Miðvikudagur 23.09.2015 - 14:26 - 5 ummæli

Hagkvæmari íbúðir fyrir ungt fólk

Fyrir nokkru skrifaði ég um tilraunir nágrannalanda okkar til að byggja hagkvæmari og minni íbúðir fyrir námsmenn.  Hér á landi hef ég svo fylgst með af aðdáun baráttu stjórnenda Félagsstofnunar stúdenta fyrir að bjóða námsmönnum upp á fleiri íbúðir sem næst skólanum sínum á viðráðanlegu verði.

Húsnæðiskostnaður er stór hluti af útgjöldum námsmanna.

Grunnframfærsla námsmanna á Íslandi er 165.717 kr. á mánuði fyrir einstakling í leigu- eða eigin húsnæði samkvæmt lánareglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.  Námsmaður má vinna sér inn allt að 930 þúsund krónur án þess að það skerði námslánið og ætti hann þá rétt á húsaleigubótum upp á 22 þúsund krónur á mánuði.  Einstaklingsíbúð á Ásgarði hjá Félagsstofnun stúdenta sem er 36 m2 kostar 79.279 kr.  á mánuði.

Þetta þýðir að námsmaður borgar 57.279 kr. fyrir húsnæði og hefur 108.438 kr. á mánuði til að lifa af yfir veturinn og nemur húsnæðiskostnaður um 35% af námslánum hans miðað við þessar forsendur.

Í yfirlýsingu stjórnvalda um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga kemur fram að byggja eigi upp nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli en sem nemur 20-25% af tekjum. Til þess að markmið okkar náist má húsnæðiskostnaður námsmanns ekki vera hærri en 33.143 kr. til 41.429 kr. á mánuði þegar tekið hefur verið tillit til leigukostnaðar og opinbers húsnæðisstuðnings við leigjendur.

Danir hafa verið að fást við sama verkefni, – þ.e. að finna leiðir til að tryggja ungu fólki nægjanlega hagkvæmar íbúðir.  Niðurstaða þeirra er að það eigi að vera mögulegt að byggja einstaklingsíbúðir fyrir ungt fólk sem uppfylla þarfir þeirra og kosta ekki meira en 3200 Dkr eða 61.785 krónur á mánuði (gengi Íslandsbanka 23.9.2015) meðal annars á Kaupmannahafnarsvæðinu.

basisboligen_afslutningskonference_FullSize

Ef leigan á nýjum einstaklingsíbúðum fyrir námsmenn væri sambærileg og nefnd er í dæminu frá Danmörku, og að teknu  tilliti til áforma um breyttan húsnæðisstuðning við leigjendur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem áætlað er að grunnbætur hækki í 31 þúsund krónur, myndi námsmaður borga 30.785 krónur á mánuði fyrir húsnæði eða 18,6% af tekjum.

Námsmenn í nýjum íbúðunum fengu þannig rúmlega  26 þúsund krónur aukalega í vasann á mánuði.

Basisbolig-2_koekken-og-hems_artikel-besk

Þess vegna segjum við í yfirlýsingunni að við ætlum ekki aðeins að byggja 2.300 íbúðir og breyta húsnæðisstuðningi heldur að stjórnvöld munu á allan hátt greiða fyrir að hægt verði að taka upp sem hagkvæmastar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað.  Endurskoðun á byggingarreglugerð, skipulagslögum  og gjaldtöku sveitarfélaganna á lóðum er þar á meðal.

Basisboligen_model_1_teikning

Ef Danir geta þetta, þá getum við þetta.

 

Ítarefni:

Yfirlýsing stjórnvalda um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga

Nánari upplýsingar um Basisboligen verkefnið í Danmörku

Ungdomsboliger i lille storrelse, Statens byggeforskningsinstitut

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Ummæli (5)

  • Það er auk þess algerlega fráleitt að miða við leiguverð á stúdentagörðum.

    Brotabrot af nemum við HÍ fá aðgang að stúdentagörðunum vegna mikillar eftispurningar en lítils framboðs.

