Í leiðara Fréttablaðsins í gær tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, upp málflutning Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) gegn íslenskum landbúnaði um að hér sé eitt hæsta búvöruverð á byggðu bóli úti í búð. Hans lausn er að koma á samkeppni, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning. Skoðum aftur staðreyndir, frekar en fullyrðingar. Í […]
Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, forystumenn Samtaka verslunar og þjónustu skrifa grein í Fréttablaðið þar sem þau fullyrða að „… íslenskir skattgreiðendur [búa] við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og íslenskir neytendur við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi.“ Stundum borgar sig að tékka á staðreyndum þegar fullyrt er. Ég kíkti á verð á vefsíðum Sainsbury’s […]
Egill Helgason, Páll Vilhjálmsson og fleiri hafa verið að velta fyrir sér hvar Framsókn er að finna í litrófi stjórnmálanna. Erum við hægri, vinstri, miðju, út í kanti, þjóðernissinnaður eða landsbyggðar? Viljum við starfa með Sjálfstæðisflokknum, ríkisstjórnarflokkunum eða bara ekki starfa með neinum… Framsókn hefur alltaf farnast best þegar við hættum að skilgreina okkur út frá […]
Í bítinu í morgun sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, að verðbólga væri komin til vegna þess að hagkerfið væri að taka aftur við sér. Hann virtist telja að stjórnvöld gætu lítið gert til að draga úr henni. Vandinn væri helst Seðlabankans að leysa, enda gætu stjórnmálamenn ekki axlað ábyrgð á erfiðum aðgerðum eins og […]
Íslenskt hagkerfi horfir fram á stöðnun í hagkerfinu samhliða hækkandi verðbólgu, (e. stagflation). Seðlabankinn telur hættu á að verðbólga fari yfir 5% á síðasta fjórðungi ársins. Meginástæðan er hækkun á olíu, hrávöru, húsnæði og opinberri þjónustu. Á sama tíma er eftirspurn eftir lánsfé lítil, fjárfestingar í lágmarki og atvinnuleysi hátt. Við þessar aðstæður getur stýritæki Seðlabankans, […]
Sérfræðingahópur sjávarútvegsráðherra hefur skilað skýrslu um áhrif breytinga á fiskveiðistjórnun. Þeirra niðurstaða er að bann við framsali og beinni/óbeinni veðsetningu dragi úr hagkvæmni sjávarútvegsins og getu hans til að fjármagna sig með ódýrasta mögulega hætti. Ráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa varist með því að benda á að huga verði að öðrum þáttum en bara hagkvæmni […]
Fyrir stuttu barst mér þessi tölvupóstur með reynslusögu ungs fólks af íbúðakaupum: „Ég hóf minn búskap árið 2002 í Reykjavík en ég er borin og barnfædd út á landi og það sama á við um unnusta minn. Við fluttum saman til Reykjavíkur þar sem ég hóf háskólanám. Í stað þess að leigja okkur íbúð keyptum […]
Í skýrslu OECD segir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu: „Iceland has been successful in managing its large industry thanks to its systems of Total Allowable Catches (TACs) based on scientific recommendations and Individual Quota System (IQS), which gives quota holders a strong incentive to ensure that the resource is managed well. This system could be threatened […]
Það er að verða bylting í heimi bóka. Í fyrsta skipti um síðustu jól fór fólk í umtalsverðu mæli að kaupa rafrænar bækur til að lesa í lestölvum. Ég tel mjög brýnt að við reynum að styðja við þessa þróun hér á landi, og þar með okkar litla málsvæði. Því spurði ég fjármálaráðherra um tolla […]
Í kvöld samþykktum við að hefja rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Það var gert í formi þingsályktunar og hún er svohljóðandi: Alþingi ályktar, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, sbr. einnig ályktun þingsins um rannsóknarskýrslu Alþingis frá 28. september 2010, að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd er leiti sannleikans um aðdraganda og […]