Færslur fyrir flokkinn ‘Húsnæðismál’

Fimmtudagur 18.02 2016 - 09:16

Sigrúnarhús?

Í tillögum að breytingum á byggingarreglugerð sem Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra kynnti nýlega má finna fjölmargar nýjungar.  Markmið breytinganna er að lækka byggingarkostnað vegna íbúða sem er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Ein af nýjungunum er að fjölga á minniháttar framkvæmdum sem verða undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær í samræmi við […]

Miðvikudagur 30.12 2015 - 11:43

Guðjón Samúelsson og íbúðir

Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á íslenska byggingalist og Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins 1920 til 1950.  Nokkur umræða hefur skapast um hugmyndir hans um viðbyggingu við Alþingi og sýnist sitt hverjum.  Hins vegar tel ég að við getum nýtt verk Guðjóns sem uppsprettu hugmynda mun víðar en þar. Guðjón Samúelsson hannaði nefnilega nokkur af vinsælustu […]

Sunnudagur 01.11 2015 - 12:15

Íslenski draumurinn

Þrjátíu nemendur mæta í próf í framhaldsskóla.  Það styttist í útskrift.  Á snögunum við prófstofuna hanga úlpur í röðum eins og klipptar út úr auglýsingum 66°Norður og annarra helstu vörumerkja.  Áætlað verðmæti 1,2 -2,7 milljónir króna. Í hrúgu á borði má sjá nýjustu snjallsímana frá Samsung og Apple. Áætlað verðmæti 2,1-3,0 milljónir króna. Spenna er í loftinu.  […]

Mánudagur 26.10 2015 - 18:31

Vextir og húsnæðisverð

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um áhrif vaxta á húsnæðisverð og rætt við Sigurð Erlingsson, fv. forstjóra Íbúðalánasjóðs og Má Wolfgang Mixa, aðjúnkt í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Þeir segja báðir að lækkandi vextir af íbúðalánum muni stuðla að frekari hækkun húsnæðisverðs vegna þess að greiðslubyrði lána lækki.  „Fyrir vikið verður fólk tilbúið að skuldsetja […]

Föstudagur 23.10 2015 - 12:32

Hagkvæmt húsnæði: Verkmannabústaðir

Á fundi um hvernig við byggjum vandað, hagkvæmt og hratt íbúðarhúsnæði hélt Pétur Ármannsson, arkitekt, erindi um sögu hagkvæmra byggingalausna á Íslandi.  Erindið var einkar áhugavert og sýndi að við getum vel lært af fortíðinni. Þar sýndi hann ljósmyndir og teikningar af nokkrum af vinsælustu íbúðum borgarinnar: Verkamannabústaðir við Hringbraut, vestan Hofsvallagötu. Saga þeirra er merkileg […]

Sunnudagur 18.10 2015 - 13:58

Vandað, hagkvæmt, hratt – upphafsfundur um hagkvæmt húsnæði

Ég ásamt umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra bjóðum til upphafsfundar verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og til upphafsfundarins eru boðnir allir helstu hagsmunaaðilar sem málefnið snertir. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. október kl. 8:30-11:00 en boðið er upp á morgunverð frá kl. 8:00. Fundarstjóri verður Þórhallur Gunnarsson. […]

Mánudagur 12.10 2015 - 12:38

Er geymsla grunnþörf?

„Er ekki hægt að opna geymsluna?“ stundi ég upp úr mér um leið og ég lagði öxlina upp að hurðinni á geymslunni og ýtti hraustlega á hana.  Hurðin opnaðist hægt með drungalegu marri, enda heill sófi sem hallaði sér makindalega upp að henni. Geymslan var orðin full og gott betur.  Eftir stutt en nokkuð hávært samtal okkar […]

Miðvikudagur 23.09 2015 - 14:26

Hagkvæmari íbúðir fyrir ungt fólk

Fyrir nokkru skrifaði ég um tilraunir nágrannalanda okkar til að byggja hagkvæmari og minni íbúðir fyrir námsmenn.  Hér á landi hef ég svo fylgst með af aðdáun baráttu stjórnenda Félagsstofnunar stúdenta fyrir að bjóða námsmönnum upp á fleiri íbúðir sem næst skólanum sínum á viðráðanlegu verði. Húsnæðiskostnaður er stór hluti af útgjöldum námsmanna. Grunnframfærsla námsmanna […]

Mánudagur 07.09 2015 - 08:28

Ikea leiðin: Að ákveða verðið fyrst

IKEA er mikil uppáhaldsverslun mín.  Hvert sem litið er á heimili mínu má sjá þá aðdáun endurspeglast í heimilismunum frá IKEA: Hvíti Ecktorp sófinn sem við slökum á í fyrir framan sjónvarpið, Ingólfarnir sem raða sér eins og litlir hermenn í kringum eldhúsborðið (já, sem er líka frá IKEA), diskarnir sem við borðum á og […]

Sunnudagur 06.09 2015 - 13:13

85 m² raðhús á 14,9 milljónir?

Fyrir hrun var víðar fasteignabóla en á Íslandi.  Í Danmörku náði húsnæðisverð einnig hæstu hæðum og venjulegt fólk átti í erfiðleikum með að eignast heimili, hvort sem um var að ræða kaup á húsnæði, búseturétti eða að finna leiguíbúðir á ásættanlegu verði. Til að bregðast við þessu var farið af stað með verkefni um að […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur