Færslur fyrir apríl, 2011

Sunnudagur 10.04 2011 - 08:58

Afgerandi nei

Niðurstöður Icesave kosninganna liggja fyrir.  Meirihluti Íslendinga sagði nei við Icesave samningunum og varð nei-ið ofan á í öllum kjördæmum. Niðurstaðan eru sár vonbrigði fyrir stjórnarflokkana og forystu Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða nú að tala fyrir íslenskum hagsmunum og útskýra forsendur þess að við höfnum ríkisábyrgð á þessum kröfum. Í fyrsta lagi, það er ekki lagaleg forsenda fyrir […]

Laugardagur 09.04 2011 - 19:04

Framsókn gegn ESB aðild

Flokksþing Framsóknarmanna ályktaði í dag að Framsóknarflokkurinn telji að Ísland eigi ekki að verða aðili að Evrópusambandinu.  Ályktunin er svohljóðandi: „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin […]

Laugardagur 09.04 2011 - 08:09

Nefndi ekki „orðið“

Fréttablaðið birtir í dag smáfrétt af flokksþingi Framsóknarmanna og virðist telja lykilatriðið af öllu sem gerðist í gær að í 50 mínútna yfirlitsræðu formanns hafi hann ekki sagt „orðið“.  Það er til skýring á þessu fyrirbæri.  Blaðamenn Fréttablaðsins hafa legið yfir Icesave (oops, skrifaði orðið…) núna dögum og vikum saman, fengið innsendar tugi ef ekki hundruðir greina um málið og fátt […]

Fimmtudagur 07.04 2011 - 16:28

Beina brautin ekkert bein..

Allir tala um mikilvægi þess að tekið verði hratt og vel á vanda starfandi fyrirtækja í fjárhagsvanda.  Núverandi staða er vítahringur hvort sem litið er til fyrirtækjanna sjálfra, bankanna, heimilanna eða hagskerfisins í heild. Heildarfjöldi fyrirtækja í hlutafélagaskrá er 32.565, og þarf af eru um 15 þúsund fyrirtæki í virkri starfsemi.  Creditinfo heldur utan um […]

Miðvikudagur 06.04 2011 - 10:28

Umboðsmaður skuldara bregst við

Í tilkynningu á vef Umboðsmanns skuldara kemur fram að gerð verður könnun á endurútreikningi fjármálafyrirtækjanna á ólögmætum gengistryggðum lánum. Kallað verður eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjunum og mun Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fara yfir útreikningana og aðferðafræði þeirra, og skoða hvort þeir séu í samræmi við lög nr. 151/2010. Því ber að fagna að Umboðsmaður skuldara hefur brugðist […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 16:13

Kjóstu eins og ég vil, annars hefurðu verra af!

Þingmenn fá marga tölvupósta með hvatningu, ábendingum og já, skömmum um hin ýmsu mál.  Í dag barst okkur tölvupóstur frá Hrafni Gunnlaugssyni þar sem hann hvatti okkur, stjórnlagaráðsmenn og ýmsa fjölmiðla til að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.  Ekkert svo sem nýtt í því. Mér brá hins vegar hastarlega við svarpósti sem kom frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands.  Þar óskar hann […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 11:43

Bréf frá Eygló, Birki og Sigmundi Davíð

Kæru félagar! Nú styttist í 31. flokksþing framsóknarmanna, sem hefst föstudaginn 8. apríl næstkomandi. Á flokksþinginu 2009 hófst mjög umfangsmikið endurskoðunar- og uppbyggingarstarf sem hefur  staðið í tvö ár og nær hámarki á flokksþinginu, en þá verður skýrsla skipulagsnefndarinnar lögð fram. Flokkurinn hefur gengið í gegn um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á þessum tíma. […]

Mánudagur 04.04 2011 - 11:23

Siðlaus lögleysa?

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur skrifar pistil á Pressunni undir fyrirsögninni Siðleg lögleysa þar sem hann fjallar um gengislánalögin svokölluð (nr. 151/2010).  Lögin voru sett í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar og afnám vaxtaákvæðis lánasamninganna. Gunnlaugur Kristinsson, löggiltur endurskoðandi skrifaði einnig nýlega grein þar sem hann veltir upp þeirri spurningu hvort fjármálafyrirtækin séu vísvitandi að […]

Sunnudagur 03.04 2011 - 10:56

Fyrsta konan

Sögulegur atburður gerðist í gær.  Kvennaskólinn sigraði í Gettu betur í fyrsta skipti og í liðinu var fyrsta konan í sigurliði í sögu keppninnar.  Enn eru því konur að stíga fyrstu skrefin í átt að jafnrétti á fjölmörgum sviðum. Eitt sinn (ekki í fyrsta sinn, að vísu) hlustaði ég á virðulegan eldri karl útskýra af […]

Laugardagur 02.04 2011 - 11:21

Kynjaskekkja við styrkveitingar?

Síðasta áratug störfuðu nær jafn margar konur og karlar við kennslu við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir þetta voru konur mun ólíklegri til að sækja um styrki sem verkefnisstjórar í samkeppnissjóði Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís. Kynjaskekkja virðist því vera til staðar við umsóknir og úthlutun styrkja til vísindarannsókna. Á árunum 2004-2010 voru tæplega 70% karlar verkefnisstjórar þeirra […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur