Um helgina var Háskóladagurinn haldinn hátíðlega. Þar kynntu innlendir háskólar framboð sitt fyrir áhugasömum framtíðarnemendum. Stórar ákvarðanir bíða þeirra, ekki aðeins hvað eigi að læra og hvar, heldur einnig hvað námið á að kosta. Í ársskýrslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) fyrir árin 2015-2016 kom fram að meðalupphæð námslána þeirra sem hefðu hafið greiðslur af lánum […]
Hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hefur farið hækkandi á undanförnum árum. Þannig er um fjórðungur atvinnulausra, ríflega 1100 manns, með háskólamenntun eða sérskólamenntun á háskólastigi. Viðskiptafræðingar eru fjölmennastir og þar á eftir lögfræðingar. Á sama tíma heyrast svo fréttir að erfiðlega gengur að ráða fólk í ýmis störf og atvinnuleysi mælist lítið sem ekki neitt. Fyrir […]
Það styttist til jóla. Ný ríkisstjórn hefur tekið við og eftir nokkra daga mun Alþingi hefja vinnu við fjárlög ársins 2018. Fjölmargir munu stíga fram og setja fram kröfur sem misjafnlega erfitt verður að mæta. Stjórnmálamenn bregðast við áreiti. En því miður eru það ekki alltaf þeir sem hæst hafa sem standa mest höllum fæti […]
Í haust hefja þúsundir nýnema nám við háskóla landsins. Eflaust hafa þau flest eytt töluverðum tíma í að íhuga hvaða skóla þau eigi að fara í og hvaða fag þau vilja læra. Hvað með ákvörðunina um að taka námslán? Frá aldamótum hefur ársnemum í háskólum fjölgað hratt. Árið 2001 voru ársnemendur í háskólum 7.200 en […]
Sífellt fleiri sveitarfélög taka ákvörðun um að bjóða upp á raunverulega gjaldfrjálsa grunnskólamenntun, nú síðast Garðabær og Akranes, með því að sjá sjálf um ritföng nemenda. Nýjustu fréttir herma að fjölmörg þeirra ætli að nýta sér sameiginleg örútboð Ríkiskaupa við kaup á gögnunum. Þar á meðal Blönduós, Garður, Hafnarfjörður, Hornafjörður og Mosfellsbær. Ákvörðunin kom í […]
Á síðustu árum hefur kvíði barna og ungmenna aukist mikið, ekki hvað síst hjá stúlkum. Sérfræðingar hafa fylgst áhyggjufullir með þessari þróun og bent á ýmsar skýringar. Þeir nefna aukna notkun samfélagsmiðla, prófkvíða, áhyggjur af inntöku í menntaskóla, fjárhag foreldra og frelsisskerðingu barna sem mögulega skýringu. Minni svefn hefur einnig verið nefndur, en um 30-40% […]
Málmsmíði er líka #kvennastarf. Húsasmíði er líka #kvennastarf. Pípulagnir eru líka #kvennastarf. Svona hljóma auglýsingar iðnskólanna. Frábært framtak og vona ég sannarlega að fleiri konur muni verða sveinar í hinum ýmsu iðngreinum þar sem þær eru í miklum minnihluta. Á sama tíma sakna ég auglýsinganna og átakanna til að fjölga körlum í hinum ýmsu störfum […]
Fyrr í vetur fjallaði menntamálanefnd Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um menntaskólann Hraðbraut. Í skýrslunni gerði ríkisendurskoðandi athugasemdir við rekstur skólans, ofgreiðslur frá ríkinu og arð sem eigendur skólans höfðu greitt sér út. Menntamálanefnd tók undir þessar athugasemdir og í framhaldinu ákvað menntamálaráðherra að rifta samningum við skólann. Í bandaríska þinginu eru menn einnig að skoða rekstur […]
Ég er að skoða svör sem Tryggvi Þór Herbertsson fékk um viðmælendur í frétta- og þjóðlífsþáttum RÚV út frá kynjahlutföllum árið 2010. Ég er eiginlega mjög hugsi yfir niðurstöðum útreikninganna, sem eru mínir. Það sem kemur á óvart er að Silfur Egils er eini þátturinn þar sem þingkonur og þingkarlar komu jafn oft fram. Þetta […]