Ég er ekki viss um að allir átti sig fyllilega á því við hvað er átt þegar talað er um ofþyngd og offitu. Ég veit að ég gerði mér litla grein fyrir hvað þessi orð þýddu áður en ég fór að kynna mér málið. Auðvitað hafði ég sterka ímynd í höfðinu sem poppaði upp í hvert sinn sem rætt var um offitu. Hún var af sama toga og fylgir yfirleitt umfjöllun fjölmiðla um þessi mál: Risavaxið fólk að borða hamborgara, stórir magar og skvapaðir rassar, sem vagga letilega um skjáinn. Það kom mér þess vegna mikið á óvart þegar ég áttaði mig á því að fólkið sem raunverulega fyllir flokkana ofþyngd og offita er að langstærstum hluta bara ósköp venjulegt fólk sem fæstir myndu tengja við offitufaraldurinn ógurlega.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir ofþyngd og offitu á einfaldan hátt: Þyngdarstuðull (BMI) 25 og yfir þýðir ofþyngd og þyngdarstuðull 30 og yfir þýðir offita. Þyngdarstuðull er reiknaður með því að deila þyngd með hæð í öðru veldi (kg/m2). Það er ekkert annað sem þarf að koma til svo manneskja teljist of þung eða of feit, engar aðrar heilsufarsbreytur, líkamsástand eða önnur atriði sem þarf að taka með í reikninginn. Bara X mörg kíló miðað við hæð.
Til þess setja þetta í samhengi þá þarf maður sem er 180 cm á hæð að vera 98 kg til þess að teljast of feitur. Til þess að teljast of þungur þarf hann að vera 81 kíló. Þetta eru ekki sláandi tölur. Þegar ég fór að kanna þetta óformlega meðal vina og vandamanna kom í ljós að margir voru yfir kjörþyngd. Flestir karlmenn sem ég þekki eru t.d. of þungir samkvæmt stöðlum eða mjög nálægt því. Grannir eða meðalvaxnir menn sem enginn myndi segja að væru „of þungir“. Þeir sem voru í offituflokki voru yfirleitt fólk sem flestir myndu segja að væri þybbið eða dálítið þétt – ekki einu sinni feitt og alls ekki akfeitt. Venjulegir miðaldra menn með ístru og búttaðar konur. Ekki beinlínis fólk sem rúllar eftir gangstéttinni með tvöfalda steikarsamloku í annarri hendinni og tveggja lítra kók í hinni. En þetta er fólkið sem tölfræðin um „offituvandamálið“ byggir á að stærstum hluta.
Hlutfallið skiptist þannig að af þeim sem teljast yfir kjörþyngd eru flestir (2/3) í ofþyngdarflokki. Þetta er ekki fólk sem vekur athygli vegna líkamsstærðar sinnar og fæsta myndi gruna að þessi hópur væri hluti af opinberum tölum um „offituvandann“. Af þeim sem þriðjungi sem eftir er, fólki í offituflokki, hefur meirihlutinn þyngdarstuðul milli 30 og 35, sem þýðir væg offita. Við erum því yfirleitt ekki að tala um stórkostlega feitt fólk þegar rætt er um ofþyngd eða offitu.
Þegar fyrirsagnir birtast um að helmingur þjóðarinnar sé of þungur eða eitthvað álíka er þess vegna ágætt að hafa hugfast að hér er mestmegnis verið að tala um venjulegt fólk. Stærstur hluti þeirra sem liggja á bak við þessa tölfræði á ekki við alvarleg heilsufarsvandamál að stríða. Þetta er ekki einu sinni fólk sem væri talið sérstaklega feitt. Þetta er bara fólk eins og ég og þú, amma þín, maki, besti vinur eða bróðir. Ef „offitufaraldurinn“ vísaði eingöngu til fólks sem lítur út eins og myndirnar sem venjulega fylgja fjölmiðlaumfjöllun af þessu tagi, þá værum við að tala um örlítið brot þjóðarinnar.
Á þessari heimasíðu má finna myndaseríu sem sýnir vel hversu skrýtnar þessar skilgreiningar um þyngdarflokkana eru og hvernig fólkið sem fyllir þessa flokka lítur út í raunveruleikanum: http://kateharding.net/bmi-illustrated/
Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér. Var að pæla hvort að mega-fitubollurnar héldu sig bara inni því maður verður ótrúlega sjaldan var við einstaklinga sem ég myndi kalla offitusjúklinga.
Góðu pistill. Takk fyrir.
Langar þig virkilega til að hafa bara alla sem feitasta? Og kannski hafa alla sem feminista líka? Hvað ertu að reyna að réttlæta?
Veistu það að mig langar frekar að saga af mér fótinn heldur en að ræða þetta eitthvað frekar við þig.
Fróðleg pæling. Hinsvegar varðandi þessa „tilfinningu“ okkar um útlit fólks, þá verður það að viðurkennast, að hún hefur breyst með vaxandi velmegun. Þegar Dolphin var krakki fyrir 60+ árum, þá hefði mörg manneskjan, sem núna þykir bara „normal“ verið talin feit. Þá þótti reyndar merki um velmegun að vera „vel í skinn komið“. En þegar venjulegur launaþræll, sem er svona tæpur meðalmaður, þ.e. 180 cm að hæð, er orðinn yfir 80 kg er heilsunni hætt, það er bara ekki flóknara en það. Þá fer af stað ferli, sem leiðir óhjákvæmilega til sjúkdóma af einhverju tagi. Erfðir hafa svo mest um það að segja hvaða hluti líkamsstarfseminnar lætur undan.
Takk fyrir þennan pistil. Ég er búin að vita það (og viðurkenni að hafa haft töluverðar áhyggjur af) að ég er með BMI 28. Ég stunda fjölbreytta hreyfingu 4 sinnum í viku en hef ekki haft geð í mér í að vera í neinu sérstöku aðhaldi í mataræðinu (tel mig samt borða fjölbreyttan, hollan mat að mestu leyti). En mér hefur fundist ég feit. En eftir að ég las þennan pistil þinn prófaði ég að setja inn tölur mannsins míns sem engum myndi detta í hug að kalla feitan og hann er með nákvæmlega sama BMI stuðul og ég! Þetta sýnir kannski ekki síst hvað kröfurnar eru mismunandi gagnvart kynjunum.
Jahá!… Mér finnst þetta nú bara sanna það að BMI stuðullinn er ekki hið heilaga og eina og sanna mælitæki á heilbrigði eða offitu :/
Ég heyrði einhversstaðar að gildin hafi einu sinni verið hærri og svo hafi þau verið lækkuð til að koma á móts við megrunarbransann.. Það væri gaman að fá að vita sögu BMI og þróun hans.
Diddi: Frænka mín býr í Ameríkunni og hún segir að sjúklega feitt fólk láti oft ekki sjá sig í búðum á daginn, heldur versli t.d í Wallmart á nóttunni vegna aðkasta sem það fær á daginn 🙁
Spurning hvort þessi hópur fólks sé einmitt að ganga í gegnum það sama hérna á Íslandi, þ.e.a.s að fordómar gagnvart feitu fólki leiði að sér að það þori hreinlega ekki út úr húsi….
Ég er ein af theim sem telst hafa væga offitu thar sem ég er med BMI tæplega 34. Ég er samt bara ein af theim sem er af flestum talin thybbin, nota fot númer 14-16 sem teljast nú varla stórkostleg offitunúmer. Ég fer allra minna ferda hjólandi og gangandi og borda yfirleitt hollt. Tel mig ekki óheilbrigda ad neinu leiti og er bara mjog sátt í mínum líkama… en samkvæmt BMI thá er ég offitusjúklingur, magnad !
Langar að þakka þér fyrir mjög góða og skynsamlega pistla, á þessum tímum efnishyggju og „umbúða“ er mjög gott að heyra talað um líkamsvirðingu og heilbrigða lífshætti.
„Overweight and obesity are defined as abnormal or excessive fat accumulation that presents a risk to health.“ (af who.int).
Hvaðan fékkst þú þær upplýsingar að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi offitu með þessum einfalda (og undarlega) hætti, út frá BMI einvörðungu?
það er nú tekið fram þegar bmi er reiknað að það beri að taka tillit til vöðvamassa og beinabyggingar t.d á doktor.is og það þarf einnig að taka það fram að það eru aðrar tölur fyrir 35 ára og eldri vegna þess að fituhlutfall líkamans eykst venjulega með aldri og vöðvamassi rýrnar sjá t.d. http://www.doktor.is/index.php?option=com_prof&id=bmi
mér finnst pistlarnir þínir oft ágætir en mjög oft litaðir af því viðhorfi að það sé í lagi að vera feitur, það er kannski ekki alveg uppá líf og dauða að lenda í ofþyngdarflokknum en flestir þeir sem ég þekki og lenda í þessum flokkum mættu alveg missa sitt fitulag…já og það er nú afar ólíklegt að manneskja með bmi 34 komist í föt nr. 14-16 – sorrý – ekki nema kannski mjög svo teygjanlegar peysur og joggingbuxur – gallabuxur nó vei
Tinna. Þetta snýst ekkert um að fólk mætti ekki missa fitulag. Þetta snýst um, hvernig hlutirnir eru skilgreindir. Manneskja sem er þybbin á ekki að lenda í offituflokki í einhverjum „þyngdarstuðli“. Ef hún gerir það er sá stuðull auðvitað kolrangur.
En þessi rangi stuðull er samt notaður til að vera með hryllingsfyrirsagnirnar í blöðum „helmingur þjóðarinnar of þungur“.
Og svo fylgja auðvitað myndirnar með af risavaxinni manneskju að borða hamborgara og við förum að halda að helmingur þjóðarinnar sé í þannig ástandi eða allavega nálægt því. Og við förum að fá áhyggjur af ástandinu og förum að hugsa hvort við ættum nú ekki að fara að taka okkur sjálf í gegn og hvernig gerum við það? Með því að fara í líkamsræktarstöðvar, fara í megrun (eða eins og það heitir núna „taka sig á“), kaupa megrunarduft, megrunarpillur etc.
Og hver græðir? Megrunariðnaðurinn auðvitað.
Fullt af fullkomlega heilbrigðu fólk kaupandi vörurnar þeirra haldandi að þau séu of feit og að allt samfélagið sé að verða eins og þeir allra feitustu í USA.
Guðrún, það er einmitt þessi skilgreining sem er bara ekkert svo ofboðslega röng, manneskja sem er þybbin er þybbin, það þýðir með óþarfa fitu utan á sér skv. heilsufarssjónarmiðum – eða er það kannski bara rangt að ofþynd og offita auki líkur á ýmsum sjúkdómum.
Þessi stuðull er leiðbeinandi og enginn heilagur andi á honum og mér til efs að hann komi í stað heilbrigðrar skynsemi hjá allflestum.
Held að það þurfi ekkert að óttast um að fólk fari í unnvörpum að ,,taka sig á“ á röngum forsendum þó fréttir sem þú nefnir komi í fjölmiðla með ýktum myndum, enda flestir sem gera sér grein fyrir því í dag að fjölmiðlar velja afar sterkar birtingarmyndir til að miðla sínu efni.
Nei – BMI er ekki eitthvað sem megrunariðnaðurinn fann upp heldur er þetta rannsóknir á tenginu á milli BMI gildist og líkur á því að viðkomandi látist af fitutengdum sjúkdómi. Sjáið með því að myndagoogla BMI og Mortality.
Stundum er talið of þröngt sérstaklega fyrir karlmenn að viðmiðun fyrir „marginal obesity“ sé 25, 27 sé nær lagi. Ég er 173 cm og skv BMI eru þyngdarmörk mín frá um 58 kg til 75 kg sem er bara ansi breytt bil og gefur ágætist svigrúm fyrir stór og lítil bein.
ups átti að vera offitutengdum sjúkdómi …
þetta er stuðull sem ætti að taka úr notkun og notast frekar við fitumælingar% ef út í mælingar er farið. annars á að vera nóg fyrir fólk að líta í spegillinn og þegar einstaklingur getur ekki lengur skeint sér vegna fitu ætti hann að sjá að hann sé þá orðinn offitusjúklingur á háu stigi og sparka í rassgatið á sjálfum sér. sem betur fer var ég ekki svo langt genginn þegar ég fattaði að ég átti við vandamál að stríða. er núna búinn að léttast um ca 35kg og er í ágætis form með smá bumbu er ca 90-92kg 176cm en er samt talinn offitusjúklingur samkvæmt bmi mælingum.
Tinna. Það að manneskja sé með aðeins utan á sér þýðir ekki átómatískt að hún sé í neinni líkamlegri hættu. Það er einmitt þessi tenging sem er þó búið að koma inn hjá okkur, þ.e að manneskja muni fá hjartaáfall bara við að vera aðeins þybbin.
Og varðandi galla BMI þá eru þeir samkvæmt Wikipediu:
„Some argue that the error in the BMI is significant and so pervasive that it is not generally useful in evaluation of health.[15][16] University of Chicago political science professor Eric Oliver says BMI is a convenient but inaccurate measure of weight, forced onto the populace, and should be revised.[17]
The medical establishment has generally acknowledged some shortcomings of BMI.[18] Because the BMI is dependent only upon weight and height, it makes simplistic assumptions about distribution of muscle and bone mass, and thus may overestimate adiposity on those with more lean body mass (e.g. athletes) while underestimating adiposity on those with less lean body mass (e.g. the elderly).
A 2005 study in America showed that overweight people had a similar relative risk of mortality to normal weight people as defined by BMI.[19]
In an analysis of 40 studies involving 250,000 people, patients with coronary artery disease with normal BMIs were at higher risk of death from cardiovascular disease than people whose BMIs put them in the „overweight“ range (BMI 25–29.9).[20] In the intermediate range of BMI (25–29.9), BMI failed to discriminate between bodyfat percentage and lean mass. The study concluded that „the accuracy of BMI in diagnosing obesity is limited, particularly for individuals in the intermediate BMI ranges, in men and in the elderly… These results may help to explain the unexpected better survival in overweight/mild obese patients.“[21]
Body composition for athletes is often better calculated using measures of body fat, as determined by such techniques as skinfold measurements or underwater weighing and the limitations of manual measurement have also led to new, alternative methods to measure obesity, such as the body volume index. However, recent studies of American football linemen who undergo intensive weight training to increase their muscle mass show that they frequently suffer many of the same problems as people ordinarily considered obese, notably sleep apnea.[22][23]
A further limitation relates to loss of height through aging. In this situation, BMI will increase without any corresponding increase in weight.
A study by Romero-Corral et al., using data representing noninstitutionalized civilians in the United States, found that BMI-defined obesity was present in 19.1% of men and 24.7% of women, but that obesity as measured by bodyfat percentage was present in 43.9% of men and 52.3% of women.[24]
The exponent of 2 in the denominator of the formula for BMI is arbitrary. It is meant to reduce variability in the BMI associated only with a difference in size, rather than with differences in weight relative to one’s ideal weight. If taller people were simply scaled-up versions of shorter people, the appropriate exponent would be 3, as weight would increase with the cube of height. However, on average, taller people have a slimmer build relative to their height than do shorter people, and the exponent which matches the variation best is between 2 and 3. An analysis based on data gathered in the USA suggested an exponent of 2.6 would yield the best fit for children aged 2 to 19 years old.[25] The exponent 2 is used instead by convention and for simplicity.
As a possible alternative to BMI, the concepts fat-free mass index (FFMI) and fat mass index (FMI) were introduced in the early 1990s.[26]“
ÞAð er voðalega erfitt að sjá heilsuskaðann í því að vera sirka 20 kílóum „of þungur“ ef viðkomandi stundar þolþjálfun, er með lágan púls og lágan blóðþrýsting. Hvernig kemur það út á móti því að vera í kjörþyngd og hreyfa sig ekkert, jafnvel reykja. – Það er fráleitt að gera ekki skarpan greinarmun á þéttholda fólki og akfeitu.
Nei, nú þykir mér þessi umræða ganga of langt til stuðnings offitu.
Það er heilsuskemmandi að vera mikið yfir kjörþyngd og þeir sem þjást af mikilli offitu þurfa að fara í megrun andlegrar og líkamlegrar heilsu vegna. Það er gagnslítið að sitja heima og einangra sig, leita umfram allt til læknis og fá hjálp til að léttast.
Bendi fólki á OA-samtökin sem hafa hjálpað mörgum, sérstaklega að komast úr einangrun og taka á vandanum.
Tinna, tú segir ad pistlarnir séu ágætir en mjog litadir af tví ad tad sé „í lagi ad vera feitur“. Tú hefur greinilega ekki fylgst nógu vel med tví tad er eitt adalmarkmid med líkamsvirdingu, nefnilega ad koma tví ad tad sé í lagi ad vera feitur!! Tad er fullkomlega í lagi ad vera feitur, rétt eins og tad er fullkomlega í lagi ad vera hávaxinn. Ordid feitur er lýsingarord, ekki blótsyrdi.
Madur missir allan mód, og já, næstum tví trúna á man kind vid ad lesa sum kommentin hérna. Virdist sem ad furdu margir séu svo ad deyja úr hrædslu vid ad leggja nidur fordómana gagnvart feitum. Eins og teir myndu hreinlega trollrída samfélaginu ef vid hættum ad halda teim nidri. Ef vid samtykkjum feitt fólk hvad verdur tá um hinn mennigarlega heim.
Minnir kaldhædnislega mikid á ótta trælaherranna vid frelsun svartra. Eda ótta hinns hvíta middleclass karlmanns tegar konur fengu kosningarétt og fóru ad taka til sín á vinnumarkadinum. Já eda hvad tá talandi um réttindi samkynhneigdra, gamlir vindbelgir hér á árum ádur héldu tví nú fram ad samkynhneigd tyrfti ad „lækna“ eins fljótt og hægt var ádur en hún „smitadi“ út frá sér! Samkynhneigd er ekki smitandi og fita er ekki smitandi, okkur stafar enginn ógn af tví ad gera smá svigrúm fyrir feitt fólk í samfélaginu.
Fólk, history repeats it self! Og tad hefur sýnt sig og sannad ad fordómar virka ekki. Drop it!
Dagný,
Það er einkennilegt að líkja þessu saman: Að vera kona með kosningarétt, samkynhneigður eða of feitur.
Kosningaréttur kvenna tengist mannréttindum og jafnrétti til móts við karla.
Það er sjálfsagður stjórskipunarlegur réttur okkar.
Samkynhneigð eða gagnkynhneigð er ástand sem ekki þarf að gera neitt við. Fæstir geta stjórnað því að vera samkynhneigður eða gagnkynhneigður. Það er því engin ástæða að gera veður út af því.
Að vera of feitur er ekki eðlilegt. Það er ekki það sama að vera hávaxinn eða of feitur. Það er hægt að breyta þyngd sinni og léttast, enda er það heilbrigðast fyrir líkamann. Þetta er heilsufarsleg staðreynd sem ekki er hægt að komast undan, nema fólk vilji vera vera í ofþyngd og misbjóða líkamanum. Þá erum við að tala um áreynslu á hjartað, fætur og bak.
Ég held að BMI stuðlar sem Sigrún talar um séu ekki notaðir hérna.
Samkvæmt grein á doktor.is, er ofeldi miðað við BMI 27 og offita við 30. Ég er í 26 sem er rökrétt miðað við hæð mína og þyngd og telst grönn.
Danton María, tad er líka réttur allra ad njóta virdingar óhád kyni, trú, kynhneigd, ÚTLITI, eda samfélagsstodu. Ég notadi heldur hvergi ordina „of feitur“. Eins og Sigrún bendir réttilega á í pistlinum eru flestir teir sem fylla upp hópinn „yfir kjortyngd“ t.e.a.s. „feitir“ óskop venjulegt fólk. Ekki fólk sem á vid heilsufarsleg vandamál sokum líkamstyngdar ad strída. Fordómarnir sem ég var ad benda á koma svo innilega fram í kommenti tínu. Tú sættir tig ekki vid hvernig fólk er og vill breyta tví svo tad henti tinni hugmynd betur, svo tér lídi betur. Fordómum er oft pakkad inn í „umhyggju fyrir fórnarlambinu“ og tad er nákvæmlega tad sem er ad gerast hér.
Einnig vil ég benda á ad tad var sá tími tegar tad var útbreidd trú ad samkynhneigd væri villuástand sem hægt væri ad lækna. Nú er tad hinns vegar vidurkennt ad fólk fædist á tann hátt og tví fær ekkert breytt. Tví midru er tad enn trú margra ad ollum sé ætlad ad vera grannir eda „í kjortyngd“. Ég hlakka til tess tíma tegar vid forum ad vidurkenna allar líkamsstærdir og gerdir. Tegar ordid feitur verdur ekki frekar skammaryrdi heldur en hommi eda lesbía.
Ég vil engum breyta til að það henti hugmynd minni, Dagný. Enda veit ég að það er ekki hægt.
Ef fólk vill vera feitt, þá má það vera það mín vegna. En mér finnst óviðeigandi og skaðlegt að upphefja fitu, sem ég get ekki séð að er eðlilegt.
Sama máli gegnir um að líkja kynhneigð, sem ekki er hægt að breyta eða hrófla við, við fituástand. Það er svipað því að telja eðlilegt að vera reykingamanneskja og bera þetta tvennt saman.
Þú getur ekki breytt þinni kynhneigð, það er viðurkennt af flestu sæmilega upplýstu fólki, en þú getur breytt líkamsþyngdinni. Mér finnst mjög óviðeigandi að líkja hommum og lesbíum við of feita einstaklinga og draga samasem merki þar á milli.
Vildi aðeins benda á þetta.
Ég fer ekki í land med tad ad mér tykir ekki óedlilegt ad setja samanburdarmerki á milli samkynhneigdra og feitra tar sem ad tetta eru bædi hópar sem berjast fyrir virdingu í samfélaginu og tví ad fá ad haga lífi sínu eins og tad vill. Adalpunkturinn sem vid erum ósammála um er ad ég tel ekki ad fólk geti breytt líkama sínum. Audvitad er hægt ad flakka upp og nidur um nokkur kíló en tad er ekki ollum edlislegt ad vera grannir eda innan hinnast svokolludu kjortyngdar.
Ég er ekki einu sinni viss um ad tú vitir hvernig feitt fólk lítur út, ég er ekki ad tala um akfeitt fólk sem getur sig ekki hreyft enda myndi engum detta í hug ad segja ad tad væri hin mesta heilsubót. Flest feitt fólk er venjulegt fólk, fólk sem tú sérd á hverju degi, mjog líklega vinir tínir og fjolskylda. Tad sem er óedlilegt og virdingarlaust er ad ætla ad setja sig á tann háa hest ad ætla ad fara segja fullordnu heilvita fólki hvernig tad á ad haga lífi sínu. Bara vegna tess ad tad fæddist med tennan líkama á tad ekki ad fá ad njóta góds matar eins og annad fólk, vegna tessa á tad ad træla sér út í ræktinni dag og nótt bara til ad geta verid „edlilegt“.
Ég líki tessu saman vid samkynhneigd, kvenréttindabaráttu og frelsis baráttu svertingja vegna tess ad tegar ollu er á botninn hvolft snýst tetta um tad sama, baráttu fólks um ad eiga rétt á sér í samfélaginu nákvæmlega eins og tad er!
Dagný. Akkúrat. Mjög vel orðað. Og eins og færsla Sigrúnar sýnir þá er fólk, fullkomlega eðlilegt fólk, sett í ofþyngdar- eða offituflokk samkvæmt BMI. Og svo eru fyrirsagnirnar „Helmingur landsmanna of feitur“ etc. og það er allt út vegna ruglsins í BMI skalanum.
Ég legg til að Danton-María horfi á myndbandið sem fylgir með færslunni. Þar sést glögglega hversu fáránlegur BMI skalinn er, sem sýnir auðvitað hversu fáránlegar fyrirsagnirnar um „helmingur landsmanna of feitur“ eru.
fáránlegar samlíkingar með fitu og kynhneigð hér í gangi – kjánaskapaur að halda að einhver réttindabarátta um tilvist í samfélaginu eins og Dagný heldur fram – ég hef allavega misst af henni og er nú ekki beint í kjörþyngd – ég þekki enga feita manneskju sem borðar ekki of mikið, líklega afneitun og mindless eating í gangi þar …. en auðvitað má fólk vera of feitt í friði og halda því fram að það sé bara skapað svona – það trúa því sem betur fer bara afskaplega fáir enda ekki flókið reiknisdæmið með kaloríur inn vs kaloríur út til að sjá hvað er vandamálið …….
Tessi réttindabarátta snýst um nákvæmlega tad sem tú ert ad segja hérna Tinna. „Fólk má vera feitt í fridi“ en tad hlýtur ad vera í afneitun og mindless eating í gangi. Tú villt ekki virdurkenna ad feitt fólk getur bordad heilsusamlega, hreyft sig reglulega en samt verid feitt. Ad borda salat í oll mál, neyta sér um jólamatinn og stunda líkamsrækt í 3 tíma á dag er EKKI edlilegur lífsmáti en samt láta ansi margir sig hafa tad vegna tess ad tad er eina leidin til ad troda sér í stærd 2.
Tetta klassíska dæmi um kaloríur inn og kaloríur út er bara ekki svo einfalt. Fólk er med misjafna brennslu og bregst misjafnlega vid mat. Tad ad tú viljir ekki vidurkenna tennan fjolbreytileika fólks og telur ad allir feitir séu tad tví teir liggi í ofáti eru fordómar. Plain and simple!
Ef fólk gæti farid ad hugsa um sjálfa sig eins og tad hugsar um barnid sitt værum vid mun betur stodd. Elskandi foreldri myndi aldrei neyta barninu sínu um mat tegar tad er svangt. Myndi aldrei reka tad út ad hlaupa tanngad til tví væri illt í fótunum og nædi ekki andanum. Myndi aldrei banna tví ad fá ís í afmæli tegar oll hin bornin væru ad gæda sér á gódgætinu. En myndi heldur ekki leggja fyrir tad fulla skál af sælgæti sem morgunmat. Og tad myndi segja barninu ad fara út ad leika sér í sólinni ef barnid væri búid ad sitja kyrrt inni í langa stund.
Hver hér myndi ekki reka í rogastans ef ad módir barns myndi tilkynna yfir barnaafmælid ad barnid hennar fengi sko enga koku, tad væri alltof feitt!! Fæstum, og vonandi engum tætti tetta í lagi en vid hikum ekki vid ad segja tetta vid okkur sjálf eda einhvern sem okkur tykir of tykkur (kannski ekki vid manneskjuna en hvíslum tá til næsta manns ad hann tessi ætti nú ad sleppa kokusneidinni, má nú ekki vid tví o.s.fr.)
snýst ekkert um að viðurkenna að feitt fólk borði heilsusamlega og sé í formi, hef hvergi sagt að það geti ekki átt sér stað en það étur væntanlega of mikið annars væri ekki á því fitulag – fitulag sem getur haft neikvæð áhrif á heilsuna þó það sé í þeim tilfellum eins og með reykingarnar að allir geta sagt söguna af afanum sem reykti filterslausan camel í daglegum pakkavís í 70 ár og varð ekki meint af – það hefur heldur enginn haldið því fram að til að vera í kjörþyngd sem by the way er ansi breitt bil skv. BMI staðlinum þurfi að æfa í 3 tíma á dag, éta salat í öll mál og neita sér um jólamatinn – þvílíkt kjaftæði og öfgahugsun!
elskandi foreldri buhuhuhu ……… ég ætla rétt svo að vona að foreldrar offeitra krakka haldi frá þeim þeim ís og sælgæti á daglegum basis (enda eru ekki afmælisveislur alla daga) og haldi að þeim hreyfingu en veit að það eru oft (nb. oft ekki alltaf) bollurnar sem eiga bollurnar og því lítil von um að eitthvað lagist þar á bæjum
annars held ég að við ættum bara að vera sammála um að vera ósammála!
Já ég held ad tad sé gód lausn, sammála um ad vera ósammála tví ég veit hreinlega ekki hvernig á ad svara jafn gódum rokum og „buhuhu“.
Það skyldi þó aldrei fara svo að hér á landi verði stofnaður þrýstihópur til stuðnings feitu fólki.
Umræðan hérna gefur sterklega vísbendingu um það.
Tinna, ekki láta þér detta í hug að það sé hægt að rökræða við meðvirka já-kórinn á þessari síðu.
Það er með ólíkindum hvað þeir sem hér skrifa gera undantekningar og frávik að meginatriðum.
Stór hluti íslendinga eru of feitir. Flestar fitubollurnar þora ekki að horfast í augu við staðreyndir og lifa í sjálfsblekkingu.
Það er ótrúlegt hvað þeir sem eru yfir kjörþyngd geta fundið upp á til að telja sjálfum sér (aðallega) og öðrum trú um að það sé í lagi að vera yfir kjörþyngd. Hagsmunir einhvers raunverulegs eða ímyndaðs megrunariðnaðar er svo sérstakt viðfangsefni. Það er nefnilega hluti af afneitun þeirra of digru, að ætla að nota patentlausnir til að bjarga málunum og helst á skömmum tíma. Það er nefnilega ein alversta blekkingin í þessu öllu. Allt snýst þetta nefnilega um að borða í hófi, góðan og hollan mat. Þar er kannski að finna orsökina til þessa vandamáls í hnotskurn, óhófið sem við aðhyllumst en viljum ekki kannast við. Hér áður fyrr, svo sem fyrir 80 árum og þar áður, voru flestir í þeirri stöðu að hafa takmarkaðan aðgang að mat, sum hver of lítinn mat. Þá var ofþyngd heldur ekki almennt vandamál. Þá var í lagi að snæða feitt kjöt, slátur, smjör og annað slíkt í þeim mæli, sem viðkomandi gat fengið, því fáir fengu fylli sína nema örsjaldan af slíkum mat. Þess utan komu til kaldari húsakynni, svalara loftslag, lakari fatnaður og meira líkamlegt erfiði alls almennings, sem leiddi til þess að fólk brenndi feitmetinu, en safnaði því ekki utan á sig. Nú höfum við of mikinn aðgang að feitum mjólkurvörum, feitu, rauðu kjöti, hvítu hveiti, sykrum af öllu tagi og svo framvegis og kunnum okkur ekki hóf. Allar okkar aðstæður eru með þeim hætti, að við brennum þessu ekki. Húsakynni okkar almennt hlý, mörg okkar vinna ekki erfiðisvinnu, við eigum skjólgóðan fatnað og svo má lengi telja.
Er Danton-María búin að stimpla alla sem eru yfir kjörþyngd sem fólk sem búið sé að einangra sig frá heiminum og er á kafi í ofáti? – Það er til dæmis fullt af fóli í OA sem hefur fengið lausn frá ofáti en samt töluvert yfir svokallaðri kjörþyngd – lifir heilbrigði lífi og vill örugglega ekki skilgreina sig sem heilsufarsvandamál.
Hér er hægt að sjá fólk af ýmsum stærðum og gerðum og hver BMI stuðullinn þeirra er.
Það kom mér nokkuð á óvart í hvaða flokki sumir eru þarna og margir sem eru obese sem ég a.m.k flokka ekki sem obese :/ en ég er svo sem ekki fitumælingartæki heheheh 🙂
http://www.slide.com/r/auExipJ65z_mvfJ0TE_gG62trQ3JQJdM?map=2&cy=un
Skondið að lesa sum ummælin hérna – fyrir mörgum er þetta svo „einfalt“ mál. Henda bara öllu feita fólki í ræktina og láta það hrissta á sér rassgatið og éta hollt og þá erum við í góðum málum.
Er ekki hægt að segja það sama um alkohólistan eða fíkniefnaneytandan!?
Kannski er þetta einmitt ástæðan fyrir því að fólk kemur sér ekki afstað í t.d. ræktina.
Fordómarnir eru svo miklir gagnvart fólki í yfirþyngd.
