Miðvikudagur 18.08.2010 - 13:10 - 13 ummæli

“Leyfislausar” smábyggingar.

mynd1

Tomas Tjajkovski á teiknistofunni Sommarnöjen í Stokkhólmi sendi mér myndir af húsum sem þau hafa teiknað. Þetta eru stórgóð smáhýsi staðsett víðsvegar í Svíþjóð. Megin hugmyndin er að byggja smáhýsi í stað þess að byggja við eða byggja stórt í byrjun. Smáhýsin, annexin, geta verið svefnaðstaða með snyrtingu, skrifstofa/vinnustofa, baðhús, útsýnisskálar eða eitthvað þessháttar. Hugsunin er sú að auka húsnæðið þegar þörfin kallar og/eða efnahagur leyfir.

En það er ekki það sem vakti athygli mína, heldur hitt að í Svíþjóð þarf ekki að sækja um byggingarleyfi til yfirvalda fyrir svona smáhýsum. Reglurnar ytra segja að sé bygging undir 15 m2 og er ekki hærri en 3 metrar þurfi ekkert byggingaleyfi. Hönnuðurinn þarf einungis að tryggja og bera ábyrgð á að staðsetningin sé innan skipulagsskilmála og að öll ákvæði byggingareglugerðar sé uppfyllt.

Þegar húsið er tilbúið eru teikningar sendar til yfirvalda, ekki til samþykktar heldur til þess að upplýsingar um bygginguna séu til staðar hjá yfirvöldum og til að geta e.t.v. innheimt lögbundin gjöld, svo sem fasteignaskatta m.m.

Mér datt þetta í hug vegna þess að ég hef undanfarið verið að vinna að viðbyggingu við hús hér á landi. Húsið er á þriðja hundrað fermetrar og viðbyggingin er 5,6 m2 (2,4% stækkun). Málið er búið að þvælast um í kerfinu í meira en 10 mánuði. Fyrst sem fyrirspurn, síðan mál með skráningartöflu og þ.h. Þá var beðið um athugun á burðarvirki. Í framhaldinu var ákveðið að gera deiliskipulagsbreytingu með tilheyrandi auglýsingu og athugasemdartíma.

Viðskiptavinur minn skilur ekkert í þessu og það geri ég ekki heldur þó svo að ég viti að allt er þetta samkvæmt gildandi lögum um skipulags- og byggingamál.

Sú hugsun bankar eðlilega uppá hvort þetta sé ekki óþarflega flókið og þungt ferli, hvort ekki megi einfalda þetta með einhverjum hætti?  Má ekki breyta lögum og reglugerðum til einföldunar? Er ekki rétt að skoða  hvernig þetta getur gengið í Svíþjóð og spyrja af hverju gengur þetta þar en ekki hér?

Slóð að heimasíðu sænsku teiknistofunnar er:

www.sommarnojen.se

 Mynd2

mynd3

mynd5

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Tek undir með Jóhanni…“less is more“

    Þetta eru afburða skemmtileg hús. Fólk ætti að skiða heimasíðu svíjanna

  • Líst vel á þessi sænsku hús. Kannski vegna þess að sjálfum líður mér vel í litlu, vel skipulögðu rými. Einfaldleikinn og notagildið framar fermetrafjöldanum.

    Svo er líka hægt að notast við „gamla“ skipsgáma til að byggja sér sumarhús. Ódýrt og frekar einfalt.

    Bara Gúggla „container home“

  • Örnólfur

    Í tilefni af spurningu Magnúsar.

    Það bendir margt til að þetta sé eins og Magnús segir. Ég fór á skrifstofu Byggingarfulltrúa í fyrra til að fá skoða inn í 8000 teikninga-staflann af glerhjúpi Hörpu. Þar fékk ég þau svör að engar teikningar væru þar. – Ég stóð í þeirri meiningu að þetta væru opinber gögn sem geyma ætti hjá embættinu.- Mér var svo sagt að tala við Hörpu-verkfræðinga og /eða Kínverjana niður í Hörpukví. Þeir væru með allan staflann. Ég sá fyrir mér að ég þyrfti að senda inn skriflega umsögn um í hvaða tilgangi ég vildi skoða. Mér skilst að enginn utanaðkomandi fari inn á svæðið nema að tíunda tilganginn. Ég nennti ekki meir.

    PS Ég sting upp á því við Magnús að hann skoði þær fáu Hörpu- teikningar sem til eru hjá embættinu og fátæklega lýsingu af hjúpnum (almenns eðlis).

    PS Ég heyrði í stálskipaverkfræðingi á dögunum sem sagði að uppákoman með suðurvegginn hefði ekki komið sér á óvart og að hann væri logandi hræddur um hina líka.

  • Þorvaldur Á.

    Þetta eru lítil sæt hús. Af hverju eru íslensk sumarhús/heilsárshús/frítímahús/sveitahús svona stór. Maður heyrir að venjuleg stærð sé um 120 m2. Alaðkallarnir eins og existabræður og „the litle fat guy with the small eyes“ (sigurður Einarsson) séu að byggja 5-600 m2 sumarbústaði.

    Þessi sænsku eru miklu flottari.

    Annars í alvöru…er ekki rétta að halda áfram að kalla þessi hús því fallega nafni „sumarbústaður“ þó svo þau séu notuð allt árið…eða bara „sveitahús“???? Það er kannski of sveitó?

    Hin nöfnin, heilsárshús og frítímahús, eru hallærisleg og gildishlaðin.

  • Gamalt amerískt fyrirbrigði sérstaklega í suðurríkjunum í Bandaríkjunum.
    Shotgun house
    From Wikipedia, the free encyclopedia
    Jump to: navigation, search

    A modest shotgun house in New Orleans’s Bayou St. John neighborhood shortly after Hurricane Katrina. Shotgun houses consist of three to five rooms in a row with no hallways and have a narrow, rectangular structure.
    The shotgun house is a narrow rectangular domestic residence, usually no more than 12 feet (3.5 m) wide, with doors at each end. It was the most popular style of house in the Southern United States from the end of the American Civil War (1861–65), through to the 1920s. Alternate names include shotgun shack, shotgun hut, and shotgun cottage. A railroad apartment is somewhat similar, but has a side hallway from which rooms are entered (by analogy to compartments in passenger rail cars).
    A longstanding theory is that the style can be traced from Africa to Haitian influences on house design in New Orleans,[1] but the houses can be found as far away as Chicago, Illinois; Key West, Florida; and California. Shotgun houses can still be found in many small southern towns.[citation needed] Though initially as popular with the middle class as with the poor, the shotgun house became a symbol of poverty in the mid-20th century. Opinion is now mixed: some houses are bulldozed due to urban renewal, while others are saved due to historic preservation and/or gentrification.
    Shotgun houses consist of three to five rooms in a row with no hallways. The term „shotgun house“, which was in use by 1903 but became more common after about 1940, is often said to come from the saying that one could fire a shotgun through the front door and the pellets would fly cleanly through the house and out the back door (since all the doors are on the same side of the house).[citation needed] Another reputed source of the name is that many were built out of crates, e.g. old shotgun-shell crates, and those made for other purposes. However, the name’s origin may actually reflect an African architectural heritage, perhaps being a corruption of a term such as to-gun, which means „place of assembly“ in the Southern Dohomey Fon area.[2]
    Several variations of shotgun houses allow for additional features and space, and many have been updated to the needs of later generations of owners. The oldest shotgun houses were built without indoor plumbing, and this was often added later (sometimes crudely). „Double-barrel“ shotgun houses consist of two houses sharing a central wall, allowing more houses to be fitted into an area. „Camelback“ shotgun houses include a second floor at the rear of the house. In some cases, the entire floor plan is changed during remodeling to create hallways.[3]

  • Sú saga gegnur um bransan að það sé ekki til neitt byggingarleyfi fyrir Tónlistarhúsinu og engar samþykktar teikningar heldur bara hönnunargögn viðkomandi aðila.

    Er einhver sem veit meir a um þetta (þe. hvort þetta sé í raun satt)?

  • Guðmundur

    Ef ég skil sænskuna hér að ofan rétt þá þarf ekki byggingaleyfi ef annað hús stendur fyriri á lóðinni með einni eða tveim íbúðum og þetta á ekki við í bæjum og borgum.

    Það er svosem í lagi með það. Spurningin um hvernig gera megi afgreiðslu byggingaleyfa liprari er mikilvæg. Það er farið fram á allt of ítarleg gögn hér á landi þegar sótt er um byggingaleyfi. Í raun ætti bygingaleyfi að heita „hönnunarleyfi“ þannig að húsbyggjandi hefði einhvern traustan grunn að standa á áður en lagt er í alla þá umfangsmiklu vinnu sem núverandi byggingaleyfisumsólk kallar á.

  • Þetta er einfalt, lúkkar vel og er útivistarlegt. Sjáið bara útisturtuna!!!. Hún er auðvitað tær snilld.

    Ég mundi vilja svona smáhýsi í garðinn minn sem fyrst fyrir vinnustofu og gestahús.

    Ætli ég megi það?

    Af hverju hefur borið svona lítið á sænskri hönnun undanfarið?

  • Guðmundur

    Hér er líka bandarískt kompaní á svipuðum nótum: http://www.tumbleweedhouses.com/, þeirra húsum er jafnframt hægt að breyta í hjólhýsi.

  • Jón B G Jónsson

    Yfirvöld þurfa í byrjun þegar hverfi eru skipulögð að hafa skipulagsskilmála rúma þannig að hægt sé að fara í minni breytingar og viðbyggingar á húsum án þess að breyta þurfi deiliskipulagi. Þarf oft ekki nema einn íbúa sem er á móti breytingu þannig að nái ekki í gegn. Ég held að lögin hér á Íslandi séu óþarflega stíf.

  • Hafsteinn S.

    Þetta er áhugavert sem hér kemur fram. Hús Sommernojen eru auðvitað frábær og maður er í raun hissa á því að fólk sé að byggja sér einbýlishús úti á landsbyggðinni af sömu gerð og það býr í í borginni, bara minna í stað þess að virkilega að skipta um umhverfi. Búa sér til aðstæður sem eru allt öðruvísi en í bænum, og vera í sveitinni.

    Svo er þetta með kerfið. Ég held áfram með spurninguna. Af hverju er bannað að byggja hús sem eru í samræmi við skipulagslög, byggingarlög, byggingarreglugerð, heilbrigðisreglugerð, eldvarnarreglugerð, aðalskipulag, deiliskipulag og hvað eina án þess að fá einhvern embættismann til á yfirfara verkið og gefa því samþykki sitt. Af hverju er þetta ekki bara á ábyrgð hönnuðanna eins og í Svíþjóð þegar um minni verk er að ræða?

    Ég held að það þurfi virkilega að skoða þessi mál með öll eftirlitskerfi opinberra aðila. Þau eru nauðsynleg en þau eru líka gróflega misnotuð.

  • Hans Jakob Beck

    Það er gróska í sænski smáhýsahönnun. Svölust er Ermitens koja, sjá: http://arvesund.com/sv/hermits-cabin/

  • Það sem þú ert að vinna við flokakst ekki undir friggebod.

    Úr Wikipedia

    Med friggebod menas i Sverige numera en fristående komplementbyggnad om högst 15,0 kvadratmeter byggnadsarea med högst 3,0 meter till taknocken. Från den 1 januari 2008 är antalet bodar inte begränsat till två som tidigare och arean avser den sammanlagda arean för alla friggebodar på en fastighet.

    Friggeboden kräver inte bygglov om den uppförs på tomt som är bebyggd med ett en- eller tvåbostadshus, men får inte uppföras närmare än 4,5 meter från grannens tomtgräns utan dennes medgivande. Dock får kommunen, inom ett område som är kulturhistoriskt värdefullt, i detaljplan eller i områdesbestämmelser upphäva lovfriheten för friggebodar. Inom strandskyddsområde krävs dessutom dispens. Friggeboden måste också uppfylla lagens grundläggande krav på byggnader, till exempel att den skall ha en form och färg som är estetiskt tilltalande, inte får medföra fara för trafiksäkerheten eller annan fara och att den inte får medföra betydande olägenheter för grannar i omgivningen. Reglerna om brandskydd kan påverka placeringen och valet av material om boden är större än 10,0 kvadratmeter.

    Boden fick sitt namn efter Birgit Friggebo, som var folkpartistisk bostadsminister, när hon år 1979 lät avskaffa bygglovsplikten för två byggnader av detta slag om tillsammans högst 10 kvadratmeter.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn