Færslur fyrir mars, 2011

Föstudagur 11.03 2011 - 11:00

Græða á skólum?

 Fyrr í vetur fjallaði menntamálanefnd Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um menntaskólann Hraðbraut. Í skýrslunni gerði ríkisendurskoðandi athugasemdir við rekstur skólans, ofgreiðslur frá ríkinu og arð sem eigendur skólans höfðu greitt sér út.   Menntamálanefnd tók undir þessar athugasemdir og í framhaldinu ákvað menntamálaráðherra að rifta samningum við skólann. Í bandaríska þinginu eru menn einnig að skoða rekstur […]

Föstudagur 11.03 2011 - 07:50

Vantreysta stjórnvöldum

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði við Fréttablaðið í gær, að erlendir bankar vantreysti því umhverfi sem íslensk fyrirtæki búi við: tilviljunarkennda og oft órökréttra lagasetningu, versnandi skattaumhverfi, gjaldeyrishöft og frjálsleg meðferð stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum. Undir þetta tók Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær.  Ég geri ráð fyrir að þar spili […]

Miðvikudagur 09.03 2011 - 13:30

Endurútreikningur lána

Nú stendur fjöldi fólks frammi fyrir stórri ákvörðun, um hvað það á að gera við gengistryggða lánið sitt.  Dómar Hæstaréttar  um ólögmæti gengistryggingarinnar og afnám samningsvaxtanna, og lög efnahags- og viðskiptaráðherra um endurútreikning lána hafa aðeins að litlu leyti skýrt stöðuna og komið til móts við kröfur um réttlæti og sanngirni. Við samþykkt laga um endurútreikninga lána fyrir síðustu […]

Þriðjudagur 08.03 2011 - 11:57

Hagnaður bankanna…

Viðskiptanefnd fundaði með Arion banka, Íslandsbanka og Bankasýslunni í morgun til að fara yfir ársreikninga bankanna. Þar kom fram að fulltrúar Bankasýslunnar í stjórn bankanna gerðu ekki athugasemdir við launakjör bankastjóranna, sem verður að teljast mjög alvarlegt. Mestur tími fór þó í að ræða svokallaðan „hagnað“ bankanna.  Fyrsta spurningin sem ég velti fyrir mér þegar […]

Mánudagur 07.03 2011 - 21:24

SpKef, samþjöppun og kerfisáhætta

Í skýrslu Seðlabankans Peningastefna eftir höft kemur fram að ríki með stór bankakerfi komu verr út úr fjármálakreppunni, efnahagssamdrátturinn varð dýpri og meiri hætta var á kerfislægri banka- og gjaldeyriskreppu. Þegar bankar verða of stórir getur skapast mikill freistnivandi (e. moral hazard).  Bankarnir taka ekki tillit til hagsmuna samfélagsins, né þeirra neikvæðu áhrifa sem hegðun […]

Mánudagur 07.03 2011 - 20:56

Peningastefna og evra

Ítrekað heyrist frá stuðningsmönnum aðildar Evrópusambandsins að eina leiðin til að ná tökum á peningamálum landsins sé upptaka evru, og þar með aðild að Evrópusambandinu. Það sé einnig eina leiðin til að afnema verðtryggingu, lækka fjármagnskostnað og ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi Reynsla hinna ýmsu ESB landa sannar að lykilatriðið er ekki hvaða mynt er […]

Mánudagur 07.03 2011 - 20:56

Rannsókn á sparisjóðum

Ég hef ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur lagt fram frumvarp um að rannsókn fari fram á sparisjóðunum.   Íslenskir sparisjóðir hafa orðið fyrir miklu skakkaföllum.  Nauðsynlegt er að varpa skýru ljósi á aðdraganda og orsakir rekstrarerfiðleika íslenskra sparisjóða, sem leiddu m.a. til gjaldþrots Sparisjóðs Mýrarsýslu, SPRON og Byrs Sparisjóðs og nauðsynlegrar […]

Mánudagur 07.03 2011 - 20:55

Þingkonur, þingkarlar og RÚV

Ég er að skoða svör sem Tryggvi Þór Herbertsson fékk um viðmælendur í frétta- og þjóðlífsþáttum RÚV út frá kynjahlutföllum árið 2010. Ég er eiginlega mjög hugsi yfir niðurstöðum útreikninganna, sem eru mínir. Það sem kemur á óvart er að Silfur Egils er eini þátturinn þar sem þingkonur og þingkarlar komu jafn oft fram.  Þetta […]

Mánudagur 07.03 2011 - 20:54

Framsóknarhugsjónir

Biturleiki, reiði og rangfærslur eru ekki fyndnar. Það var það sem ég hugsaði eftir að hafa lesið síðasta pistil Svarthöfða undir fyrirsögninni Framsóknarforsetinn. Ég er ósátt við að í pistlinum er því haldið fram að Framsóknarmenn hafi engar hugsjónir og hafi aldrei unnið þjóðinni gagn.  Að ég hafi engar hugsjónir, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi […]

Mánudagur 07.03 2011 - 20:53

Jafnrétti í reynd?

Alþingi vinnur núna að tillögu velferðarráðherra um jafnréttisáætlun til fjögurra ára.   Jafnrétti er því búið að vera töluvert ofarlega í umræðunni innan nefnda þingsins síðustu daga.  Þar er talað um að draga úr kynbundnum launamun, hvað jafnréttisfulltrúar ráðuneytanna eiga að gera, rannsóknir á kynbundnum launamun á landsbyggðinni sem og í sjávarútvegi og landbúnaði, styrkveitingum til […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur