Þriðjudagur 30.03.2010 - 10:47 - 61 ummæli

M & J Show

Lesendur Líkamsvirðingar sem hafa kíkt á útlensku bloggin, sem birtast í lista undir „Tenglar“ hér til hægri á síðunni, ættu að kannast við Rachel Richardson, höfund bloggsins The F-word. Hún er gestur og umfjöllunarefni bandarísks spjallþáttar  sem hægt er að horfa á í tveimur hlutum hér fyrir neðan. Hér er síðan umfjöllun F-word um þáttinn.

Flokkar: Átraskanir · Fjölbreytileiki · Heilsa óháð holdafari · Samfélagsbarátta · Þyngdarstjórnun

«
»

Ummæli (61)

  • Danton-María

    Það er eins og oft áður að ég skil ekki alveg hvað verið er að fara varðandi þessa stuðningshópa feitra.

    Mér fannst Rachel koma nokkuð vel út, en Monique getur ekki talist líkamlega heilbrigð heldur fannst mér hún vera kona í mikilli afneitun gegn eigin útliti og heilsu.

    Það er vissulega rétt að mótmæla aðkasti, hvernig sem fólk er útlits. Enda segja ruddaleg ummæli um líkamsvöxt fólks og útlit meira um þann sem viðhefur þau. En er rétt að upphefja mikla fitu á þennan hátt? Monique hlýtur að teljast að mati flestra þjást af offitu.

  • Sigríður Ólafsdóttir

    Afneitun gegn eigin útliti? Þarna afhjúpar þú þig rækilega.

  • Danton-María

    Sigríður,

    Mér finnst konan vera afmynduð af fitu, já.

    Ósköp eðlilegt viðhorf held ég.

    Finnst þér eðlilegt að vera þetta mikið þung?

  • Sigríður Ólafsdóttir

    Mér finnst bara ekki skipta neinu máli í þessari umræðu hvernig konan lítur út.

  • Danton-María

    Hún er að verja óhollustu og vísar í eigin þyngd. Útlit hennar hlýtur því að skipa máli í umræðunni.

    Það er líka spurning hvað annað er verið að verja með þessum málflutningi. Er hugsanlega verið að verja fíkn í mat líka, þótt það sé ekki sagt berum orðum?

  • Harpa Kristjánsdóttir

    Ég velti því fyrir mér hvort eitthvað sé að mér, mér fannst hvorug konan feit, kannski er ég svona veruleikafyrrt?

  • Sigríður Ólafsdóttir

    En nú segjast þessar konur lifa heilbrigðu lífi, þær eru sumsé bara að ljúga og útlit þeirra er sönnunargagnið?

  • Guðrún

    Danton. Hún var ekkert að verja óhollustu. Hún var einfaldlega að segja að útlit sé ekki mælikvarði á heilbrigði.

    Og Sigríður, þetta er akkúrat rétt hjá þér. Fólk er að ákveða að vegna þess að manneskja er ekki grönn að þá hljóti hún að vera óheilbrigð. Það er nefnilega þessi mýta um „grannur=heilbrigður vs. feitur=óheilbrigður“ sem er svo hættuleg. Þá er fólk sem hreyfir sig ekki neitt og lifir óheilbrigðu lífi en er grannt (er t.d með þannig brennslu eða t.d borðar lítið sem ekkert) talið heilbrigt en manneskja sem hreyfir sig og borðar tiltölulega heilbrigt og er feit talin óheilbrigð.

    Fólk verður að fara að hætta með þessa „ég get séð utan á þér hvort þú sért heilbrigð eða ekki“ hugmyndafræði. Fólk getur ekki séð hvort manneskjan hreyfi sig reglulega, hvert kólestrólið hennar er, blóðfita etc.

  • Harpa Kristjánsdóttir

    Í öllum þessum rosamörgu umræðum hérna á blogginu sé ég aldrei spurningar eins og: af hverju verður fólk svona feitt? langar þvi til þess að vera svona? getur það, fíknarlega séð komið sér útúr þessum lífsstíl? Ég tala af reynslu þegar ég segi að ég vissi að ég var of þung( með þennan blessaða BMI í 48) en ég gat ekki með nokkru móti komið mér útúr þeim heimi sem ég var í. um leið og ég ákvað að sætta mig við sjálfa mig eins og ég var en hætta að berja mig niður fyrir að vera ekki svona og hinsegin, gat ég unnið á fíkninni sem hrjáði mig, í dag er Helv…. BMI stuðullinn 27,7 og ég telst í ofeldi, en hey, mér er sama, þetta dugir mér, en ég skal viðurkenna að á slæmu dögunum, þegar ég sé myndir af konum sem ég held að séu svipað þungar og ég,kallaðar alltof feitar, get ég orðið verulega fúl yfir svona umræðum. Ég held að þið getið allar verið sammála um að það sé óhollt að vera of þung(ur) en yrðuð sennilega aldrei sammála um hvar línan sú arna eigi að liggja. Mín lína liggur í því að núna næ ég aftur á bak til að losa haldarann minn sjálf, alveg hjálparlaust.

  • Sigríður Ólafsdóttir

    Mín kenning hvað þetta varðar er einföld og ég efast ekki um að mörgum finnst hún of einföld: Ef maður borðar þann mat sem líkaminn raunverulega þarfnast, í því magni sem hann þarfnast og hreyfir sig reglulega, þá lítur maður út eins og manni er ætlað að líta út og hefur góða möguleika á andlegu og líkamlegu heilbrigði. Ég hafði komið mér upp óheildbrigðum matarvenjum og hreyfði mig allt og lítið. Þegar ég breytti því grenntist ég en samkvæmt BMI skalanum guðdómlega er ég samt töluvert of þung í dag, þrátt fyrir góða heilsu og heilbrigðan lífstíl. Þannig að ég hef ákveðið að gefa skít í alla þessa kvarða og njóta lífsins í mínu eigin skinni.

  • Danton-María

    Guðrún,

    Gott og vel, en yfirleitt finnst mér að fólk sem er svona þungt hljóti að vera óheilbrigt að því leyti að það borðar of mikið svo að fita hleðst utan á þetta. Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á þessu og flestir eru sammála um að of mikil fita er alvarlegt heilbrigðisvandamál. Þykir mér þess vegna skrítið að fólk skuli verja óhollustuna.

    Mér finnst að umræðan um fíkn eigi samleið með þessu. Matur getur orðið fíkn eins og áfengi og tóbak. Það er einmitt góðar spurningar hjá Hörpu: Af hverju verður fólk feitt og langar því til að vera svona?

    Ég hef lent í því að bæta á mig eins og líklega flestir. Þegar ég var of feit vildi líkaminn alltaf meira og meira og ég var sísvöng. Þá hélt ég að líkaminn þarfnaðist matarins, sem var veruleikafirring. Ég átti erfitt með andardrátt, hnén urðu slæm og ristillinn var alltaf í ólagi. BMI stuðullinn var rúmlega 30. Ég náði af mér 17 kg með því að borða minna og hreyfa mig meira og heilsufarið varð allt annað. Síðan hef ég haldið mig í BMI 25.

  • Guðrún

    Danton. Málið er samt að þrátt fyrir að þér hafi liðið illa með BMI yfir 30 þýðir ekki að það eigi við um alla. Það þýðir bara að þínum líkama líður illa þá.

    Líkamar fólks eru allavega og sumum er bara einfaldlega ætlað að vera stærri en öðrum. Einn af mínum fyrrverandi kærustum er lítill og þykkur (eins og mamma hans) og af myndum af honum þegar hann er lítill strákur sést að hann var alltaf þykkur. Á meðan bróðir hans (sem hefur líkamsbygginguna eftir pabba sínum) er hár og grannur. Þeir eru bara með mismunandi líkamsbyggingu og þeim er bara einfaldlega ætlað mismunandi líkamsbygging. Þeim granna myndi ekki líða vel í líkama þess þykka og sá þykki myndi ekki geta orðið grannur eins og bróðir sinn nema vera í strangri megrun.

    Líkamar fólks eru allavega.

  • það er enginn að halda því fram að það sé ómögulegt að vera feitur og í fantaformi – það er hins vegar sjaldgjæft – hitt er hins vegar algengt að feitt fólk vanmeti eigin þyngd og sjái ekki hversu vel er í skinn komið hjá þeim.
    Það að líkamar fólks séu allavega er satt en það er líklegt sem Danton-María bendir á að um veruleikafirringu sé að ræða hjá hinum feitu; sjálfsréttlæting um að viðkomandi sé skapaður svona og þurfi þess vegna meiri mat en aðrir.
    Undarleg þessi hugmyndafræði sem er í gangi á þessari síðu um feitt sé gott.
    Ég myndi gjarnan vilja sjá allt þetta feita fólk skv. viðteknum stöðlum sem segist ekki vera feitt og í fínu formi með hollustuna í fyrirrúmi taka svona eins og eitt þrekpróf og láta það halda matardagbók í viku og sjá hversu raunveruleg hollustan er hjá því. Held að þar væri allsvakaleg afhjúpun og opinberun á afneitun!!!!

  • Þorgerður E. Sigurðardóttir

    Tinna, ég get ekki séð að þessar konur segist þurfa meiri mat en aðrir eða að þær segist borða meira en aðrir. Nú ert þú að gefa þér forsendur, sýnist mér. Og þú getur alveg treyst því að feitt fólk er upp til hópa afar meðvitað um eigin útlit, umhverfið sér til þess.

  • Guðrún

    Þorgerður. Akkúrat. Tinna hefur ekki hugmynd um hversu mikið þessar konur borða eða hversu mikið þær hreyfa sig. En vegna þess að þær eru þykkar að þá gefur Tinna sér að þær hljóti að borða mjög mikið og óhollt og vera í vondu formi.

    Af hverju telur fólk sig geta vitað líkamlegt ástand fólks með því einu að horfa á það?

  • Það er svolítið langt síðan ég sá þetta viðtal, en ég hjó eftir því að á einhverjum tímapunkti voru BMI viðmiðiðunum breytt.

    Hafið þið einhverjar upplýsingar eða tengja sem ég get lesið afhverju það var gert og hver hinn upprunalegi BMI var ?

    Ég er svo oft að heyra þetta, svo fylgja allskonar útskýringar með sem ég vil vita hvort eru réttar. T.d það að honum hafi verið breytt til að gefa megrunariðnaðinum fleiri „viðskiptavini“

  • Tengla… ekki tengja 🙂 (hlakka til þegar blog.eyjan.is bíður upp á að leiðrétta athugsemdir :))

  • Auðvitað hef ég ekki hugmynd um hvað þessar konur setja í túlann á sér en lögmálið er svo einfalt – kaloríur inn vs. kaloríur út – ég hef heldur ekki hugmynd um hversu mikið þær hreyfa sig – en það er augljóslega ekki nóg til að skafa lýsið af eða halda líkamanum í eðlilegum holdum, eðlilegum as in ekki feitur og ekki heldur og grannur. Ég er ekki að gefa mér neinar forsendur það segir sig sjálft að feitt fólk er feitt af því það annað hvort étur of mikið eða hreyfir sig ekki á móti átinu nema hvoru tveggja sé. Tala af reynslu.
    Efnaskiptasjúkdómar eru sjaldgjæfir en margir feitir telja sig þjást af hægri brennslu; algeng afsökun en sjaldgæfur veruleiki.

    Þetta hljómar nú bara eins og eigi eftir að negla ræfils fórnarlambið upp á krossinn ,,Og þú getur alveg treyst því að feitt fólk er upp til hópa afar meðvitað um eigin útlit, umhverfið sér til þess.“ Er þá ekki bara málið fyrst meðvitundin er til staðar að vakna og lykta af kaffinu!

  • Þorgerður E. Sigurðardóttir

    Já, hvernig læt ég, þetta eru auðvitað allt helvítis aumingjar og píslarvættir, sé það núna. Vonandi hættir þetta lið að troða öllu þessu drasli í túlann á sér og druslast til að skafa af sér lýsið.

  • Tinna… Ég hef oft verið að velta fyrir mér þessu Kaloríur inn og Kaloríur út.. Nú getum við alveg séð feitt fólk í þróunarlöndunum, hvað er að gerast þar ?

    Er það fólk að borða allan matinn frá granna fólkinu ? Getur hugsanlega verið að í sumum tilfellum er ekki málið kaloría inn og kaloría út ? Gæti hugsanlega verið að holdafar okkar stjórnist af öðrum þáttum eins og genum, hormónaframleiðslu, líkamsbyggingu og fleira ?

  • Guðrún

    Akkúrat Sigrún. Þetta er svo langt í frá eitthvað kaloríur inn vs. kaloríur út og að allir gætu verið grannir ef þeir bara vildu.

    Líkamar fólks eru allavega og fólki finnst ekkert óeðlilegt við að fólk sé misjafnlega hávaxið. Enginn myndi segja við lágvaxna manneskju að hún væri eitthvað óeðlileg og að hún ætti að vera hærri. En af einhverri ástæðu eigum við mjög erfitt með að sætta okkur við að fólk sé misjafnt að þyngd. Þá er einhvern veginn eins og allir „eigi“ að vera með staðlaða þyngd, og ef manneskjan er þyngri en staðlarnir segja að þá er eitthvað að henni.

    Eins og ég sagði hér fyrr í kommentakerfinu að þá er minn fyrrverandi gott dæmi um mann sem er að eðlisfari þykkur. Hann hefur alltaf verið þykkur, mamma hans er þykk, mamma hennar er þykk etc. Bróðir hans er aftur á móti hávaxinn og grannur, alveg eins og pabbi hans. Það sést á þeim að þeir hafa líkamsbyggingu sína (hæð OG þyngd) eftir sitthvoru foreldrinu.

    En það er eins og fólk vilji ekki sjá þetta. Það er eins og fólk vilji halda í ímyndina af „kaloríur inn vs. kaloríur út“. Af hverju? Er það kannski vegna þess að okkur finnst feitt fólk einfaldlega ógeðslegt? Að okkur finnist að það sé það ógeðslegt að það eigi að gera eitthvað „í sínum málum“ til að við þurfum ekki að horfa á fituna á því?

  • Danton-María

    Ég er ekki að tala um fólkt sem er „þykkt“ þegar ég hef minnst á óhollustu og að líða vel í líkama sínum. Það er eðlilegt að allir hafa mismunandi líkama og mér finnst það fínt. Þess vegna finnst mér gott að börn fari í sund og sjái alls konar líkama, ekki eina staðlaða ímynd.

    En of mikilli fitu getur fylgt afneitun og sjálfsréttlætingu eins og Tinna bendir á, og svo vitum við að fólk sem borðar of mikið safnar spiki á líkamann. Hvernig getur það verið gott?

    Ég held að þessir BMI stuðlar séu ekkert heilagir, þetta er einfaldlega eitthvað til að styðjast við.

    Hvar var feitt fólk í þróunarlöndunum?
    Ég hef komið á svæði í Afríku og Austurlöndum fjær þar sem sveltandi fólk er þanið af hungri. Það er með stóra kúlu á maganum vegna uppþembu af skorti.

    Annað sem hefur verið bent á í umræðu um þessi mál, þó ekki hér, er að tvíbreitt fólk kaupi tvö sæti í flugvél, rútu eða lest. Veit einhver hvort það er orðin regla?

  • Danton-María

    Varðandi kaloríur inn og kaloríur út, þá held ég að það sé heilbrigð skynsemi auk þess sem það er vísindalega sannað að of miklar kaloríur myndi fitu í alflestum tilfellum.

    Af hverju skyldi fólk halda að það sé verið að níðast á því ef bent er á augljósar staðreyndir? Þetta hefur ekkert með andstyggð að gera. Á hinn bóginn er miklu auðveldara að verða grannur en margir halda, en það tekur langan tíma og engar skyndi- eða töfralausnir virka. Það er aðeins einföld leið sem felst í að borða minna og hreyfa sig daglega, sleppa óhollum og fitandi mat nema á nammidögum og ef um fíkn er að ræða, taka á því með ráðgjafa og eða tólf þrepa kerfi. Skrifa niður það sem látið er ofan í sig, skrá kaloríur og strika út það sem veldur fitunni.

    Annars hefur oftlega verið bent á að offita tengist andlegri líðan. Ég held að það sé hverju orði sannara.

  • Danton María… Það væri fróðlegt að heyra meira um það sem þú vísar til varðandi anglega líðan..

    Hvernig líður feitu fólki ? Vel, illa, glatt, óánægt, hamingjusamt, óhamingjusamt ?

    Líður feitu fólki allt eins líka ?

  • „Það er aðeins einföld leið sem felst í að borða minna og hreyfa sig daglega, sleppa óhollum og fitandi mat nema á nammidögum og ef um fíkn er að ræða, taka á því með ráðgjafa og eða tólf þrepa kerfi. Skrifa niður það sem látið er ofan í sig, skrá kaloríur og strika út það sem veldur fitunni.“

    Með fullri virðingu fyrir þínum skoðunum, en ef þetta væri svona einfalt, þá værum við ekki að ræða þetta hérna á þessu bloggi. Þá væru allir mjóir og hamingjusamir (gerum þá ráð fyrir því að all mjótt fólk er hamingjusamt þar sem fita er tengd andlegri líðan skv. síðasta kommenti og væntanlega sett fram í neikvæðum skilningi).

    Lífið er ekki einfalt, ég segi nú bara sem betur fer! Ef það væri einfalt, þá væri það væntanlega tilbreytingarlítið og fyrirsjáanlegt.

    En ég held það sé allt í lagi að viðurkenna það að útlit/holdafar er ekki einfalt. Segðu við manneskju sem er með anorexíu eða búlemíu að þetta sé bara spurning um einfalda leið.. segðu þetta við manneskju sem á við önnur veikindi að stríða.

    Við getum ekki sett alla í einn kassa og ætlast til að við högum okkur öll eins.. Mér heyrist svolítið að það sé þín pæling. En ég get verið að misskilja og biðst þá afsökunar á því.

  • Danton-María

    Sæl Sigrún Þöll,

    Það er einmitt reynsla mín af anorexíu í fjölskyldu minni sem vakti áhuga minn á þessari umræðu, auk eigin baráttu við aukakíló (úr stuðli 30 í stuðul 25). Ég veit af reynslu að þetta er ekki auðvelt.

    Vitaskuld getum við ekki sett þetta í einn kassa og hagað okkur eins. Við erum öll ólík, sem betur fer, en ég vildi aðeins benda á þá leið sem ég fór eftir að hafa verið í afneitun lengi, þjáðst af kvillum sem tengjast offitu og hafandi verið langt niðri eftir áfall. Það kom mér satt að segja á óvart hvað þessi leið var einföld, en hún tók langan tíma af því ég fór þá leið að skera niður óhollan mat, borða heilbrigt, hreyfa mig reglulega og breyta lífsvenjum mínum. Ég missti 18 kíló við það eitt og hef haldið mér í kjörþyngd síðan.

    Þegar ég var of þung var ég alltaf að „uppgötva“ einhverja töfralausn, eins og fæðubótaefni úr apótekinu eða megrunaraðferð sem átti að gera kraftaverk. Það virkaði ekki fyrir mig, en hélt mér í afneitun.

    Varðandi tengsl á milli andlegrar heilsu og offitu, þá hefur ítrekað verið bent á það. Ég hugsa að það sé algengara en hitt. Ef fólk sem er alltof feitt tekur þann pól í hæðina að berjast fyrir því að vera of feitt, réttlæta og upphefja það, finnst mér eitthvað vera að.

    Eitt er að berjast fyrir því að það eru til alls konar líkamsgerðir. Það finnst mér gott mál. En þegar alltof feitt fólk, segjum fólk sem er 20 kg of þungt og yfir, er að fagna því og upphefja óhollustu, finnst mér það brenglað.

  • Guðrún

    Danton María. En málið er að í einu orðinu segirðu að mismunandi líkamsgerðir séu eðlilegar en í hinu segirðu að fita tengist vanlíðan og að það sé brenglun að berjast fyrir því að fólk fái að hafa mismunandi líkamsgerðir.

    Vegna þess að „líkamsgerðir“ eru allavega. Líkamsgerðir eru nefnilega líka fólkið sem er 20 kílóum of þungt. Líkamsgerðir eru líka fólkið sem er 30 kílóum of þungt. Það er ekki hægt að segja „ég styð mismunandi líkamsgerðir svo lengi sem fólk verður ekki 20 kílóum of þungt. Þá vil ég að fólk grenni sig“.

    Líkamar fólks eru allavega, bæði tágrannir og svo offeitir og allt þar á milli.

  • Danton-María

    Guðrún,

    Þetta finnst mér hæpin skilgreining. Fólk yfir þrjátíu kíló aðeins líkamsgerð? Hvað finnst þér þá um skilgreiningu Landlæknisembættisins á offitu?

    http://www.landlaeknir.is/?pageid=657

  • Danton-María

    Fólk þrjátíu kíló yfir kjörþyngd aðeins líkamsgerð átti þetta að vera.

  • Danton. Eins og fyrra blogg Sigrúnar sýndi þá er BMI stuðullinn ekki rétti mælikvarðinn á heilsu fólks. Myndbandið sem fylgdi með þeirri færslu sýndi það líka svo um munaði. Ráðlegg þér og öðrum að horfa á það myndband. Fólki finnst bara svo auðvelt að nota hann vegna þess að hann er auðveldur í notkun. þarf ekkert annað að gera en að setja inn hæð og þyngd og voila! „heilsa“ þín og lífslíkur spretta fram með einni tölu. Eða þannig.

    En varðandi líkamsgerð þá er ég á því já, að líkamar fólks séu allavega. og þegar fólk fer að segja „ja ég er nú fylgjandi öllum líkamsgerðum, nema þeim feitu auðvitað“ þá finnst mér það mjög skrítið.

  • Danton-María

    Ég er búin að horfa á myndbandið, Guðrún.

    Það er auðvitað ljóst að það gefur ranga mynd af útliti fólks samkvæmt þessum BMI stuðli, sem virðist fara svona fyrir brjóstið á mörgum. Samkvæmt bandaríska stuðlinum er ég í ofeldi, 25, sem er rangt, vegna þess að ég er grönn.

    Hitt er annað mál að þegar fólk er orðið svo feitt að það getur varla staðið, eða þarf tvö sæti í flugvél eða rútu, finnst mér ástandið orðið slæmt. Vissulega er sú týpa með eina líkamsgerð, en varla telst hún eðlileg, er það?

    Er þá Landlæknisembættið með fordóma gagnvart alheilbrigðu fólki? Ég vil gjarnan fá svar við því.

    Mér finnst beinlínis hættulegt að styðja fólk sem er orðið svona afmyndað af fitu, því að það gæti hreinlega dáið. Það ætti að styrkja það og uppörva á allan hátt og hjálpa því að léttast. Finnst þér það ekki? Nú ef það vill ekki þiggja hjálp, er lítið hægt að gera, en slíkur einstaklingur getur ekki talist heilbrigður.

  • Danton. Enda var enginn að tala um að fólk sem kemst ekki út úr húsi fyrir spiki sé heilbrigt. Málið er bara, svoleiðis fita á við langfæsta. Langflestir sem mælast í offitu og ofeldi samkvæmt BMI skalanum er fólk sem enginn myndi segja að væri með offitu eða væri einu sinni nálægt því. Heldur bara fólk sem er ósköp venjulegt eða kannski aðeins búttað.

    Alveg eins og myndbandið sýnir, fólk er að mælast með offitu sem er ekkert offeitt.

    BMI stuðullinn er bara rangur.

    Og varðandi landlækni þá segi ég það bara að BMI stuðullinn er fáránlegt viðmið en þar sem þeir nota hann sem viðmið þá gef ég ekki mikið fyrir hugmyndir Landlæknis um offitu og „offitufaraldurinn“. Þá er greinilega fólk sem er ósköp venjulegt eða aðeins búttað sett í offituflokk sem landlæknir básúnar svo um sem „offitufaraldur“.

    Mjög undarlegt.

  • Danton-María

    Já, vissulega er þessi BMI stuðull ekki heilagur og sá bandaríski er á mörkunum að vera marktækur, miðað við myndbandið. Ég reikna þó með að Landlæknisembættið og þeir sem berjast gegn offitufaraldrinum þurfi að hafa einhver viðmið, en ég er sammála því að þetta er of strangt.

    Á doktor.is er BMI stuðullinn ekki svona strangur. Þar er líka tekið tillit til beinaþyngdar og aldurs.

  • Danton. Mér sýnist að BMI stuðullinn á doktor.is sé eins strangur og sá bandaríski. Þar byrjar „ofeldi“ eða oveweight í 25 og nær til 30 (alveg eins og á doktor.is) og svo byrjar offita eða obesity í 30. Eini munurinn sýnist mér vera sá að á doktor.is er BMI ekki eins strangur ef þú ert yfir 35.

    Og mér sýnist að Landlæknisembættið noti bandarísku útgáfuna (ekki að ég viti til að það sé einhverjar aðrar útgáfur til), þ.e of þungur 25-29,9 og offita yfir 30.

    Þannig að þeir eru að nota allt of stranga staðla fyrir þessa „offitubaráttu“ sína. Og ég er sammála því að þeir þurfa auðvitað að nota einhver viðmið, en ef viðmiðin eru röng þá verður niðurstaðan röng. Og baráttan þannig röng líka.

  • Mig langar bara að benda á eitt að samkvæmt þessum blessaða BMI staðli þá þyrfti ég sem er 29 ára karlmaður og 180 cm á hæð að vera undir 80 kg til að teljast vera í eðlilegri þyngd, ef ég væri 85 kíló þá væri ég of feitur og ef ég færi upp fyrir 97 kg þá væri ég farinn að þjást af offitu. Það hlýtur hver heilvita manneskja að sjá að stuðull sem þessi er algjörlega út takt við allt sem er raunverulegt í heiminum. Það að fullvaxinn karlmaður teljist vera offeitur ef hann vegur meira en 85 kg er bara mesta fyrra sem ég hef á ævinni heyrt.

    Þetta er eins og svo marg oft hefur komið fram spurning um heilbrigði en ekki holdarfar

  • I simply want to say I’m new to blogs and seriously savored your website. Almost certainly I’m want to bookmark your blog post . You really have perfect articles and reviews. Regards for revealing your web page.

  • I appreciate your piece of work, appreciate it for all the informative content .

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • Hello There. I found your blog using msn. This is a really well written article. I’ll be sure to bookmark it and return to read more of your useful information. Thanks for the post. I will certainly return.

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • I was studying some of your articles on this internet site and I think this web site is very informative! Keep putting up.

  • Excellent read, I just passed this onto a friend who was doing some research on that. And he just bought me lunch because I found it for him smile Therefore let me rephrase that: Thank you for lunch!

  • Nice blog here! Also your site loads up fast! What web host are you using? Can I get your affiliate link to your host? I wish my site loaded up as quickly as yours lol

  • I have been exploring for a little bit for any high-quality articles or weblog posts in this kind of area . Exploring in Yahoo I eventually stumbled upon this site. Studying this info So i¡¦m glad to express that I’ve an incredibly excellent uncanny feeling I came upon just what I needed. I so much for sure will make sure to do not put out of your mind this website and provides it a glance on a relentless basis.

  • I like this post, enjoyed this one thanks for posting. „Money is a poor man’s credit card.“ by Herbert Marshall McLuhan.

  • Wonderful web site. Lots of useful info here. I’m sending it to some friends ans additionally sharing in delicious. And obviously, thank you to your effort!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com