Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilja að tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar til grundvallar endurskoðun á stjórnarskránni. Gaman var að sjá hvað niðurstöður kjósenda við hinum spurningunum voru í miklu samræmi við stefnu og ályktanir Framsóknarflokksins. Sp. 2 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? […]
Í vor samþykkti Alþingi ný lög um réttarstöðu transfólks. Við vinnslu frumvarpsins þurfti ég að horfast í augu við mína eigin fordóma og það var ekki þægilegt. Við vinnslu málsins kom fjöldi fólks á fund velferðarnefndar og þar á meðal Anna Kristjánsdóttir. Ég hafði í gegnum tíðina fylgst með henni í fjölmiðlum, lesið bloggpistlana hennar […]
Ungt fólk á Íslandi hefur frekar verið hvatt til að skulda en að spara. Lán hafa verið álitin bókstaflegt lán eða heppni hvers þess sem fær lánið. Þessu þarf að breyta. Því hef ég lagt fram frumvarp um sérstakar skattaívilnanir til þeirra sem leggja peninga til hliðar vegna húsnæðisöflunar. Þar er lagt til að reglubundinn, […]
Ég hef óskað eftir fundi í velferðarnefnd um breytt fyrirkomulag niðurgreiðslu ríkisins á ofvirknislyfjum til fullorðinna, þróun á notkun á geð- og taugalyfjum og skort á heildstæðri geðverndarstefnu. Geðfötlun og geðsjúkdómar eru ein helsta ástæða örorku á Íslandi og í dag er Geðhjálp stærstu undirsamtök Öryrkjabandalagsins. Notkun á og kostnaður vegna geð- og taugalyfja hefur […]
Bæklingurinn um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskránni er kominn í hús. Um leið og ég blaða í gegnum hann, fannst mér tilvalið að deila kosningaauglýsingu okkar Framsóknarmanna frá síðustu Alþingiskosningum um breytingar á stjórnskipun og stjórnarfari. Hér má einnig finna ályktanir flokksins frá flokksþinginu 2011 um það sem við teljum mestu skipta við breytingar á […]
Viðskiptablaðið birtir áhugavert viðtal við Yves-Thibault de Silguy, fv. framkvæmdastjóra hjá ESB sem bar ábyrgð á undirbúning upptöku evrunnar og hefur verið kallaður „faðir evrunnar“. Það sem vakti einna helst athygli mína í viðtalinu var eftirfarandi: 1) Ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru eru tvær ólíkar ákvarðanir. „Þið þurfið að byrja á að […]
Lýðræði ríkti á blogginu og Facebook á föstudag. Lesendur og vinir ákváðu, eftir mjög spennandi kosningar, að íslenskir lambaskankar með spænsku ívafi yrðu í matinn á laugardagskvöldið. Næsta skref var að efna kosningaloforðið og töfra fram hægeldaða lambaskanka með chorizo pylsu og hvítlauk ásamt silkimjúkri kartöflumús að hætti Lorraine Pascale. Eftir að hafa kíkt í […]
Vikan er búin að vera viðburðarrík og fjölskyldan hefur eilitið setið á hakanum. Því er ætlunin að bretta upp ermar og elda eitthvað ofsalega gott fyrir kallinn og dæturnar á morgun. Það verður þó að vera smá pólitík í þessu og því hef ég ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um hvað á að vera í […]
Kastljós fjallaði um mikla framúrkeyrslu við uppsetningu á bókhaldskerfi ríkisins. Áætlanir gerðu ráð fyrir 160 milljóna kr. kostnaði en hann virðist hafa endað í rúmum 4 miljörðum. Umfjöllunin byggði á drögum á svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem þingmenn höfðu margítrekað reynt að fá afhenta. Helstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar og Fjársýslunnar, – fulltrúa hins opinbera í málinu eru […]