Fyrir Alþingiskosningar 2009 lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á lýðræði og réttlæti fyrir okkur öll. Því ætluðum við að ná með því að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá sem tryggði sjálfstæði Alþingis og setti framkvæmdavaldinu skorður. Megináherslur okkar voru að ný og nútímaleg stjórnarskrá yrði samin þar sem aðskilnaður löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds yrði skerptur til muna. Því […]
Ég dvaldi í tvo mánuði á meðgöngudeild Landspítalans sumarið 2006 vegna fyrirsætrar fylgju og blæðinga. Yngri dóttir mín fæddist svo með keisaraskurði nokkrum vikum fyrir tímann. Þetta var einkennilegur tími. Erfiður tími. Eftirminnilegur tími. Konur komu og fóru. Sumar stoppuðu stutt, aðrar í nokkrar vikur. Fréttir utan deildarinnar hættu að skipta máli. Mestu máli skipti […]
Fyrir stuttu kvaddi ég gamla vini. Þau voru að flytja erlendis og höfðu ekki í hyggju að snúa aftur. Staðan á Íslandi var rædd. Fleiri vinir sögðu að þeir væru að íhuga að fara. Allt barnafólk með góða menntun, í vinnu og búsett á höfuðborgarsvæðinu. Allir nefndu baslið við að halda í húsnæðið, reka bílinn […]
Ég og félagar mínir fengum slæma útreið hjá Óttari Guðmundssyni, rithöfundi og geðlækni nýlega í frétt á Visir.is. Eftir að hafa tjáð sig ítarlega um geðraskanir Egils Skallagrímssonar segir Óttar: „…hann hefði getað orðið dæmigerður framsóknarbóndi og stundað þar grimma eiginhagsmunahyggju, en hann hugsaði alltaf fyrst og fremst um sig sjálfan.“ Mig setti hljóða um […]
Fjölskyldan ákvað að eyða deginum í leit að kræklingi í Hvalfirðinum. Tékkað var hvenær háfjara væri, góðum vinum boðið með, stígvél fengin að láni hjá vandamönnum og nesti pakkað í stóra tösku. Veðurguðirnir voru með á nótunum og fjörðurinn nánast spegilsléttur. Afrakstur dagsins kominn heim í vaskinn… Og í pottinn. Góður dagur að […]
Ég kvaddi fyrir stuttu gamla vini. Þau voru að selja allt sitt hafurtask og flytja af landi brott. Stefna ekki að því að koma aftur heim. Staðan á Íslandi barst í tal. Fleiri viðstaddir sögðu að þeir væru að íhuga að fara. Allt barnafólk með góða menntun og í ágætis vinnu. Allir að basla við […]
Innlánsreikningar sem staðið hafa óhreyfðir í 15 ár eða lengur eru 100.084 með um 1,5 ma. kr. inn á þessum reikningum. Ef eigendur vitja þeirra ekki að 20 árum liðnum fyrnast þeir og fjármálafyrirtækin eignast þessa peninga sbr. 4. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Bretar ákváðu að engin ástæða væri til að styrkja fjármálafyrirtækin […]
Í bókun við skýrslu endurskoðunarnefndar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sögðu fulltrúar Farmanna og Fiskimannasambands Íslands, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, Sjómannasambands Íslands og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna að: ákvæði komi inn í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins um þjóðareign á auðlindinni. veiðiheimildir verði bundnar við skip. framsal á veiðiheimildum frá skipi verði bannað. Geti útgerð ekki nýtt veiðirétt sinn […]
Íslendingar byrja snemma að stunda kynlíf. Í könnun frá 2006 um heilbrigði skólabarna í heiminum kom í ljós að 29% íslenskra drengja á aldrinum 15-16 ára höfðu stundað kynmök. Hlutfallið var töluvert hærra meðal stúlkna, eða 36% og var einungis hærra hjá dönskum (40%) og grænlenskum (66%) stúlkum. Fjöldi bólfélaga er einnig hæstur hér á […]