Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 09.06 2011 - 17:08

Eldhúsdagsræða ’11

Frú forseti, góðir Íslendingar. Nú þegar hillir vonandi undir þinglok og kjörtímabilið er hálfnað getur verið gott að staldra við og horfa um öxl. Við framsóknarmenn getum gert það með stolti. Allt frá efnahagshruninu höfum við lagt fram umfangsmiklar tillögur á fjölmörgum sviðum sem eiga það sameiginlegt að endurspegla sýn okkar á hið nýja Ísland, […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 14:23

Framtíðarstefna í sjávarútvegi

Þingflokkur Framsóknarmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um mótun framtíðarstefnu í sjávarútvegi. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa samráðshóp til að leita leiðar til að móta skýra stefnu til lengri tíma í sjávarútvegsmálum. Hópurinn verði skipaður fulltrúum allra þingflokka, fulltrúum atvinnulífsins, launþega, sveitarfélaga, fyrirtækja í sjávarútvegi og annarra hagsmunasamtaka. Hópurinn […]

Sunnudagur 05.06 2011 - 19:46

Sjómannadagsræða í Eyjum

Ágætu sjómenn, fjölskyldur og aðrir Eyjamenn. Fiskur hefur alltaf leikið stórt hlutverk í fjölskyldu minni. Við höfum fengist við útgerð, eldi, veiðar, vinnslu, sölu, matreiðslu og í raun flest allt sem viðkemur fisk og sjávarútvegi. Þegar við hittumst, hvort sem er í fjölskylduboðum eða við eldhúsborðið, líður því sjaldan á löngu þar til umræðan er […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 16:52

Velkominn Ásmundur Einar

Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn og þingflokk Framsóknarmanna í dag. Þetta er ánægjuleg viðbót og mun efla okkur og styrkja flokkinn. Hann rökstyður þessa ákvörðun með því að honum hafi hugnast málflutningur Framsóknarmanna á undanförnu þá sérstaklega afstaða okkar til skuldavanda heimila og fyrirtækja, baráttu okkar í Icesave, afstöðu til landsbyggðarinnar og […]

Föstudagur 27.05 2011 - 18:53

Að reikna RÉTT

Umboðsmaður skuldara kynnti niðurstöður sínar og Kristjáns Jónassonar og Stefáns Inga Valdimarssonar, stærðfræðinga við Raunvísindastofnun Háskólans um endurútreikning gengistryggðra lána. Fyrst jákvæðu fŕettirnar. Útreikningar þeirra sýna að fjármálafyrirtækin kunna að leggja saman rétt. Bravó, klapp, klapp… Hún staðfestir einnig að ekki er notuð saman aðferðafræðin hjá öllum fyrirtækjunum.  SP-fjármögnun, Lýsing og Íslandsbanki eru að reikna […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 11:43

Framsal og veðsetning

Ein gagnrýnin (af mörgum) á frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnun er að það taki hagræðið úr kerfinu þar sem ekki verður lengur hægt að framselja aflaheimildir á milli fyrirtækja né að veðsetja óbeint. En er það svo? Í 7.gr. frumvarpsins segir: „Varanlegt framsal aflahlutdeilda er óheimilt. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er framsal aflahlutdeilda […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 09:36

Veruleikafirrt fólk

Á flokksstjórnarfundi VG sagði Steingrímur J. Sigfússon: „Það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu fólki.“  Stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar fullyrðir að ríkisstjórnin hefði allan tímann staðið með almenningi, eða skuldurum í umfjöllun um gengistryggð lán. Það er erfitt að viðurkenna mistök í pólítík, – en það hljóta samt að vera takmörk. Krafa um almenna leiðréttingu […]

Mánudagur 23.05 2011 - 08:18

Gos og aska

Hugur minn er með fólkinu fyrir austan.  Það er aðdáunarvert hvað fólk hefur sýnt mikið æðruleysi.  Mikið af lambfénu var komið út og áhyggjur fólks snéru helst að þeim. Í gærkvöldi byrjaði askan að falla í Heimaey. Dóttir mín hringdi og sagðist vera á leið til vinkonu sinnar.  „Það er stórt öskuský að nálgast,“ sagði hún og það […]

Fimmtudagur 19.05 2011 - 13:27

Verðtrygging – deyfilyf stjórnvalda

Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 11:36

Ímynd og útvegsbændur

Ég er farin að heyra auglýsingar frá útvegsmannafélögum hringinn í landið.   Í auglýsingunum er bent á mikilvægi íslensks sjávarútvegs og fjölda þeirra starfa sem atvinnugreinin skapar. Þetta er gott framtak hjá aðildarfélögum Landssambands íslenskra útvegsmanna.  Alveg bráðnauðsynlegt í ljósi slakrar ímyndar sambandsins og greinarinnar í heild, sérstaklega eftir mistökin í tengslum við síðustu kjarasamninga. Við […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur