Færslur fyrir mars, 2017

Föstudagur 31.03 2017 - 11:13

Svik, blekkingar og lygar

Hvenær er í lagi að svíkja, blekkja og ljúga?   Er það í lagi þegar gróðavonin er 1000 krónur eða 1 milljón króna en ekki þegar það er 1 milljarður króna? Er í lagi að halda fram hjá makanum, rispa bílinn í bílastæðinu við hliðina og láta ekki vita, að selja dóp til ungmenna eða gefa […]

Þriðjudagur 28.03 2017 - 07:48

Heimilin lækka skuldir sínar

Yfirdráttarlán heimila við fjármálafyrirtæki hafa lækkað stöðugt frá árinu 2012, þrátt fyrir á sama tíma hafi einkaneysla aukist, skv. Viðskiptablaðinu.  Þetta var sannarlega gleðifrétt. Heimilin skulduðu 79,3 milljarða króna í yfirdráttarlán og greiðslukortaskuldir í janúar síðastliðnum og höfðu þau lækkað um rúmlega 25% frá því fyrir fimm árum síðan á föstu verðlagi.   Í lok síðasta […]

Fimmtudagur 23.03 2017 - 11:26

Lækkum vexti með takmörkun lána?

Íbúðalánasjóður bendir á áhugaverða norska leið til að draga úr eftirspurn á húsnæðismarkaði.  Reglugerð hafi verið breytt þannig að einstaklingar sem kaupa viðbótarhúsnæði í Ósló, umfram lögheimili sitt, verði sjálfir að leggja fram 40 prósent af kaupverðinu en ekki 30 prósent eins og áður var. Lánshlutfallið lækkar þar með úr 70 prósentum af kaupverði í 60 […]

Sunnudagur 19.03 2017 - 15:48

Íbúðaskortur og töfralausnir?

Árin 2018 / 2019 verða væntanlega árin sem byggingariðnaðurinn verður farinn að framleiða þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta árlegri þörf markaðarins skv. áætlun Samtaka iðnaðarins.  Árin 2018/2019 eru einnig árin sem Bjarg íbúðafélag, nýtt leigufélag í eigu ASÍ og BSRB, áætlar að fyrstu leigjendurnir muni flytja inn í íbúðir þeirra.  Á sama tíma […]

Miðvikudagur 15.03 2017 - 15:39

Af hverju skortir íbúðir?

Töluvert er fjallað um húsnæðisvanda hér á landi.  Mér hefur þótt áhugavert að lesa ýmsar innlendar skýringar á ástæðum vandans.  Hins vegar hef ég saknað þess að ekki sé horft meira til hvað erlendir sérfræðingar sem fjallað hafa um húsnæðisvanda á heimsvísu segja um bæði orsakir og lausnir til að tryggja nægt framboð af hagkvæmu […]

Miðvikudagur 08.03 2017 - 08:05

Kvíðin og illa sofin börn

Á síðustu árum hefur kvíði barna og ungmenna aukist mikið, ekki hvað síst hjá stúlkum.  Sérfræðingar hafa fylgst áhyggjufullir með þessari þróun og bent á ýmsar skýringar.  Þeir nefna aukna notkun samfélagsmiðla, prófkvíða, áhyggjur af inntöku í menntaskóla, fjárhag foreldra og frelsisskerðingu barna sem mögulega skýringu. Minni svefn hefur einnig verið nefndur, en um 30-40% […]

Sunnudagur 05.03 2017 - 13:31

Karlar óskast í háskólanám

Málmsmíði er líka #kvennastarf. Húsasmíði er líka #kvennastarf. Pípulagnir eru líka #kvennastarf. Svona hljóma auglýsingar iðnskólanna. Frábært framtak og vona ég sannarlega að fleiri konur muni verða sveinar í hinum ýmsu iðngreinum þar sem þær eru í miklum minnihluta. Á sama tíma sakna ég auglýsinganna og átakanna til að fjölga körlum í hinum ýmsu störfum […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur