Færslur fyrir maí, 2011

Föstudagur 27.05 2011 - 18:53

Að reikna RÉTT

Umboðsmaður skuldara kynnti niðurstöður sínar og Kristjáns Jónassonar og Stefáns Inga Valdimarssonar, stærðfræðinga við Raunvísindastofnun Háskólans um endurútreikning gengistryggðra lána. Fyrst jákvæðu fŕettirnar. Útreikningar þeirra sýna að fjármálafyrirtækin kunna að leggja saman rétt. Bravó, klapp, klapp… Hún staðfestir einnig að ekki er notuð saman aðferðafræðin hjá öllum fyrirtækjunum.  SP-fjármögnun, Lýsing og Íslandsbanki eru að reikna […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 11:43

Framsal og veðsetning

Ein gagnrýnin (af mörgum) á frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnun er að það taki hagræðið úr kerfinu þar sem ekki verður lengur hægt að framselja aflaheimildir á milli fyrirtækja né að veðsetja óbeint. En er það svo? Í 7.gr. frumvarpsins segir: „Varanlegt framsal aflahlutdeilda er óheimilt. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er framsal aflahlutdeilda […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 09:36

Veruleikafirrt fólk

Á flokksstjórnarfundi VG sagði Steingrímur J. Sigfússon: „Það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu fólki.“  Stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar fullyrðir að ríkisstjórnin hefði allan tímann staðið með almenningi, eða skuldurum í umfjöllun um gengistryggð lán. Það er erfitt að viðurkenna mistök í pólítík, – en það hljóta samt að vera takmörk. Krafa um almenna leiðréttingu […]

Mánudagur 23.05 2011 - 08:18

Gos og aska

Hugur minn er með fólkinu fyrir austan.  Það er aðdáunarvert hvað fólk hefur sýnt mikið æðruleysi.  Mikið af lambfénu var komið út og áhyggjur fólks snéru helst að þeim. Í gærkvöldi byrjaði askan að falla í Heimaey. Dóttir mín hringdi og sagðist vera á leið til vinkonu sinnar.  „Það er stórt öskuský að nálgast,“ sagði hún og það […]

Fimmtudagur 19.05 2011 - 13:27

Verðtrygging – deyfilyf stjórnvalda

Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 11:36

Ímynd og útvegsbændur

Ég er farin að heyra auglýsingar frá útvegsmannafélögum hringinn í landið.   Í auglýsingunum er bent á mikilvægi íslensks sjávarútvegs og fjölda þeirra starfa sem atvinnugreinin skapar. Þetta er gott framtak hjá aðildarfélögum Landssambands íslenskra útvegsmanna.  Alveg bráðnauðsynlegt í ljósi slakrar ímyndar sambandsins og greinarinnar í heild, sérstaklega eftir mistökin í tengslum við síðustu kjarasamninga. Við […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 07:34

Játning

Ég ætlaði að vera ægilega dugleg í síðustu viku og helst bæta tímann frá því vikunni áður.  Svo tóku við annir vegna skila á skýrslu verðtryggingarnefndar, – já, ég veit… afsakanir, afsakanir… Þetta var planið: Sunnudagur (hvíla), mánudagur (30-36 mín, 4,8 km), þriðjudagur (30-40 mín cross-train), miðvikudagur (30-36 mín, 4,8 km), fimmtudagur (30-40 mín cross-train), […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 20:24

Fundur um verðtrygginguna

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um verðtryggingu miðvikudaginn 18. maí kl. 8.30-10.00. Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M1.01 – Bellatrix. Dagskrá fundarins: Eygló Harðardóttir, alþingismaður og formaður nefndar um verðtryggingu, kynnir stuttlega niðurstöður nefndarinnar Marinó G. Njálsson, framkvæmdastjóri Betri ákvarðana Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fulltrúi Samfylkingar í nefnd um verðtryggingu Pétur […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 16:56

Þjóðareign á auðlindum

Í ályktun flokksþings Framsóknarmanna um sjávarútvegsmál segir: „Tryggja verður sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni m.a. með ákvæði í stjórnarskrá sbr. lög nr. 116 frá 2006. – 1.gr. – Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign þjóðarinnar.“ Þessi áhersla Framsóknarmanna á að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar er ekki ný.  Helsta gagnrýnin sem við höfum fengið á þetta […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 10:06

Nýtt húsnæðislánakerfi, – án verðtryggingar

Almenn verðtrygging inn- og útlána og launa var lögbundin árið 1979.  Með lagasetningunni varð ætlunin að ná betri tökum á efnahagsmálum og verðbólgu. Fátt hefur þó verið umdeildara í íslensku efnahagslífi en verðtryggingin. Kostir og gallar verðtryggingar Talið er að verðtrygging skapi hvata til útlána, ekki síst þegar eftirspurn eftir lánsfjármagni er mikil, þar sem […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur