Laugardagur 03.03.2012 - 13:04 - 64 ummæli

Er þátttaka í fitness heilsusamleg?

Hvað er fitness?

Flestir hafa sennilega heyrt um „fitness“ eða hreysti eins og mætti þýða orðið á íslensku. Mikil umfjöllun hefur verið um þetta fyrirbæri í fjölmiðlum um nokkurt skeið og iðkendum fitness gjarnan stillt upp sem fyrirmyndum hvað varðar heilbrigt líferni. En snýst fitness um heilsueflingu? Margir hafa bent á að fitness hafi lítið með hreysti og heilbrigði að gera en sé fyrst og fremst útlitsdýrkun undir formerkjum heilsueflingar. Hildur Edda Grétarsdóttir (2009), sem gerði lokaverkefni sitt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um þetta efni,  lýsir málinu á þessa leið:

Keppni í fitness felst í því að koma fram, yfirleitt mjög fáklædd/-ur, fyrir dómnefnd sem leggur mat á útlit keppenda, svo sem líkamsbyggingu, vöðvastærð og jafnvel andlitsfegurð. Undanfari keppninnar er stíf styrktarþjálfun þar sem markmiðið er að stækka vöðva en síðan er líkamsfita skorin niður eins mikið og hægt er til þess að gera vöðvana meira áberandi, eða að vera „skornari“ eins og oft er sagt. Því fylgir yfirleitt strangt mataræði, sem er miðað að því að halda sem mestum vöðvamassa en skera burt fitu. Langflestir keppendur bera síðan á sig gríðarlegt magn af brúnkukremi og/eða stunda sólböð sem á enn frekar að skerpa ásýnd vöðvanna.

Í raun má því segja að keppni í fitness sé fyrst og fremst keppni í ákveðnu útliti og erfitt að sjá hvernig slík keppni er frábrugðin dæmigerðri fegurðarsamkeppni að öðru leyti en því að það útlit sem keppt er í er ólíkt.

 

Hverjar eru afleiðingar þess að taka þátt í fitness?

Lesendur þessarar síðu vita líklega flestir að megrun og tilraunir til fitutaps eru eru alla jafna gagnslítið og jafnvel áhættusamt athæfi. Í rannsókn Andersen, Bartlett, Morgan og Brownell frá árinu 1995 kom fram að keppendur í vaxtarrækt höfðu endurtekið farið í megrun, og  tæpur helmingur sagðist hafa stundað ofát (binge-eating) eftir þátttöku í keppni. Langflestir, eða rúm 80%, sögðust einnig hafa þrálátar hugsanir um mat. Þá kom í ljós að allt að því helmingur þátttakenda sagðist glíma við sálræna erfiðleika á meðan þeir bjuggu sig undir keppni, svo sem kvíða, skapvonsku eða reiði. Í stuttu máli sagt áttu þátttakendur í afar óheilbrigðu sambandi við mat og glímdu margir við andlega vanlíðan.

Áhrif fitnessiðkunar á Íslandi hafa einnig verið könnuð. Sigurður Heiðar Höskuldsson og Sigurður Kristján Nikulásson (2011) könnuðu áhrif undirbúnings og þátttöku í fitness á líkamlega og andlega líðan kvenna, bæði meðal fyrrverandi keppenda í fitness og þeirra sem bjuggu sig undir keppni á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Í ljós kom að hitaeiningafjöldi sem keppendur neyttu var langt undir ráðlögðum viðmiðum Lýðheilsustöðvar, en keppendur stunduðu stífar æfingar allt að því sjö sinnum í viku. Tæp 40% þátttakenda sögðust finna fyrir aukinni skapstyggð við mikið æfingaálag, líkt og á undirbúningstímabili fyrir keppni og um 30% sögðust finna fyrir svefntruflunum. Um það bil 70% þátttakenda rannsóknarinnar sem voru þá við það að keppa í fitness sögðust hafa fundið fyrir átröskunareinkennum á þjálfunar-/keppnistímabilinu. Rúm 50% þátttakenda í sama hópi sögðust hafa fundið fyrir röskun á tíðahring miðað við um 90% fyrrum keppenda í fitness sem tóku þátt í rannsókninni. Einn fyrrum fitness keppandi gekk m.a.s. svo langt að fullyrða að nær allir kvenkyns keppendur í fitness finni fyrir röskun á tíðahring og að það sé jafnvel takmark margra þeirra að fara ekki á blæðingar. Það sé til marks um að fituprósentan sé komin niður fyrir ákveðin mörk, sem sé álitið einkar eftirsóknarvert. Rúmur helmingur allra þátttakenda rannsóknarinnar taldi notkun stera og annarra ólöglega lyfja algenga í fitness. Enginn fyrrum keppenda sem rannsakendur ræddu við hafði hug á að taka aftur þátt en flestir þeirra sem bjuggu sig undir fitness á þeim tíma sem rannsóknin fór fram sögðust hafa áhuga. Það er í raun ekki undarlegt ef litið er til þess að þeir sem eru í undirbúningi fyrir keppni hafa fórnað miklu og lagt á sig gríðarlega mikið erfiði til þess að ná árangri. Á þeim tímapunkti finnst fólki gjarnan að tilgangurinn helgi meðalið og það er erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að eitthvað sem maður eyðir miklum tíma, orku og fjármunum í sé ekki þess virði. Afleiðingarnar verða oft ekki ljósar fyrr en seinna, þegar litið er til baka.

