Hvað er íslenskur matur í þínum huga? Mínar hugmyndir um hvað er íslenskur matur voru mótaðar af því sem eldað var í litlu eldhúsi ömmu minnar í Hlíðunum og ævintýramatarferðum í næsta nágrenni Reykjavíkur með afa og ömmu.
Talið er að Þingeyjarsveit, eitt sveitarfélaga á landinu, bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Fjarðabyggð hefur tekið ákvörðun um að hætta gjaldtöku í skrefum en tillaga þess efnis bíður nú afgreiðslu í Reykjavík.
Hollari og bragðbetri skólamáltíðir leiða til betri árangurs í prófum, 14% minni fjarvista og hærri tekna út ævina vegna betri lestrarkunnáttu. Rannsóknir sem unnar voru á áhrifum átaks Jamie Olivers fyrir hollari skólamáltíðum í breskum skólum leiddu þetta í ljós. Hollur matur fyrir börn er því fjárfesting til framtíðar. Engin samnorræn stefna Samnorrænt verkefni um […]
Beggi frændi var einn af þessum yndislegu litríku einstaklingum sem auðga samfélagið á Eyjunni grænu. Til dæmis sá hann lítinn tilgang í skrautblómum í beðum. Beðin hans stóðu þó ekki auð heldur risu þar árlega falleg kartöflugrös. Bónusinn var svo úrvalsuppskera að hausti, sem hans nánustu nutu góðs af. Um jólin horfði ég á stórskemmtilegan […]
Í fyrra bað frumburðurinn um lopapeysuköku í afmælið. Enn og aftur komst ég að því hversu vel gift ég er. Eiginmaðurinn gúglaði sykurmassaskreytingar, sat yfir youtube myndböndum og ég veit ekki hvað og Voila! Lopapeysukakan varð að raunveruleika. Í ár var ákveðið að sameina afmæli dætranna og bjóða fjölskyldu og vinum saman. Enn á […]
Einu sinni var stungið upp á laugardegi sem nammidegi. Nammidagurinn átti að bæta tannvernd og draga úr sykurneyslu. Eitthvað hefur þetta skolast til hjá okkur. …var hugsun mín þegar ég stóð í röð kl. 20.30 á laugardagskvöldi ásamt æsku þessa lands við nammibarinn í Hagkaup.
Jólin eru að koma. Vindurinn gnauðar fyrir utan, Herjólfur siglir ekki en það er hlýtt og notalegt inni í gamla húsinu mínu. Bergsson og Blöndal í útvarpinu. Jólatréð er skreytt rauðum jólakúlum. Trönuberjasósan ilmar af eplum, kanil og appelsínum. Stollen hvílir í hvítum sykurhjúpnum á eldhúsborðinu og kalkúninn bíður eftir að komast að í ofninum. […]
Velferðarvaktin vakti í vikunni athygli sveitarstjórna á mikilvægi þess að halda verði á skólamáltíðum niðri. Staða barna sem áttu í vanda fyrir hrun er síst minni nú. Því þyrfti að tryggja öllum börnum í leik- og grunnskóla hádegisverð alla skóladaga. Tilraunir ýmissa skóla með hafragraut í morgunmat eru einnig athyglisverðar. Við eigum að geta tryggt […]
Gærdagurinn var mögnuð upplifun sem hófst í Skaftárréttum. Sauðfé er þá fjölmennara þar en mannfólkið. Eftir að búið var að draga í dilka var lagt af stað með hóp nokkurra hundruða kindna og á þriðja tug tvífætlinga yfir hraunið í átt að Hraunkoti. Sólin skein, útsýnið var stórkostlegt og félagsskapurinn skemmtilegur. Gosið í Grímsvötnum og […]