Þriðjudagur 21.06.2016 - 11:35 - 1 ummæli

Almennar íbúðir og heimilislaust fólk

Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu.  Með lögunum er komið á nýju húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita allt að 30% stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.  Í tengslum við kjarasamnninga fyrir ári síðan var jafnframt lofað að fjölga almennum íbúðum um 2300 á fjórum árum.

En hvað þýðir þetta?  Hvernig mun þetta virka?

Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem ég hef fengið frá því að lögin voru samþykkt.

Tökum dæmi að erlendri fyrirmynd.

Y-foundation fékk World Habitat verðlaunin árið 2015 fyrir nálgun sína í að leysa húsnæðisvanda heimilislauss fólks í Finnlandi.  Y-foundation er  finnsk sjálfseignastofnun sem var stofnuð 1985 af sveitarfélögunum Helsinki, Espoo, Vantaa, Turku og Tampere, sambandi finnskra sveitarfélaga, finnska kirkjuráðinu, finnska Rauða krossinum, samtökum finnska byggingaiðnaðarins, verkalýðsfélagi finnskra byggingariðnaðarmanna, finnsku áfengisversluninni Alko og finnsku samtökunum fyrir fólk með geðheilbrigðisvanda.

WHA14_810_FINLAND2

Markmið stofnunarinnar er  að tryggja heimilislausu fólki öruggt og hagkvæmt leiguhúsnæði til langframa, ekki tímabundin úrræði á borð við gistiskýli eða athvörf og byggir þannig á Housing first hugmyndafræðinni.  Hún á nú tæplega 7000 íbúðir og er nú með starfsemi í 52 borgum og sveitarfélögum í Finnlandi.  Íbúðirnar eru einstaklingsíbúðir eða litlar tveggja herbergja íbúðir. Daglegur rekstur er fjármagnaður með leigutekjum og er rekstrarafgangurinn nýttur til að fjölga íbúðum, bæði með því að byggja þær og kaupa á markaði og til að fræða um vanda þeirra sem eru heimilislausir.  Hið opinbera styður við starfsemi Y-foundation með styrkjum og lánum frá ARA, íbúðalána- og þróunarsjóði Finnlands.

WHA14_1020_FINLAND1

Með lögum um almennar íbúðir er búin til lagagrundvöllur fyrir sambærilega stofnun hér á landi.  Hér gætu til dæmis sveitarfélög og frjáls félagasamtök á borð við trúfélög, hjálparsamtök, félög atvinnurekenda og verkalýðsfélög gerst stofnaðilar að íslensku Y-húsnæðissjálfseignastofnuninni og sótt um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir heimilislaust fólk.  Ríki og sveitarfélög koma svo með 30% stofnframlag og er gert ráð fyrir að afgangurinn (70%) verði fjármagnað með lántökufrá lánastofnun að eigin vali.

WHA14_810_FINLAND3

Nýtt húsnæðisbótakerfi styður síðan enn frekar við heimilislaust fólk, þar með talið einstaklinga sem hafa verið á meðferðar- eða endurhæfingarstofnun eða í fangelsi með sambærilegum undanþágum og áður voru veittar til námsmanna á námsgörðum.  Húsnæðisbætur fyrir einstakling á framfærsluaðstoð sveitarfélags eða atvinnuleysisbótum verða 31.000 kr. á mánuði frá og með gildistöku laganna um næstu áramót eða 372.000 kr á ári.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um stofnframlögin hjá Íbúðalánasjóði eða velferðarráðuneytinu.

PS. Ljósmyndir eru af húsnæði á vegum Y-foundation í Finnlandi.

Flokkar: Fjármálakerfið · Húsnæðismál

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur