Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 19.03 2017 - 15:48

Íbúðaskortur og töfralausnir?

Árin 2018 / 2019 verða væntanlega árin sem byggingariðnaðurinn verður farinn að framleiða þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta árlegri þörf markaðarins skv. áætlun Samtaka iðnaðarins.  Árin 2018/2019 eru einnig árin sem Bjarg íbúðafélag, nýtt leigufélag í eigu ASÍ og BSRB, áætlar að fyrstu leigjendurnir muni flytja inn í íbúðir þeirra.  Á sama tíma […]

Miðvikudagur 15.03 2017 - 15:39

Af hverju skortir íbúðir?

Töluvert er fjallað um húsnæðisvanda hér á landi.  Mér hefur þótt áhugavert að lesa ýmsar innlendar skýringar á ástæðum vandans.  Hins vegar hef ég saknað þess að ekki sé horft meira til hvað erlendir sérfræðingar sem fjallað hafa um húsnæðisvanda á heimsvísu segja um bæði orsakir og lausnir til að tryggja nægt framboð af hagkvæmu […]

Þriðjudagur 21.02 2017 - 12:12

Er staða ungs fólks verri nú en 1990?

Í Silfri Egils um síðustu helgi var staða ungs fólks rædd og skapaðist nokkur umræða eftir þáttinn. Eitt af mörgu áhugaverðu í þættinum var ábending Teits Björns Einarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skýrslu fjármálaráðherra um svokallaða kynslóðareikninga, nánar tiltekið um þróun efnahagslegrar stöðu þess þjóðfélagshóps sem á hverjum tíma er á aldrinum 20-35 ára miðað við […]

Sunnudagur 16.10 2016 - 17:59

Stöðugleiki og styrk stjórn áfram

Það gengur vel á Íslandi.  Stöðugleiki og styrk efnahagsstjórn hefur einkennt kjörtímabilið.  Við framsóknarmenn viljum tryggja að svo verði áfram.  Í dag kynntu Sigurður Ingi og Lilja Dögg okkar helstu áherslumál fyrir næsta kjörtímabil, sem öll byggjast á hinum mikla árangri sem náðst hefur í stjórn landsins. Lækkum skatta á 80% launafólks. Við ætlum að […]

Mánudagur 10.10 2016 - 06:55

Bættur hagur lífeyrisþega

Hér eru nokkur dæmi um áhrif þeirra breytinga sem lagðar eru til um almannatryggingar í þágu lífeyrisþega: Dæmi 1 af 3 um áhrif nýrra laga um almannatryggingar á eldri borgara: Einstaklingur með 50.000 í lífeyristekjur og 50.000 í aðrar tekjur. Almannatryggingar nú: 166.680 kr, samtals 266.680 kr. Alm.tr. 1. janúar 2017: 237.325 kr, samtals 337.325 […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 17:51

Til hamingju með daginn!

Í dag eru 101 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt með staðfestingu stjórnarskrárbreytingar þann 19. júní 1915.  Þótt mörg skref hafi verið tekin síðan þá í jafnréttisátt þá eigum við enn mikið verk að vinna. Þegar Alþingi kom saman í fyrsta sinn eftir að stjórnarskrárbreytingin um kosningarétt kvenna hafði öðlast gildi las Ingibjörg […]

Miðvikudagur 15.06 2016 - 15:20

Fjölskyldustefna fyrir gott og fjölskylduvænt samfélag

Nýverið lagði ég fram á Alþingi tillögu um fjölskyldustefnu til næstu fimm ára með áherslu á börn og barnafjölskyldur. Að baki liggur vönduð vinna með skýrum markmiðum og tillögum um aðgerðir til að efla velferð barna og skapa betra og fjölskylduvænna samfélag. Verkefnisstjórn um mótun fjölskyldustefnu var falið að móta stefnuna með það að markmiði […]

Miðvikudagur 01.06 2016 - 07:43

Ofbeldi gegn fötluðum börnum

Ofbeldi er brot gegn mannréttindum og grundvallarfrelsi einstaklingum.  Ofbeldi er alltaf alvarlegt en við vitum líka að sumir hópar eru líklegri en aðrir til að sæta ofbeldi og eiga jafnframt erfiðara með að sækja sér hjálp.  Í rannsóknum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) kom fram að fötluð börn eru 3,7 sinnum líklegri til að verða fyrir […]

Föstudagur 06.05 2016 - 12:40

Staða ungs fólks 2004 og 2014

Nýlega var þeirri spurningu varpað fram í breska blaðinu Guardian hvort ungt fólk hefði dregist aftur undir fyrirsögninni „Young people bear the brunt of Generation Y‘s economic woes“.  Töluverð umræða skapaðist um stöðu ungs fólks hér á landi í framhaldinu. Óskaði ég því eftir upplýsingum úr lífskjararannsókn EU-SILC hjá Hagstofu Íslands þar sem staða ungs […]

Laugardagur 27.02 2016 - 09:06

Jöfnuður á Íslandi eykst

Jöfnuður hefur verið að aukast á Íslandi og er nú vandfundið það land þar sem bilið á milli þeirra sem hafa lægstar tekjur og hæstar tekjur er minna en hér. Í Félagsvísum 2015 sést að munurinn á tekjum Íslendinga hefur ekki mælst minni í áratug. Þar kemur fram að svokallaður Gini-stuðull var lægri árið 2014 […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur