Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 29.11 2011 - 09:56

Ræðst á þá sem lakast standa

ASÍ hefur staðið í baráttu við stjórnvöld um túlkun á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga frá því í maí.  Þar lýsti norræna velferðarstjórnin því yfir að stjórnvöld myndu endurskoða bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga milli ASÍ og SA, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir nytu hliðstæðra kjarabóta og um verður samið í kjarasamningum. Samkvæmt yfirlýsingunni […]

Föstudagur 25.11 2011 - 10:36

Ríkið greiði kostnað við gjaldþrotaskipti

Alþingi samþykkti í fyrra að stytta fyrningarfrest í tvö ár á þeim kröfum eða þeim hluta þeirra sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti.  Við meðferð málsins var bent á að efnaminnstu  einstaklingarnir myndu ekki geta farið fram á gjaldþrotaskipti vegna hárrar greiðslu fyrir skiptakostnað. Því er raunveruleg hætta á að þessir einstaklingar hangi í lausu […]

Miðvikudagur 16.11 2011 - 21:14

Að læra að einkavæða?

Í umfjöllun Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma var gagnrýnt harkalega hversu opin heimildin var um að selja ríkisbankana.  Allt mat og stefnumörkun á kaupendum, verði, áformum kaupenda, tímapunktur sölunnar o.s.frv. var í höndum framkvæmdavaldsins. Einkavæðingarferlið á ríkisbönkunum tveimur á sínum tíma var óásættanlegt.  Allir þingmenn tóku undir það.  Þó nokkrir stjórnarliðar töldu […]

Föstudagur 11.11 2011 - 07:27

Jónas og lögmál Goodwins

Lögmál Goodwins segir að með nægum tíma, sama hvaða umræðuefni, mun einhver að lokum gagnrýna eitthvert atriði með því að líkja því við hegðun og atferli Hitlers og Nazisma.   Goodwin segir jafnframt að í hvert sinn sem deiluaðili líkir hinum við Hitler og co þá er rökræðunni lokið og viðkomandi hefur sjálfkrafa tapað umræðunni. […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 13:39

Afleiðingar eineltis

Afleiðingar eineltis er margvíslegar.  Í rannsókn sem Námsmatsstofnun gerði kom í ljós marktæk neikvæð tengsl á milli eineltis og námsárangurs (-0,10).  Einelti fylgja lægri einkunnir. Rannsóknin sýnir einnig að tengslin á milli eineltis í  4. bekk við einkunnir í 10. bekk eru síst minni en tengslin milli eineltis í 4. bekk við einkunnir á sama […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 05:55

Örvænting ESB aðildarsinna

Aþena er fallin, Róm brennur og París og Berlin vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þessar staðreyndir eru sárar fyrir þá sem vilja að Ísland gangi inn. Örvænting ESB aðildarsinna er fullkomin. Lausnin er að tala niður Ísland og allt sem íslenskt er. Því er ráðist á þá sem telja að hagsmunum Íslands sé best borgið […]

Miðvikudagur 09.11 2011 - 13:12

Yfirlýsing frá þingflokki framsóknarmanna: Villandi og meiðandi umfjöllun

Þingflokkur Framsóknarmanna fordæmir villandi og meiðandi umfjöllun um Framsóknarflokkinn sem birt var á bls. 46 í Fréttatímanum helgina 4.-6. nóvember undir yfirskriftinni „heimurinn“, og er skrifuð af Eiríki Bergmann Einarssyni dósent við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi varaþingmanni Samfylkingarinnar. Eiríkur fjallar þar í nokkrum greinum um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar í Evrópu og blandar Framsóknarflokknum í þá […]

Sunnudagur 06.11 2011 - 11:58

Sambandsríki Evrópu?

Evrópusambandið er í mikilli krísu.  Æ fleiri telja nauðsynlegt að gera róttækar breytingar á samstarfi þjóðanna til að tryggja að það lifi af. Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, er einn þeirra.  Hann sagði að við skyldum vona að ESB og evran lifi af krísuna. Síðan skyldum við vona að það tæki upp sameiginlegt fjármálakerfi, efnahagsstjórnun, fjármálaeftirlit […]

Laugardagur 05.11 2011 - 09:22

Bjarni og Hanna Birna

Áhugamenn um stjórnmál hafa loksins fengið svar við vangaveltum sínum um hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni Bjarna Benediktssyni. Bjarni tók við Sjálfstæðisflokknum í miklum sárum eftir bankahrunið.  Niðurstaða síðustu þingkosninga voru þær verstu í sögu flokksins og það hlýtur að ergja hann hve erfiðlega hefur gengið að toga fylgið […]

Föstudagur 04.11 2011 - 08:50

Einelti

Mikil umræða hefur verið um einelti í skólum.  Foreldrar og börn hafa komið fram opinberlega og sagt frá sárri reynslu af einelti.  Starfsmenn skóla hafa staðið hljóðir hjá og lítið getað tjáð sig. Í gær barst fréttatilkynning frá formanni Skólastjórafélags Íslands og varaformanni Félags grunnskólakennara.  Þar gagnrýndu þær umræðu um einelti í fjölmiðlum og vildu […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur