Miðvikudagur 22.09.2010 - 10:37 - 44 ummæli

Heilbrigðar leiðir til að grennast

excercise

Ég heyri oft talað um heilbrigðar leiðir til að grennast. Mörgum finnst miður að fólk skuli ítrekað láta glepjast af gylliboðum megrunariðnaðarins og vilja þess í stað benda á hin einföldu skref til léttara lífs: Borða minna og hreyfa sig meira. En hvað halda þessir aðilar megrun sé – annað en að borða minna og hreyfa sig meira?

Ef átt er við að hætta ofáti og taka upp eðlilegri matarvenjur þá tek ég auðvitað undir það. Sömuleiðis ef átt er við að fara úr kyrrsetulífi í reglulega hreyfingu. En þegar heilbrigðisstarfsmenn hvetja fólk til að „borða minna“ eiga þeir alltof oft við að fólk eigi að borða minna en eðlilegt gæti talist. Og þá erum við ekki að tala um breytingar á lífsvenjum heldur megrun í dulargervi.

Þetta kemur glögglega fram í bæklingi sem Manneldisráð gaf út fyrir nokkrum árum og ber heitið: Tekið í taumana: Stuðningur og ábendingar fyrir þá sem vilja grennast. Í þessum bæklingi er heill kafli um að ekki sé gáfulegt að fara í megrun því ekki sé hægt að halda hana út til lengdar auk þess sem megrun ýti líkamanum út í ástand sem vinnur gegn þyngdartapi. Þess í stað er mælt með því að fólk fari skynsamlegu leiðina og „breyti um lífsstíl“. En hvað ætli sé meint með því? Jú, við nánari skoðun kemur í ljós að það sem næringarfræðingar Manneldisráðs kalla „lífsstílsbreytingu“ er matseðill upp á 1500 hitaeiningar á dag.

Svona meinlokur meðal heilbrigðisstarfsmanna eru ótrúlega algengar og alveg gapandi undarlegar. Ég á erfitt með að trúa því að fagfólk, sem er ágætlega gefið og vel menntað, skilji ekki að 1500 hitaeiningar er megrun sama hvernig á það er litið. Hvað erum við þá að tala um? Að gera megrun að varanlegum lífsstíl?

Það að lifa á skertum skammti og þurfa að telja ofan í sig munnbitana er ekkert líf til lengdar og fólk mun springa á limminu fyrr eða síðar. Flestar aðferðir til að grennast, hvort sem þær eru runnar undan rifjum vísindamanna og fagfólks eða óforskammaðra sölumanna með gróðablik í augum (þessir flokkar útiloka ekki heldur hvorn annan), byggjast á fæðutakmörkun og þess vegna eru þær allar jafn dauðadæmdar.

Það er einnig útbreiddur misskilningur að niðurstöður rannsókna um lélegan árangur nái ekki yfir hinar “skynsamlegu og heilsusamlegu” leiðir. Raunin er sú að flestar rannsóknir á þyngdartapi eru einmitt að skoða þessar aðferðir. Þegar þekktir rannsakendur við virta háskóla úti í heimi eru að gera stórar og vel fjármagnaðar rannsóknir, þá er auðvitað ekki verið að skoða „banana og hnetu kúrinn“ heldur þá nálgun sem þykir vænleg til árangurs miðað við ríkjandi þekkingu. Það eru þessar rannsóknir sem, þrátt fyrir góðan vilja og gríðarlega hagsmuni, sýna lítinn sem engan langtímaárangur.

Þetta ætti allt heilbrigðisstarfsfólk að vita enda eru þessar niðurstöður ekki nýjar af nálinni heldur eitthvað sem rannsóknir hafa sýnt áratugum saman. Engu að síður er algengt að sjá fagfólk stilla upp annars vegar „megrun sem virkar ekki“ og hins vegar „heilbrigðri nálgun sem virkar“. Heilbrigðisstarfsfólk sem talar svona er annað hvort illa upplýst, vísvitandi að blekkja eða neitar að horfast í augu við bitran sannleikann þegar það þykist ekki vita að „faglega nálgunin“ hefur ekki heldur hlotið raunstuðning til lengri tíma.

Það er kannski erfitt að horfast í augu við það en eðlileg niðurstaða blasir við: Það eru engin fagleg sjónarmið sem mæla með því að hvatt sé til þyngdartaps þegar við höfum engar gagnreyndar og öruggar aðferðir til þess. Það er í raun merkilegt rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna þetta skilar sér ekki inn í praxís heilbrigðisstarfsmanna nú þegar krafan um gagnreyndar meðferðir er allsráðandi. En það er efni í annan pistil.

Flokkar: Megrun

«
»

Ummæli (44)

 • Það er óþolandi að enn séu gefnar út ráðleggingar um „one size fits all“ hitaeiningafjölda til að grenna sig.
  1500 kal eru c.a það sem kallast heilbrigður fitutapsfjöldi fyrir 65 kg einstakling. Hvað með þá sem eru yfir þeirri þyngd sem er líklega 90% af þeim sem ætla að fylgja þessum ráðleggingum?
  Líkaminn fer að streitast á móti ansi fljótt þegar borðað er við hungurmörk og grunnbrennslan höktir í fyrsta gír :/

 • Hjartanlega sammála þessu. Eina heilbrigða leiðin er þessi: Skrúfaðu fyrir allt taumlaust ofát – taktu upp reglulegar og nokkuð velútilátnar máltíðir á reglulegum tímum og hreyfðu þig reglulega. Ef það skilar ekki þyngdartapi – so be it. – Í mínu tilviki hefur það skilað 10 kílóum í varanlegt þyngdartap en ég er ennþá sirka 15 kg yfir svokallaðri kjörþyngd. Og kæri mig kollóttan. – Önnur regla sem mætti styðjast við þegar breytt er um mataræði er þessi: Gerðu bara þær breytingar sem þú getur haldið út það sem eftir er. Engar skammtímabreytingar geta skilað langtíma árangri. – Takk fyrir frábæra bloggsíðu.

 • Höskuldur

  Hvað finnst þér um offituprógrammið á Reykjalundi? Þar er ofsa feitum einstaklingum 100-180 kg ráðlagt að borða 1500 kal á dag. Þetta er fólk sem er kannski vant að borða 3000-4000 kal á dag…

 • Höskuldur, það er nokkur munur á 100 og 180 kílóum. Ég er yfir 100 kg og lít ekki út fyrir að vera feitur.

 • ábs. Ég er sammála þér með að við verðum að hugsa þegar við ætlum að taka upp „heilbrigðan“ lífsstíl (oft megrun í dulargervi eins og Sigrún segir): er þetta eitthvað sem ég gæti lifað eftir það sem eftir er ævinnar? Ef ekki þá er best að sleppa þessu og reyna aðrar leiðir. Því það er ekkert mál að fara í strangan megrunarkúr og missa mörg kíló. Erfiðleikarnir eru þeir að viðhalda þyngdartapinu.

 • Frábær pistill! Og virkar svo ótrúlega lógískt eitthvad. Hreinlega kjánalegt ad heilbrigdisstarfsmenn séu ekki búnir ad átta sig á tessu.

 • Höskuldur

  Ábs, ég er líka sjálfur yfir 100 kg og lít ekki út fyrir að vera feitur. Við erum karlmenn og berum rúm 100 kg betur en 160 cm kvenmaður.

  Pælingin hjá mér er varðandi offituprógrammið á Reykjalundi. Þar er fólki, körlum og konum 100-180 kg og þaðan af þyngra ráðlagt að borða 1500 kal á dag. Fólk sem vant er að borða meira en helmingi meira. Ég þekki til fólks sem er í þessu prógrammi og þetta er algjört rugl. Fólk passar sig að brenna til að missa kílófjöldann en passar að byggja ekki upp vöðva. Vikurnar áður en mætt er á Reykjalund er fólk að laxera og beita öllum brögðum til að minnka kílóatöluna. Ef kílóatalan minnkar þá kemst það í magaminnkunaraðgerð. Ástæðan fyrir því að fólk kemst í flokk offitusjúklinga er engin önnur en sú að það hreyfir sig of lítið og borðar gríðarlega óhóflega. Eftir aðgerð þarf það alla ævi að borða mjög lítið og passa sig vel. Sumir klikka á þessu og fara í sama farið. Aðgerðin er heldur ekkert að laga löngunina í mat enda er þetta ekki heilaaðgerð. Ég hef því oft velt fyrir mér af hverju heilbrigðiskerfið er að leggja svona mikla áherslu á þessa aðgerð og ég hef hvergi séð gagnrýna umfjöllun um þessar aðgerðir og þó þekki ég til gríðarmargra sem farið hafa í þessa aðgerð en fallið svo í sama farið eftir 2-3 ár eftir aðgerð.

 • Algjörlega sammála þér, Höskuldur, þetta virðist mjög óskynsamlegt. Hins vegar er staðan kannski sú á lífshættulega feit fólki að það verður hreinlega að grenna það með einhverjum ráðum og kannski dugar ekki venjulegt mataræði til. Þó þekki í raunar dæmi um akfeita sem hafa grennst gífurlega á því að venja sig af mestu öfgunum í sínu ofáti og náð stjórn á fíkninni með því að taka út hvítan sykur – en það hefur ekki orðið grannt af því. – Við sem erum bara þéttvaxin ættum hins vegar ekki að neyða okkur út í neitt nema það sem við teljum okkur geta haldið út.

 • Já það verður að sjálfsögðu líka að líta á þá staðreynd að þegar fólk er orðið gríðarlega feitt og hefur ,,reynt allt“, þá verður að grípa í taumana áður en það er of seint. Oft eru svona aðferðir notaðar til þess að ,,koma fólki af stað“, þ.e. jafnvel að reyna að losa það við eitthvað af kílóum til þess að koma í veg fyrir einhvern ákveðinn skaða (þekki fólk sem þjáist af offitu og er einfaldlega að eyðileggja í sér stoðkerfið með hverju skrefi). Ef fólk sem borðar kannski 4000 kaloríur á dag ætlar að léttast, þarf það þá ekki að skera helst niður í einhverskonar eðlilega kaloríutölu? Einfaldlega svo það taki fólkið ekki 15 ár að losna við gríðarlega umframþyngd? Það er engum hollt að burðast með kannski extra 70 kíló utan á sér til lengri tíma.
  En auðvitað er það rétt að ein kaloríutala er ekki rétt fyrir alla. Og svona hjáveituaðgerðir skilst mér að séu ALLTAF allra síðasta úrræði fyrir sjúklinga. Maður hefur alveg séð lækna og heilbrigðisstarfsfólk útskýra vel hversu mikil áhrif aðgerðin hefur á líf fólks.

 • Þörf grein og góðar ábendingar.
  En ég velti þó fyrir mér, er þá einhver leið til að léttast? Snýst þetta þá ekki um að komast aldrei í yfirþyngd, eða sætta sig við yfirþyngdina? Því hvernig sem á málið er lítið, ef manneskja er orðin of þung þá þarf hún að borða minna en sem nemur brennslu líkamans ef hún vill léttast. Þessvegna er ég nú ekki svo viss um að þetta séu einhverjar meinlokur hjá heilbrigðisstarfsmönnum. Ef þú vilt léttast þá verður þú að borða minna og hreyfa þig meira og það mun alltaf heita megrun á íslensku. Og vissulega getur verið blæbrigðamunur á megrun. Svelti og svo að borða eitthvað rétt undir grunnbrennslu og auka hreyfingu. Fyrir margar konur er 1500 kcal matseðill ekki svo langt frá grunnbrennslunni. Geri ráð fyrir að svona matseðlar séu settir fram sem dæmi. Enda eru það dæmin sem fólk vill sjá, því margir hreinlega gera engan greinarmun á hollum og óhollum mat og hvað þá að það hafi hugmyndir um hvað það eigi að borða ef það ákveður að breyta mataræðinu. Það gerir sér ekki grein fyrir því hvað eðlilegar skammtastærðir eru heldur.

  Þannig að, um hvað snýst líkamsvirðing? Ef ég er orðin of feitur þannig að það skaðar heilsuna á ég þá bara þann möguleika að sætta mig við það að vera feitur, því allt annað sem ég geri heitir megrun og hún er ekki í lagi og virkar ekki til langtíma?

 • Þóra. Líkamsvirðing snýst um að virða líkama sinn en ekki líta á hann sem óvin. Það er líkaminn sem heldur þér uppi, heldur þér gangandi. Þannig að þess vegna þarf að virða hann og hugsa um hann. Sjá til þess að hann fái þau næringarefni, orku og hreyfingu sem hann þarfnast.

  Ef manneskja er orðin of þykk þarf hún að hugsa um af hverju svo er. Er það vegna þess að hún borðar of mikið nammi (og aðra óhollustu)? Er það vegna þess að hún hreyfir sig ekki neitt?

  Ef svarið við þessum spurningum er já að þá er lausnin auðvitað sú að minnka nammiát (og aðra óhollustu). Við það ætti manneskjan að grennast þó nokkuð. Það er líka gott að fara t.d í göngutúra nokkrum sinnum i viku. Þá þá fær manneskjan hreyfingu.

  Þannig að þetta snýst ekkert um að ekkert megi gera ef manneskja er of þung. Þetta snýst um það að ef manneskja er þung að þá breyti hún hægt og sígandi um lífsstíl (taki sinn tíma og leyfi líkama sínum að venjast öllum breytingum), hreyfi sig meira og minnki óhollustu (t.d nammi, gos, pizzuát).

  En allar hugmyndir um að skella sér á 1500 kaloríu kúr er algjört rugl og gerir manneskjunni ekkert gott.

 • Guðrún, þetta kemur niður á sömu niðurstöðu. Sama hvað hún er kölluð leiðin. Þú léttist aldrei nema að innbyrða minna af kaloríum en þú brennir. Hvort sem það snýst um að minnka gosdrykkju og nammiát, eða hreinlega borða minna en þú ert vanur (ef þú ert í ofáti, en ekki endilega óhollustu).

  Ég kann greinilega ekki að gera mig skiljanlega, en það sem ég er að reyna að segja er að það mun alltaf kallast megrun að létta sig. Hvaða aðferðum svosem er beitt. Þannig að mín niðurstaða eftir lestur þessarar síðu er: Aldrei komast í yfirþyngd og ef þú ert í henni þá verður þú að sætta þig við hana, því ef þú gerir eitthvað þá er það megrun og hún er ekki holl.

  Ég skil alveg hugtakið líkamsvirðing og er algjörlega sammála því að lifa sátt í eigin líkama. En stundum er yfirþyngd orðin svo mikil að hún hreinlega er orðin heilsufarsvandamál og hvaða leiðir eru þá aðrar en „megrun“?

 • Þóra. Megrun er ekki það sama og að lifa heilbrigðum lífsstíl. Langt í frá.

  Heilbrigður lífsstíll er að finna „ballansinn“, þ.e að borða heilbrigðan mat og hreyfa sig. Finna lífsstíl sem þú getur lifað eftir það sem eftir er ævinnar. Og ef það er gert þá greinnist fólk „átómatískt“. En það að grenna sig og léttast er ekki aðalmálið.

  Megrun er að reyna að léttast, oft með slæmum leiðum (t.d allt of fáum kaloríum). Og megrun er oft bara í stuttan tíma.

  En ef þú sérð ekki muninn þá er ekkert sem ég get sagt sem breytir því.

 • Flott og þörf grein. Ég hef sjálf aldrei getað skilið þetta að neita sér um allt og ekkert og ætla að ná gígantískum árangri.
  Sama með Reykjalund, ég set pínu spurningamerki við það – ég hef horft á þetta frá fyrstu hendi alltof oft til að trúa og treysta á það, en fæst orð þar bera minnsta ábyrgð.

  Það má ekki gleymast að maður verður að vera sáttur við sig í sínu eigin skinni. Ekki sífellt ráðast á sig og niðurlægja sig, verða sinn versti óvinur. Því maður sé að burðast með auka kíló. Það er oft það sem hamlar mörgum að komast af stað t.d. í ræktina!

 • Guðrún. Ég skil muninn jújú 🙂

  Ég get bara ekki útskýrt það sem ég er að hugsa. Þessa orðaleikfimi um heilbrigðan lífstíl, rökvilluna sem ég sé við lesturinn hérna.

 • Harpa Kristjánsdóttir

  Feit kona fer til læknis, með segjum hausverk og vöðvabólgu, læknirinn í 90 % tilfellum segir henni að grennast og þá lagist þetta. Það er sjáldnast spáð í af hverju fólk er of feitt, bara einblínt á að það borði of mikið, sem er jú ástæða ofþyngdar, en af hverju borðar fólk of mikið? þarna vantar stundum að skoða málið. Þetta snýst um meira en að borða minna og hreyfa sig meira, þetta snýst líka um að fólk læri að borða ekki yfir t.d erfiðar tilfinningar (mér var endalaust gefnar þunglyndistöflur, það átti að laga allt) Það er eins og einhver skrifaði með magaminnkunaraðgerðir, flest þetta fólk kann ekki að takast á við lífið öðru vísi en með hjálp sykurs sem vímuefnis.
  Kíkið á hana Geneen roth http://www.geneenroth.com
  Hún er svoldið að skoða þetta af hverju við þurfum að nota mat til að komast í gegnum hluti, hefur kennt mér mikið

 • frábært blogg og yfirleitt skemmtilegar umræður
  mig langar að benda á tvennt:
  Það er mjög auðvelt að segja að ef fólk er of feitt þá eigi það að „borða minna og hreyfa sig meira“
  það er ekkert auðvitað við það að hreyfa sig meira, stundum eru veikindi ástæða þess að fólk fitnar, til dæmis af því að vegna veikinda getur það ekki hreyft sig eins og það gerði áður og þá er kannski ekkert í boði að fara bara og hreyfa sig meira. Engir tveir eru eins og það má ekki gleyma því að aðstæður fólks eru mismunandi og þetta er aldrei „bara að borða minna og hreyfa sig meira“. röng/of mikil hreyfing getur gert jafn mikið slæmt fyrir eina manneskju og hún getur gert gott fyrir aðra manneskju, alveg eins og ekki hentar öllum að vera á sama matarræði.
  ef maður borðar rétt samsetta fæðu þannig að líkaminn fær öll næringarefnin sem hann þarfnast þá sækir hann minna í sætindi og aðra næringarsnauða fæðu, ef maður borðar aðallega næringarsnauða fæðu þá borðar maður meira….

 • Meðal íslenskur karlmaður (ca. 180 cm. hæð) sem er yfir 100 kg. er u.þ.b. 15-20 kg. of þungur af fitu.

 • I simply want to tell you that I’m very new to blogs and truly enjoyed this website. Most likely I’m planning to bookmark your blog post . You definitely come with good stories. Many thanks for revealing your blog.

 • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

 • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

 • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

 • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

 • A lot of thanks for every one of your hard work on this web site. Kate delights in engaging in investigation and it’s easy to understand why. We all notice all regarding the powerful means you convey both interesting and useful tips and hints on the web blog and therefore improve participation from the others on this idea plus my daughter is in fact understanding a whole lot. Take pleasure in the remaining portion of the new year. Your doing a really good job.

 • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

 • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

 • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

 • Heya i am for the first time here. I came across this board and I find It truly useful & it helped me out a lot. I hope to give something back and help others like you helped me.

 • Hello There. I found your blog using msn. This is a really well written article. I’ll be sure to bookmark it and come back to read more of your useful info. Thanks for the post. I’ll definitely return.

 • Whats Happening i am new to this, I stumbled upon this I’ve discovered It positively useful and it has helped me out loads. I hope to give a contribution & aid different customers like its aided me. Great job.

 • certainly like your web-site however you have to take a look at the spelling on several of your posts. Many of them are rife with spelling issues and I find it very bothersome to inform the truth however I will surely come again again.

 • you are truly a excellent webmaster. The web site loading speed is amazing. It sort of feels that you are doing any distinctive trick. In addition, The contents are masterpiece. you’ve performed a wonderful activity on this subject!

 • You really make it seem so easy with your presentation but I find this topic to be really something that I think I would never understand. It seems too complicated and very broad for me. I am looking forward for your next post, I will try to get the hang of it!

 • MichaelJemery.com is a site with many hypnosis downloads. Whether you are looking for free hypnosis downloads, self hypnosis download for mp3, video and any audio files, Michael Jemery has the downloads for you. You can download hypnosis from apps, audio, mp3 and even youtube !

 • hi!,I like your writing very so much! share we keep in touch extra about your article on AOL? I require a specialist in this area to unravel my problem. May be that is you! Having a look forward to see you.

 • fantastic issues altogether, you just received a emblem new reader. What would you recommend in regards to your publish that you made some days in the past? Any positive?

 • I just want to inform you that I am new to writing and certainly enjoyed your information. Quite possibly I am most likely to save your blog post . You simply have magnificent article material. Appreciate it for expressing with us the best internet site report

 • Very interesting subject , regards for posting . „I am convinced that life in a physical body is meant to be an ecstatic experience.“ by Shakti Gawain.

 • Awsome website! I am loving it!! Will come back again. I am taking your feeds also

 • Thanks for the sensible critique. Me & my neighbor were just preparing to do some research on this. We got a grab a book from our area library but I think I learned more clear from this post. I am very glad to see such great info being shared freely out there.

 • Heya here, just turned familiar with your web page through Google, and found that it’s truly entertaining. I will take pleasure in if you retain this informative article.

 • IMSCSEO is a Singapore SEO Company founded by Mike Koosher. The role of IMSCSEO.com is to cater SEO services and help singapore corporations with their Search Engine Optimization to help them go up the ranks of Google. Visit us @ imscsseo.com

 • I like this web site very much, Its a really nice position to read and incur information. „‘Taint’t worthwhile to wear a day all out before it comes.“ by Sarah Orne Jewett.

 • I really like your writing style, great information, thanks for putting up :D. „Let every man mind his own business.“ by Miguel de Cervantes.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com