 

Hvar er gagnrýnin hugsun fjölmiðla?

Stanslaus upphafning granns eða vöðvamikils líkamsvaxtar í fjölmiðlum og í daglegu tali hlýtur að móta hugmyndir okkar um hvað telst eðlilegt og fallegt. Fitness og vaxtarrækt fá afar jákvæða athygli og umfjöllun í fjölmiðlum þrátt fyrir að þessi iðja snúist mest um útlit og minna um líkamlega hreysti, jafnvel þannig að fólk skaðar líkama sinn til þess að geta náð sem mestum árangri. Fólki er hrósað í hástert fyrir að hafa sigrast á líkama sínum, náð tökum á lífi sínu og jafnvel sigrast á átröskunum með því að keppa í fitness. Stóru orðin eru ekki spöruð! Það hlýtur að teljast ámælisvert hversu gagnrýnislaust fjölmiðlar hampa og hvetja til þessa lífsstíls þegar litið er til þess hversu alvarlegar afleiðingar hann getur haft. Hvergi er minnst á neikvæða fylgifiska eða mögulega skaðsemi heldur tekið undir að þessi lífsstíll sé heilbrigður og öllum til eftirbreytni. Vitundarvakningar er þörf! Heilbrigður lífsstíll á ekkert skylt við þær öfgar og þá áhættusömu hegðun sem oft virðist einkenna fitness. Þvert á móti getur þetta verið önnur birtingarmynd útlitsþráhyggju, neikvæðrar líkamsmyndar og átraskana sem aldrei ætti að hvetja til, hvað þá að upphefja sem ímynd heilsu.

 

Heimildir:

Andersen, R.E., Bartlett, S.J., Morgan, G.D. og Brownell, K.D. (1995). Weight-loss, psychological, and nutritional patterns in competitive male body builders. International Journal of Eating Disorders, 18, 49 – 57.

Hildur Edda Grétarsdóttir. (2009). Fitness og Þrekmeistarinn: Þjálffræðilegur bakgrunnur fitness- og þrekmeistarakeppni, fræðileg umfjöllun og almennar upplýsingar. Óbirt BS ritgerð, Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Sigurður Heiðar Höskuldsson og Sigurður Kristján Nikulásson. (2011). Áhrif þátttöku kvenna í fitness á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Óbirt BS ritgerð, Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Flokkar: Líkamsmynd · Útlitskröfur · Þyngdarstjórnun

«
»

Ummæli (64)

  • Fantastic website. Plenty of helpful information here. I am sending it to a few friends ans additionally sharing in delicious. And obviously, thank you on your sweat!

  • I take pleasure in, cause I discovered exactly what I was having a look for. You have ended my four day long hunt! God Bless you man. Have a nice day. Bye

  • I have been absent for some time, but now I remember why I used to love this site. Thanks, I will try and check back more frequently. How frequently you update your site?

  • I simply want to inform you that I am new to putting up a blog and thoroughly loved your site. Very possible I am going to bookmark your blog post . You literally have wonderful article materials. Admire it for share-out with us all of your internet site information

  • MichaelJemery.com is a site with many hypnosis downloads. Whether you are looking for free hypnosis downloads, self hypnosis download for mp3, video and any audio files, Michael Jemery has the downloads for you. You can download hypnosis from apps, audio, mp3 and even youtube !

  • Great site. Lots of useful info here. I’m sending it to several buddies ans also sharing in delicious. And certainly, thank you on your effort!

  • IMSCSEO is a SG SEO Vendor formed by Mike Koosher. The function of IMSCSEO.com is to extend SEO services and help SG firms with their Search Engine Optimization to help them progress the positions of Google or bing. More at imscsseo.com

  • A person necessarily assist to make seriously articles I would state. This is the very first time I frequented your website page and up to now? I surprised with the analysis you made to create this particular post amazing. Excellent activity!

  • Hiya there, just got familiar with your blog site through The Big G, and found that it’s quite entertaining. I will appreciate should you carry on this idea.

  • hi!,I love your writing so a lot! share we keep up a correspondence more approximately your post on AOL? I require a specialist in this area to resolve my problem. Maybe that’s you! Looking ahead to look you.

  • It is in point of fact a great and helpful piece of information. I¡¦m glad that you shared this useful info with us. Please stay us up to date like this. Thank you for sharing.

  • I actually wanted to construct a word to express gratitude to you for some of the wonderful items you are giving out at this site. My considerable internet investigation has at the end of the day been compensated with beneficial facts and techniques to talk about with my family members. I would express that we readers actually are quite fortunate to be in a magnificent community with so many outstanding people with great basics. I feel extremely lucky to have discovered your website page and look forward to so many more fabulous minutes reading here. Thanks once again for all the details.

  • Hey There. I found your blog using msn. This is an extremely well written article. I will be sure to bookmark it and come back to read more of your useful info. Thanks for the post. I will definitely comeback.

  • I haven¡¦t checked in here for some time because I thought it was getting boring, but the last few posts are good quality so I guess I will add you back to my daily bloglist. You deserve it my friend 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com