin […]
Eg sé hjá Agli Helga og Vilhjálmi Erni Vilhjálmsyni að Wiesenthal stofnunin hefur ritað Páli Magnússyni bréf og krafist þess að Passíusálmarnir væru ekki lesnir í útvarp því að þeir væru uppfullir af gyðingahatri. Sem er alveg rétt. Hallgrímur leggr það upp þannig að Gyðingar hafi drepið Jesú og komandi kynslóðum muni hefnast fyrir. Og […]
ECRI gagnrýnir málsmeðferð gagnvart hælisleitendum þrátt fyrir breytingar sem urðu á árunum 2009 og 2010. Nýju ákvæðin segir ECRI nokkuð flókin og skortir skýrleika. ECRI ítrekar fyrri tilmæli um að hælisumsækjendum verði gert kleyft að kæra ákvarðanir um hælisumsóknir til óháðs og óhlutdrægs úrskurðaraðila., Harmað er að ekki skuli vera breytingar á 45. grein Útlendingalaga sem […]
Skýrsla ECRI um kynþáttafordóma á Íslandi er birt í dag. Þrjú megintilmæli ECRI eru þau að úthluta skuli samfélögum múslima landi og veita þeim byggingarleyfi fyrir moskur svo að þeir fái notið réttar síns skv. 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að að ljúka smíði lagafrumvarps um mismunun og […]
Einar Steingrímsson og Eva Hauksdóttir hafa beint til mín og nokkurra annarra presta spurningunni hvers vegna við afneitum ekki því að Biblían sé heilög og tökum upp eitthvað annað eins Mannrêttindayfirlýsingu SÞ. Góð spurning atarna og svaraverð og er um leið spurning um eðli trúar og lögmál í fêlögum manna. Þetta svar er aðeins fyllra […]
Kolbrún Bergþórsdóttir, Davíð Oddsson (leiðarahöfundur 16/2), Árni Johnsen og jafnvel Eygló Harðardóttir halda fram þeirri bernsku afstöðu til tjáningafrelsis að í skjóli þess megi hrauna yfir viðkvæma minnihlutahópa á grundvelli uppruna þeirra, kynferðis eða kynhneigðar, trúar eða annars slíks. Menn hafi t.d. frelsi til þess að halda því fram á opinberum vettvangi að líf tiltekinna minnihlutahópa sé […]
Snorri Óskarsson er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir. Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt sem lögaðila söfnuði með það viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir. Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði. Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála […]
Fimmtán til tuttugu íbúðir, flestar fokheldar standa í þorlákshöfn auðar og rýrna að verðgildi dag frá degi. Þessar íbúðir, minnisvarði um nýfrjálshyggju og hrun, eru sennilega í eigu íbúðarlánasjóðs og banka. Á þetta bara að vera svona? Er ekki lengur hægt að þróa mál áfram með hagsmuni fólks og byggðar í huga. Um víða veröld […]
Það var eins gott að Jesú kom fyrir daga Gutenbergs áður en bækur urðu markaðsvara. Sjáiði fyrir ykkur Matteus koma inn með Matteusarguðspjall til forleggjarans sem hafnar bókinni með þeim orðum að Markús nokkur hafi fengið gefna út samskonar bók fyrir nokkrum árum. Bók með sama söguþræði, heilu kaflarnir séu meira að segja orðréttir […]
Gaman að sjá hina pólitísku sjamöra Baldur Óskarsson og Guðna Ágústsson í viðtalsþætti hjá einu trölli til viðbótar Ingva Hrafni. þetta eru tröll já á sinni tíð en dálítil nátttröll líka. Þá félaga dreymir um frið og einingu á pólitíska sviðinu, sterka forystu, sterkan forseta, hóflega orðræðu, agaðan bloggheim. Þjóðfélag sem framleiðir, framleiðir og framleiðir […]