Hér held ég að enginn sé að meina að það sé gott, hollt, eðililegt og sfrv að vera í yfirvigt – langt í frá. Kannski meira að benda á þann punkt að maður þarf líka að vera sáttur við sjálfa sig og sitt þegar maður fer að taka á málunum … því „sá grái“ þarf að vera með í breytingunni.
Enn og aftur tek ég fram að ég er ekki að stimpla fólk sem er yfir kjörþyngd. Það eru sem betur fer margar líkamsgerðir og ein þeirra er fallega þybbin, sást m.a. á málverkum fyrri tíma.
Mér finnst hins vegar að í mörgum ummælum sé verið að hygla að of feitu fólki, þá á ég við fólk sem er langt yfir kjörþyngd og er klárlega of feitt – og upphefja það. Mér finnst að frekar eigi að hjálpa því og liðurinn í því er það sem yfirvöld hafa gert og forsetafrú Obama. Þetta er heilsufarsvandi, vill einhver neita því?
Ég las ágætis athugasemdir frá Sigursteini Mássyni við fyrri pistil Sigrúnar um offituherferð Obama og er alveg sammála honum. Þarna er verið að upphefja fituástand, sem er óheilbrigt ástand.
Steininn tekur þó úr þegar of feitt fólk vill vera með þrýstihóp og líta á herferð sína eins og jafnréttisbaráttu. Það finnst mér vera úrkynjun, sem er ljótt kýli á vestrænu þjóðfélagi þegar heilu fjölskyldurnar í Afríku og á Indlandi hafa ekki borðað sæmilega máltíð frá fæðingu.
Ég hef hvergi boðað að fólk eigi að vera í ræktinni marga tíma á dag, sleppa jólamatnum eða láta börnin mín hlaupa þangað til þau verkjar í fæturnar. Þetta eru hreinar öfgar og ljóst hverri heilvita manneskju.
Við þetta má bæta að til er fólk sem þjáist af hömlulausu áti og öðrum átröskunum en er ekki feitt.
Það er rétt, ábs. En það flokkast líka undir vandamál af andlegum toga, ekki satt? Mjög alvarlegum, þekki það úr eigin fjölskyldu.
Athugasemdir Sigursteins sem ég vísaði í er í grein Sigrúnar um líkamsvöxt og líkamsmynd, ekki um offituherferð Obama.
Danton-María, ég er sammála tér ad tad er engum hollt ad vera LANGT yfir kjortyngd. Ef vid erum ad ræda fólk sem illa getur gengid vegna spiks er ég engan veginn ad uppheja tad og ef tú lest oll mín ummæli munti sjá ad ég notadi einungis ordid „feitt“ fólk. Aldrei „offitusjúklingar“ eda neitt í tá áttina.
Vandamálid er, og tad sem ég hef verid ad reyna ad benda á, er ad fólk getur verid yfir kjortyngd (sagdi aldrei LANGT yfir kjortyng) en í fullkomlega gódu heilsufars ástandi og litid fullkomlega edlilega út. Vandamálid er ad tess „offituherferd“ beinist ekki bara ad fólki sem varla getur sig hreyft vegna tyngdar (fæstir sem eru yfir kjortyngd eru í tví ástandi) heldur ad óskop venjulegu, edlilegu fólki sem engum af okkur myndi detta í hug ad kalla offitusjúkling. Tad er tad sem er svo twisted.
Hvað er þessi helvítis ,,kjörþyngd“ þegar allt kemur til alls?
Tilbúningur.
Eins og ,,villutrúin“ sem Rannsóknarrétturinn vildi brenna fólk fyrir.
„Fólk er med misjafna brennslu og bregst misjafnlega vid mat“
Verð hreinlega að benda á, að samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef kynnt mér um þetta (sem skoða má í breskum og bandarískum gagnagrunnum), er líklega ekkert hæft í þessari útbreiddu mýtu. Nær allir sem eru of feitir eru að neyta meiri orku en þeir þarfnast til að viðhalda líkamsþyngd sinni og umframorkan er geymd sem fita. Að halda öðru fram er engum gagnlegt.
Nemi í heilbrigðisvísindum. Þetta er bara ekki rétt hjá þér. Fólk er auðvitað alls konar í laginu frá náttúrunnar hendi. Við þekkjum öll fólk sem getur borðað eins og heill herflokkur en er samt algjörar horrenglur. Svo eru aðrir sem meiga varla horfa á kleinuhring og þá eru þeir búnir að bæta á sig.
Brennsla fólks er einfaldlega misjöfn.
Ég hef einmitt oftar heyrt þetta að brennslan hjá okkur er ekkert misjöfn – nema ef kynni að vera t.d. van/of-virkur skjaldkirtill.
Sá einhvertíman breskan þátt þar sem var einmitt verið að fara yfir þessi mál. Þegar á hólminn var komið borðaði sá granni kannski stærri skammta en sjaldnar eða mat sem inniheldur færri kaloríur og tilheyrandi.
Á meðan sá sem var í yfirvigt borðaði kannski alltof mikið af hitaeiningaríkum mat og þvíumlíkt.
Ég er langt í frá að segja að það eigi að hygla þeim sem eru í yfirvigt! Hinsvegar finnst mér allt í lagi að vera ekki að vera með „diss“ á það – líkt og búlemía, anorexia og þvíumlíkt þá er oft rót vandans að finna í „þeim gráa“.
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar“
Ásta. Ég get alveg sagt þér að bara með því að horfa á fólk í kringum mig þá sé ég fólk af alls konar stærðum og með alls konar matarlyst. Bróðir minn er t.d einn af þeim (og þeir eru fleiri þannig innan ættarinnar) sem er tágrannur en étur samt eins og her. Og það er langt í frá að hann borði einhvern hitaeingasnauðan mat eða borði fáar en stórar máltíðir. Maðurinn hefur einfaldlega mikla matarlyst og borðar mikið. Samt er hann tágrannur. Og hann er nákvæmlega eins og sumir aðrir innan ættarinnar. Svo eru aðrir sem eru með miklu minni matarlyst og bæta frekar á sig.
Brennsla fólks, alveg eins og beinastærð og bygging, er einfaldlega misjöfn.
Ég veit ekki hvort brennslan sé lykilþáttur í þessu, þótt vissulega geti hún verið misjöfn.
Eftir að ég fór að lesa pistla Sigrúnar hef ég verið að virða fyrir mér fólk á götum úti og í daglegu sundi. Ég verð að segja að það er óvenju mikið af of feitu fólki hér á landi. Það er því ekki skrítið að verið sé að taka á vandanum. Tengsl offitu og andlegrar vanlíðunar er annar þáttur sem þarf að huga að.
Á doktor.is kemur þetta fram:
„Að sjálfsögðu er fólk misjafnlega byggt – því hleypur eðlileg þyngd á vissu bili. En ef BMI-vægið er yfir 25-27, ætti að huga að þyngdinni, svo að það bitni ekki á heilsunni. Offita getur m.a. framkallað sykursýki, hjartasjúkdóma, krabbamein og of háan blóðþrýsting.
Margir halda þó, að þeir séu of þungir án þess að það sé reyndin. Þótt fólk sé aðeins betur í holdum en fyrirsætur tískublaðanna, er ekki sjálfgefið, að um offitu sé að ræða. Í reynd er hollt að hafa hæfilega líkamsfitu. Um það bil 10-18 % af líkamsþyngd karla og 18-25 % af líkamsþyngd kvenna á að vera fita. Það er líkamanum nauðsyn.
Ef BMI er yfir 30 er áríðandi að grípa til aðgerða.
(Gættu að því að BMI-vægið á ekki við um vaxtarræktarfólk þar sem vöðvamassi þeirra er ekki í samræmi við BMI; einnig getur fólk með óvenju þung bein sýnt óvenju hátt BMI-vægi án þess að um offitu sé að ræða.)
* Til athugunar: Hægt er að lækka BMI-vægið án þess að svelta sig. Tilgangurinn og markmiðið er að bæta heilsuna og líðan í framtíðinni.“
Danton María. Hefur þú mælt þitt BMI? Mömmu þinnar? Pabba þíns? Vina?
Ég get alveg bókað að þú eigir eftir að verða hissa á því að fólk, sem þú telur ósköp venjulegt, kannski í búttaðra lagi, er sett í ofþyngd eða jafnvel offitu.
Þessi skali er nefnilega mjög strangur og langt í frá gott viðmið þegar kemur að því hverjir eru offeitir eða með ofþyngd.
Ég skora á þig að athuga þitt eigið BMI, fjölskyldu og vina, og þá sérðu hvað Sigrún er að meina.
Sæl Guðrún,
Ég hélt ég væri í BMI stuðli 26, en mældi bæði hæð og þyngd og er með BMI stuðul 25. Fjölskyldan er líka búin að mæla sig og BMI stuðull þeirra er innan heilbrigðismarka.
Samkvæmt mínum BMI stuðli er ég ekki í ofeldi en þarf að huga að þyngdinni samkvæmt doktor.is, fyrir þrítugt var ég í BMI stuðli 23-24. En það hef ég ekki hugsað mér, enda ekki ástæða til að mínu mati.
Væri ég hins vegar í BMI stuðli 27, myndi ég fara í átak.
Danton María. Eru allir fjölskyldumeðlimir þínir innan heilbrigðismarka? Ég get þá sagt þér að fjölskylda þín er mjög grönn því flestir t.d eldri karlmenn (miðaldra feður, afar) eru komnir með bumbu og mælast ekki innan heilbrigðismarka. Bæði pabbi minn og afi mælast t.d á mörkum ofþyngdar og offitu og þeir eru bara týpískir miðaldra og eldri karlar með bumbu.
Það er nefnilega munur á því að vera með aukakíló og svo því að vera offeitur. Ef miðaldra eða eldri karlmaður með bumbu er allt í einu orðið dæmi um offitu er eitthvað mjög mikið að.
Mældirðu pabba þinn og afa?
Fjölskyldan er í grennri kantinum fyrir utan nokkra miðaldra karlmenn sem neita að gefa upp þyngd. Þeir mættu gjarnan losa sig við hluta af ístrunni. Við erum hins vegar ekki of grönn svo að samkvæmt stuðlum á doktor.is erum við innan heilbrigðismarka og það passar ágætlega.
Bæði afi og pabbi eru undir grænni torfu, svo að þeir þurfa ekki að hugsa um BMI stuðla.
Danton. Myndi einmitt halda að ef öll fjölskylda þín er innan BMI skalans þá séuð þið einmitt í grennri kantinum. BMI er einmitt mjög strangur og menn þurfa að vera í grennri kanntinum til að mælast ekki í ofþyngd og offitu.
Og það er einmitt vandamálið við hann. Einhver aukakíló og smá bumba eru allt í einu orðin merki þess að manneskja sé með offitu.