    Nemendur Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík fá engan aðgang að stúdentagörðum (sjálfstæð byggingarfélög teljast ekki með enda njóta þau ekki sama hagræðis og Félagsstofnun Stúdenta sem fær gefins lóðir og greiðir enga skatta frá stofnun).

    Langstærstur hluti ungs fólks í námi er því á almennum leigumarkaði. Ef þú notast við þær tölur, þá er dæmið hjá þér enn fáránlegra.

  • kristinn geir st. briem

    átta mig ekki á þessu nöldri um algilda hönnun sé slæm það er bara verkfræðilegt vandamál, hitt er annað að reglugerðin er skrítin alskonar furðulegar skildur. í stað þess að skrifa lágmarkskröfur og tilmæli um algilda hönnun hvort herbergi eigi að ná áhveðnum lágmarks fermetrafjölda skiptir ekki höfuðmáli eða einángrun aé að lágmarki þettað eða hitt.það þarf ekki liftu í algilda hönnun. bara að hjólastóllin komist milli hæða. íbúðinn sem ég bjó í breiðholti var algild hönnun ef dyr hefðu verið ögn breiðari og botnin tekin úr dyrunum.síðan hefði verið hægt að setja stólalyftu í stigan sem hefði verið kostað af sjúkratryggíngum ef þarf að lækka byggíngakosnað. en um að gera breita reglugerðinni til einföldunar þá hafa arkitektar frjálsari hendur við algilda hönnun

  • Eygló Harðardóttir

    Hér eru tölur um raunleigu þeirra sem fá húsaleigubætur. Hægt er að endurreikna dæmið miðað við mismunandi forsendur. http://www.jofnunarsjodur.is/media/js-2015/husaleigub.-medal-husaleiga.pdf

  • Hlynur Jörundsson

    „Endurskoðun á byggingarreglugerð, skipulagslögum og gjaldtöku sveitarfélaganna á lóðum er þar á meðal …“

    Vandamálið er kerfið … og gott að sjá að Eygló er farin að taka eftir því.

    Húsaleigubætur og vaxtabætur og annað tengt íbúðareign eða leigu er tilflutningur fjármagns til fjármögnunaraðila … viðurkennd skammtímalausn og í raun hálfvitalausn.

    Ef við búum í þjóðfélagi þar sem við greiðum gjöld og þurfum styrki til að kaupa okkur eða leigja íbúð … þá er vandinn þar … ekki upphæð styrkjanna.

    Afleiddur skaði ( svo ég taki fyrirbæri sem ég hef tekið eftir að fjöldi fræðinga og stjórnenda notar í orðunum „afleidd áhrif/hagur/vinna/o.s.f.) er margfaldur miðað við skammtíma fjármagnsminnkun tekna ríkis og sveitarfélaga. Vandinn er að enginn þeirra hefur skoðað, né greint þessi afleiddu áhrif … bara almennt talað um þau með góðu tilfinninguna í maganum.

    Afleiddur hagnaður af stóriðju er staðbundinn sem dæmi …en þjóðhagslega getur kostnaðurinn verið margfaldur. Skoðið bara Landsvirkjun aftur í tímann og núllið út kostnaðinn sem myndast hefur vegna lántaka og annars … versus hagnaðinn … í praksis …ekki draumfarirnar í Excelnum. Að Landsvirkjun sé að rétta úr kútnum er ekki málið … hún átti aldrei að lenda í mínus … sem er málið.

    Sama gildir um vaxtahækkanir Seðló … afleiddur kostnaður er margfaldur ágóðinn … sér í lagi þar sem vaxtahækkanir virka ekki á sýndarlögaðila …i.e. fyrirtæki … þau bara fara á hausinn og rísa á ný daginn eftir eins og afturgöngur.

    Flott í Excelnum … eins lengi og menn halda líkaninu frá óþægilegu tölunum sem virka á stóra líkanið Lífskjör í landinu.

  • kristinn geir st. briem

    Ágætt að fá þesr tölur. þettað hefur þá hækkað um helmíng á þessum árum. er þettað alt landið eða bara stórreykjavíkursvæðið. landsbigðin ætti að lækka tölurnar þar sem leiga er oftast lægri

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur