Sunnudagur 11.11.2012 - 15:00 - 9 ummæli

Hækja

Í Sprengisandi í morgun talaði Árni Páll Árnason um að Samfylkingin yrði að vera af ákveðinni stærð til að vera ekki hækja.  Flokkur undir 20% væri alltaf hækja

Hvað átti hann við með þessu?

Eru Vinstri Grænir hækja Samfylkingarinnar í núverandi stjórn?

En um leið er talað um að Samfylkingin hafi gefið of mikið eftir, sé orðin of vinstri sinnuð og sé ekki raunverulegur valkostur fyrir miðjuna í íslenskum stjórnmálum.

Hver er þá eiginlega hækjan?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Þorleifur H. Gunnarss.

  Og ekki má gleyma litlu-Samfylkingunni, Svartri framtíð, dótturfélagi Samfylkingarinnar sem komst á flug með Marshall-aðstoð Samfylkingarinnar.

  Þetta flokksskrípi er ekkert annað en hækja fyrir Samfylkinguna.

 • Þorsteinn Úlfar Björnsson

  Það eru einstaklingar sem eru hækjur, ekki flokkar. Er það ekki? Ekki saþykkir þú að Framsókn sé hækja fyrir Bændasamtökin?
  Einar K. Fyrir LÍÚ?
  SJS fyrir AGS?
  JS fyrir ESB?
  o.s.frv…eða?

 • Sigurður K Pálsson

  Hann átti við að við þurfum að passa okkur á því að lenda ekki með langvarandi stjórnarminstur eins og var hér á árum áður þegar Framsóknarflokkurinn var hækja Sjálfstæðisflokks.

 • Hrafnkell

  Nú heyrði ég ekki þetta viðtal en er ekki smá hugsunarvilla í þessu hjá þér?

  Báðir stjórnarflokkarnir fengu yfir 20% sem þýðir þá væntanlega að þeir hafi nálgast á jafnréttisgrunni skv. þeim orðum ÁPÁ sem þú vísar til.

 • Eygló Harðardóttir

  Þetta voru orð Árna Páls, ekki mín.

  Það er mikilvægt að hafa í huga, hvort sem um er að ræða samstarf á milli stjórnmálaflokka eða hvaða önnur samvinna að þá getur aldrei einn aðili fengið allt sitt fram.

  Það myndi allavega ekki endast lengi….

  Sama hvort um sé að ræða ríkisstjórnarsamstarf eða til dæmis hjónaband.

 • Sæl Eygló.
  Þá spyr ég þig beint, sem þingmaður flokks sem var eitt sinn ein mesta hækja í íslenskri stjórnmálasögu landins, þá sem hækja Sjálfsstæðissflokksins.
  Nú lítur allt úr fyrir að sú staða geti komið upp, verði FLokkurinn með yfir 35% fylgi og þinn ágæti flokkur rífi sig upp úr léttvínsfylgistölum að þessir tveir flokkar nái saman og myndi ríkisstjórn en þá fyrst má Guð blessa Ísland.
  Þá spyr ég þig, þá byggt á því sem þú segir hér að ofan, að það verði ekki hægt að ná öllu fram.
  Hvað af þessu málum sem FLokkurinn hefur kynnt að verði gert um leið og þeir komast til valda myndir þú ekki geta samþykkt:
  Slíta viðræðum við ESB. – Tafarlaust.
  Taka til baka allt veiðgjaldið.
  Taka af auðlegðarskatt.
  Virkja allar sprænur sem mögulegt er og byrja á neðri Þjórsá.
  Fjölga ráðherrum í ríkisstjórn.
  Stoppa núverandi stjórnarskrádrög með því sama.

  Þetta er allt í lagi, þú mátt hringja í vin….

 • Eygló Harðardóttir

  Framsóknarflokkurinn hefur ekki tekið undir skattastefnu Sjálfstæðisflokksins, né kröfu um að slíta tafarlaust viðræðum við ESB, né að ekki eigi að leggja á veiðigjald. Ég veit ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kalli eftir því að virkja „allar sprænur sem mögulegt er“, – það gerir enginn flokkur en ég er fylgjandi virkjunum í neðri hluta Þjórsá. Ég er sammála því að forsætisráðherra eigi að geta skipað ráðuneytum eins og hentar best hverju sinni og efast einhvern veginn um að Sjálfstæðisflokkurinn muni breyta því fyrirkomulagi ef hann kemst einhvern tímann aftur í forsætisráðuneytið. Í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins var lagt til að ný stjórnarskrá yrði skrifuð (sjá kosningaauglýsingu neðar á vefnum) og höfum við ályktað um hvaða helstu breytingar við viljum sjá þar á flokksþingi 2011.

  Jafnframt höfum við gagnrýnt tilviljanakennda skattastefnu stjórnvalda, skort á atvinnustefnu og fullkomið skilningsleysi á skuldavanda heimila og fyrirtækja.

  Sko, – og allt þetta án þess að hringja í vin 🙂

  PS. Er þetta kannski svarið við hvað Árni Páll átti við: http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/11/11/samfylkingin-sjalfsmyndin-haegri-og-vinstrisveiflur/

 • Það eru öfugmæli að Samfylking sé of vinstri sinnuð. Sína fylgjendur hefur hún misst vegna þess að hún er OF HÆGRI sinnuð. Daðrar og gælir endalaust við peningöflin í landinu og lætur stjórna sér af þeim öflum sem þar ráða.
  Jóhanna Sigurðardóttir hlýtur að vera Þingeyingur – full af lofti – ekkert efni.

  Við sem héldum að eitthvað væri að marka loforð hennar höfum heldur betur fengið að kynnast því að þau voru einskis virði.

  Í dag er hún uppnefnd „dumb blond – eins og Árni Páll og Bjarni Ben.

 • Hanna. Það er sagt að þeir sem uppnefna eigi við verulega andlega krankleika að stríða.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur